Árroði - 01.02.1947, Side 16

Árroði - 01.02.1947, Side 16
kosta 6,00 kr. Eftir 1940 voru fyrstu vél- arnar, sem hægt er að nota við framræslu til túnræktunar, fluttar inn. Þá fyrst sáu menn hilla undir þann möguleika, að sigrast mætti á mýrunum og breyta þeim í tún og grænar grundir. Með innfluttningi þessara véla var stigið mikið skref i áttina til þess að fóður- öflunin gæti farið fram á ræktuðu landi, því milli nothæfni þeirra og handverkfæranna er geysimikið djúp staðfest. Sú reynsla, sem við höfum fengið af þessum skurðgröfum, er yfir- leitt góð, enda 'þótt þær séu ekki afkasta- miklar miðað við stærstu framræsluvélar. Sá mikli galli er á vélum þessum að miklum erfiðleikum er bundið að flytja þær milli staða, sökum þess hvað þær eru 'hæggengar. Ganghraði þeirra er 1 til 2 km. á klukku- stund. Þetta er mjög bagalegt, sökum þess að við búum við það fyrirkomulag á rækt- unarmálunum að rækta út frá því ræktaða landi, sem til er, en dreifbýlið er svo mikið að nær hvergi er um samfellt ræktað land að ræða. Afleiðingin verður því sú að vinnu- geta vélanna notast illa, en mikill tími fer í flutninga. Þess er einnig vert að geta, að víða er brettlandi mikið, þar sem áður hefur verið ræktað, en vélar þessar geta sökum byggingarlags ekki unnið í neinum veruleg- um halla .Enda 'þótt mikil bót sé að vélum þessum, þá eru þær ekki fullnægjandi lausn á framræsluvandamálinu, svo skjótrar úr- lausnar sem það krefst. Til þess munu lítil líkindi að hægt sé að fá vélar, sem léttari eru og hentugri til umferðavinnu. Hins vegar eru vélar nú framleiddar og notaðar allmikið erlendis, sem eru miklum mun stærri og af- kastameiri en vélar þær er ég hefi nú lýst. Til samanburðar er nóg að geta þess að vélar þær, er við nú höfum, grafa ca. 60 lengd- armetra á dag til jafnaðar í skurði, sem er 2 m. á dýpt, en hinar vélarnar munu grafa l'A til 2 km. á dag í skurði, sem er 1,80 m. á dýpt. Kostnaður við gröftinn með þeim fyrr- nefndu mun vera 1.30 ti'l 1.40 kr. á tenings- meterinn, en óhætt mun að gera ráð fyrir samkvæmt þeirri reynzlu, sem erlendis er fengin af hinum vélunum, að grafinn ten- ingsm. muni kosta fjórum til fimm sinum minna. Hver maður sér að þessar vélar koma ekki til greina þar sem um umferðavinnu er að ræða, til þess eru þær of þungar, en til þess að vinna samfelld landsvæði eru þær hinir mestu kjörgripir. Þetta gefur tilefni til að íhuga lítilsháttar ræktunar fyrirkomulagið einsog það er og hvort vænta megi góðs af breytingum á því. Eins og áður er á drepið þá biium við í strjálbýli og nær hvergi er hægt að tala um sam'fellt ræktað land. Við bÚLÍm við einstaklingsræktun, hver bóndi hefur ræktað þar sem honum þótti hag- anlegast og hefur það venjulega verið út frá því sem áður var ræktað. Afleiðingin af þessu fyrirkomulagi er geysilegur flutningur milli staða á verkfærunum, sem orsakar að vinnu- geta þeirra nýtist illa, vinnuafköstin verða minni en annars mundi og hver verkeining dýrari. Hinsvegar á þetta fyrirkomulag mikið til síns máls, t. d. í nálægð við góð beiti- lönd. Þar hagar víða svo til að um samfelld ræktarlönd er ekki að ræða. Beitilandið gerir jarðir þessar byggilegar. Þar á verandi skipu- lag við og verulegar breytingar tæpast hugsan- legar. Víða í sveitum eru víðáttumiklar sam- felldar mýrar. Þar sem svo hagar til er mjög ákjósanlegt að koma við samfellclri þurrkun og ræktun, sem fleiri eða færri bændur væru í félagi um. Þar muncli hægt að koma við hinum stórvirkustu vélum, en vitað er að á engan annan liátt verður þurrkunin ódýrari né tæki skemmri tíma. Þetta fyrirkomulag gerir einnig kleift að nytja vinnugetu verk- færanna til fulls, þar sem flutnings-vanda- 1 6 ÁRROÐI

x

Árroði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.