Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 11

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 11
það, að þeir framleiðendur græði, sem græddu á því að gengislækkun kæmi? Það yrði ekki lengi. Það myndu fljótlega verða verkföll, og eins og atvinnuvegum okkar er nú háttað, myndi verkalýðurinn eftir nokkra deilu, (langa eða skamma) rétta hlut sinn, og hljóta þeim mun hærra kaup, sem svaraði því, sem krónan hefði lækkað. Og hverju væru hinir þá bættir? Eftir væru þá aðrir launamenn, sem ekki geta, eða vilja, gera verkfall; það mundi standa eitthvað á því að þeir fengju sinn málstað leiðréttan. En að því myndi þó koma, eins og kaup þeirra hefur ósjálfrátt (eða næstum það) lagað sig eftir kaupi verkalýðs- ins, þ. e. hækkað upp í að vera þeim mun meira en kaup hans, sem það var áður. En 'hvað hefði þá skeð? Það hefði skeð það, að geysileg verðlagsbreyting hefði farið fram í landinu: a. Allir sem skulduðu hefðu grætt, sem svaraði gengislækkuninni, því skuldin hefði fallið það t verði. b. Hinsvegar myndu allir, sem ættu eigur sínar taldar í íslenzkunt krónum, tapa í hlut- falli við gengislækkunina, svo sem allir þeir sem ættu fé í sparisjóðsbók, í lánsskírteinum og öðrum vaxtabréfum, svo og þeir, sem ættu lífsábyrgðir. Það er vert að athuga, að þó islenzka krón- an hafi fallið, hvað eftir annað, síðan í fyrri heimsstyrjöldinni, að þá var orsökin aðallega vankunnátta og fátækt íslenzku þjóðarinnar. En nú er, sem betur fer, um hvorugt það að ræða og þá ekki heldur hægt að kenna því um. Islenzka krónan á því héðan af að standa óhreyfanleg; hún er verðmælir, sem á ekki frekar að breyta en lengdarmáli eða þyngdarmáli. Eða til hvers ættu menn að spara, ef þeir gætu átt á hættu að verða fé- flettir á þennan hátt? Gott er að minnast hér, að sparifé almennings er i öllum löndum, geysimikill liður í rekstrarfé atvinnuveganna, (sem líf þjóðanna er undir komið), meira að segja í Rússlandi. BANKAMÁLIN. Það hefur heyrst nokkuð um það undan- farna mánuði, að bakana vanti peninga, og geti því ekki lánað alvinnuvegunum nægi- legt og nauðsynlegt rekstrarfé. En á þessu er ekki að furða. Hitt verður að teljast öllu merkilegra, að þeir skuli 'hafa nokkuð fé, er þeir geti lánað, fram yfir það, sem seðlaút- gáfan nær. Því hvaðan kemur bönkum fé ? Það kemur í öllum löndum fyrst og fremst frá almenn- ingi, það er samansparað fé 'hans, smáar upp- hæðir og stórar, sem eigendurnir ekki nota sjálfir til atvinnureksturs, en fela bönkun- urn að ávaxta fyrir sig. Þeir vita að fénu er óhætt þar, því bankarnir hafa betri skil- yrði en þeir sjálfir til þess að dæma um hverjum er óhætt að lána. En þegar bank- arnir hætta að borga þeim, sem peningana eiga leigu (vexti) af þeim, hætta eigend- urnir eðlilega að fara með fé sitt í bankana. Ymsir fara með það til einstakra manna, sem hafa tekið að sér að vera milliliðir, milli þeirra, sem geta lánað, og hinna, sem þurfa að fá lán, þegar bankarnir hlupu frá því að vinna eðlilegt hlutverk sitt. En það er skilj- anlega ekki nema lítill hluti þeirra, sem fé eiga, sem þora að treysta einstökum mönn- um eins vel og böknunum. Flestir halda því fé sínu. Færu bankarnir að greiða innlánsvexti í samræmi við útlánsvextina, myndi töluverður hluti af þeim, liðlega 166 millj. króna er seðlaveltan nam nú um áramótin, berast bönkunum. Bankarnir greiða nú ekki nema 2% af sparisjóðsfé, og ekkert af því, sem framyfir er árroði 11

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.