Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 15

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 15
Jón Hjálmarsson: Framræsluþörfin Ollum 'ber saman um að landbúnaðurinn, sem er annar aðalatvinnuvegur okkar, geti ekki borið það kaup, sem aðrir atvinnu- vegir bjóða, né veiti einyrkjanum svo mik- inn arð að tryggt sé að sveitirnar leggist ekki að meira eða minna leyti í eyði. Hinsvegar er það kunnugt að þetla stafar ekki af því að landið sé ekki hæft til bún- aðar, heldur af hinu, að þær vinnuaðferðir, sem notaðar eru, eru úreltar. Enn byggist framleiðslan að miklu leyti á notkun manns- aflsins, því ekki hefur tekist að hagnýta hesta og vélaafl í þágu hennar enn, nema að tiltölulega litlu leyti. Hér verður sleppt að tala um hvað hest- aflið er drýgra en mannsaflið og vélaaflið afkastameira en það. Nóg að segja hér að til þess að þeir, er landbúnað stunda, geti borið blutfallslega úr býtum við þá, sem vinna við aðra atvinnuvegi, verði vélaaflið að koma í staðinn fyrir mannsaflið. Orsakir þær, er til þess liggja að landbúnaðinum hefur ekki tekist að hagnýta sér tækniná, munu vera þær að tilfinnanlegur skortur hefur verið á ræktuðu og véltæku landi. Fóðuröflunin, sem er mezti kostnaðarliður við framleiðsluna, hefur því að allverulegu leyti orðið að fara fram 'á ógreiðfærum útengjum þar sem ekki verður komið við öðru en handverkfærum einum. Búfróðir menn ha'fa séð það fyrir löngu að heyskapur á óræktuðu landi borg- ar sig ekki. Því að miða við fóðurgildið verð- ur útheyið miklu dýrari en taðan. Undir- staða þess að búnaðurinn geti borið sig á komandi árum er að hann geti hagnýtt sér nútímavinnuaðferðir, en 'hinsvegar verður ó- víða hægt að koma við nútíma heyvinnuvél- um nema á ræktuðu landi. Enn sem komið er, er langt frá því að 'hið ræktaða land nægi fóðuröflunar þörfinni nú. Auk þess má telja víst að neyzla landbúnaðarafurða innan- lands eigi eftir stórlega að aukast. Þegar kostur verður á að fá þær reglulega í öll- um kaupstöðum og þorpum og verð þeirra með bættum búnaðarháttum getur komizt niður í það, sem svarar til kaups almennings í landinu. Nú er að athuga hvernig við á hagkvæm- astan hátt getum aukið nægilega við rækt- unina, svo fóðuröflunin geti farið alger- lega fram á ræktuðu landi. Það land, sem fyrst og fremst verður tekið til ræktunar á komandi árum, eru mýrarnar. Ber þar tvennt til. Það fyrst að mýrarnar eru langsamlega víðáttu mestar af því óræktaða landi, sem möguleikar eru að rækta. Svo og að þær eru sérlega frjóar. Sökum þess hvað mýrarnar eru blautar, þá eru þær ekki til- tækilegar til ræktunar fyrr en þær hafa verið ræstar fram og þurrkunin orsakað í þeim efnabreytingu, sem gerir túngrösum mögu- legt að þróast. Framræslan er geysilega mikið verk, og tekur alllangan tíma, eigi minna en 2—3 ár. Fram á síðustu ár hefur þurrkun mýranna verið næstum því óleysanlegt viðfangsefni, sökum þess að bændur liafa ekki átt kost á sæmilegum verkfærum. Lengi vel notuðust þeir við handverkfæri, en vinnan með þeim sóttist mjög seint og var dýr. Með nútíma kaupi má óhætt fullyrða að grafinn tenings- meter í skurði, sem er 2 m. á dýpt, mundi árroði 1 5

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.