Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 14

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 14
til matstofunnar, er var rétt hjá bryggjunni, sem við komum að, og var þar borðaður kvöldverður. Að loknum kvöldverði var haldið til barna- skólans en þar áttum við að gista. Þar tók skólastjórinn á móti okkur. Attum við að hafa til afnota leikfimisalinn og söngstof- una. Þegar við höfðum komið okkur fyrir var farið að ráðgera hvernig eyða skyldi kvöld- inu. Var kosin nefnd til að annazt um kvöld- vöku, en hinir áttu að skoða bæinn á meðan nefndin annaðist nauðsynlegan undirbúning. Skyldu allir vera komnir eigi síðar en kl. 11,30 aftur upp í skóla. Var nú gengið um bæinn, en á tilsettum tíma voru allir mættir. Fór kvöldvakan hið bezta fram. Var þar upplestur, söngur með gítarspili og gaman- vísur, en að lokum var danzað, en allir urðu að danza á sokkaleistunum, því annars var hætta á að gólfið skemmdist. Létu allir sér það vel líka, þó sumir væru hálf sárfættir. Um 3 leytið var hætt að danza og voru allir fljótir að sofna á eftir. Sunnudagsmorgunninn rann upp bjartur og fagur og skein sól í heiði. Voru flestir komnir á fætur kl. 8. Nú var haldið niður í bæinn og komið við á matsto'funni og drukkið þar morgunkaffi. Síðan gengu all-margir á Heimaklett. Var uppgangan erfið og á tveim- ur stöðum einstigi. Uppi á klettinum er fag- urt útsýni og sáust allar eyjarnar og langt upp á land. Dvöldum við alllcngi þar uppi. Nokkrir gengu ennfremur á Helgafell. Eftir hádegi drefðist hópurinn, voru sumir í bænum en aðrir fóru út á bátum að skemmta sér. Er hellir í berginu á ytri höfninni, sem hægt er að róa inn í. Fuglamergð er mikil allsstaðar þar í klettunum. Kl. 4 héldum við útiskemmtun í Herjólfs- dal. Kom þangað um 800 manns. Fyrst lék Lúðrasveit Vestmannaeyja. Síðan mælti Páll Þorbjörnsson nokkur orð og bauð okkur vel- komin. Þá tók til máls Jón P. Emils stud. jur. og flutti þar snjalla ræðu og var góður rómur gerður að máli hans. Að henni lok- inni söng Arsæll Pálsson gamanvísur. Síðast var stiginn danz til kl. 7, á palli, sem er þar. Var sama veðurblíðan allan daginn. Ki. 9 um kvöldið efndum við til danz- leiks í matstofunni og var öllum heimill aðgangur. Var þar húsfyllir og komust færri að en vildu og var danzað af miklu fjöri. Ennfremur skemmti Arsæll Pálsson með gam- anvísum og Erla, Gerða og Sæmi sungu og spiluðu á gítara. Dansað var til kl. 2. A mánudagsmorguninn voru allir snemma á fótum. Kl. 11,30 var endurstofnað F. U. J. félag og voru 40 stofnendur. Kl. 2 átti Ægir að leggja af stað. Var margt fólk á bryggjunni, er við fórum, og lék hljómsveit okkar fjörug lög á meðan siglt var út höfnina. A leiðinni til Reykjavíkur var dálítil alda og valt Ægir talsvert. Til Reykjavíkur var komið kl. 12,30 um kvöldið. Skildu allir þar hressir og kátir yfir hinni ógleymanlegu hvítasunnuferð. R. J. Stuðningsmenn Alþýðuflokksins! Árroði treystir á álla fylgjendur Alþýðu- flokksins að vinna ötullega að því að safna blaðinu áskrifendum. Með því — og þvi einu — mun 'blaðið geta komið út og þar með veitið þið Jafnaðarstefnunni mikið gagn. Ritnefndin mun einnig taka feginshendi við greinum eða öðru efni, sem hún álítur birtingarhæft, hvaðan sem það kemur. Vinnið ötullega fyrir tilveru Árroða! 1 4 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.