Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 17

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 17
Útlendingar á íslandi Eftir að samgöngur hófust að nýju við Norðurlönd að stríðinu loknu, hófst straum- ur erlendra manna og kvenna í atvinnuleit til landsins. Flest af þessu fólki kom frá Danmörku og Færeyjum og nokkuð frá Noregi og Svíþjóð. Síðan í júlí-mánuði 1945 hefur straumurinn verið óslitinn að kalla má, þar til nú síðustu mánuðina að nokkuð hefur dregið úr aðstreyminu. Talið er að yfir 3000 útlendingar 'hafi verið hér þegar flest var, en nú eru þeir nokkuð færri, þv! mjög margir ha'fa farið með síðustu ferðum til Færeyja og Danmerkur. Þetta fólk má skilgreina í tvær aðalheildir. Fólk, sem komið hefur í atvinnuleit ein- göngu og 'fólk, sem komið hefur hingað í kynnisferðir til ættingja og vina og dvalið hér um stundarsakir á framfæri ættingja sinna og greitt fyrir sig að verulegu leyti með því að sj'á íslenzkum vinum og ættingj- um farborða á sama hátt í Danmörku. Þessi hópur er stærri en þeir sem í atvinnuleit hafa komið eingöngu. Þá 'hefur nokkuð borið á því að til landsins leiti fyrrverandi her- menn, sem giftir eru íslenzkum konum. Sam- kvæmt samningi við Dani hafa allir danskir þegnar jafnréttisaðstöðu hér við lslendinga, e’f þeir komu til landsins fyrir 5. marz s. 1. Fólk það, sem komið hefur i atvinnuleit eingöngu, er nokkuð á 2. þúsund manns, þó sennilega ekki mikið yfir 12 hundruð, en það fólk, sem unnið hefur hér að staðaldri, var varla meira en um þúsund manns, þegar það var flest, en er nú mun færra. Þetta fólk hefur -skipzt í flestar greinar atvinnúlífsins frá vinnukonum til verkfrað- inga. Fjölmennastir hafa byggingaverkamenn og byggingariðnaðarmenn verið, næstar eru sennilega vinnukonur og ýmisskonar járn- iðnaðarmenn og aðrir handverksmenn. málið er úr sögunni. Félags-þurrkun ok rækt- un hefur lika marga aðra kosti framyfir ein- staklings ræktunina. Afleiðingin af henni mundi verða þéttari byggð, en þeim mun þéttari, sem byggðin er, því auðveldara á fólk- ið í sveitunum með að bagnýta sér ýmiss- koiiar þægindi, svo sem síma, rafmagn og betra og tryggara samgöngukerfi. Auk bættra skilyrða til félagsstarfsemi. E£ hið knýjandi framræsluspursmál á að fá viðunandi úr- lausn, þá er enginn efi á því að við þurfum á báðum þeim framræsluvélum að halda, sem hér hefur verið sagt frá. Þeim stóru, afkasta- miklu til þess að þurrka hinar víðlendu mýrar í ýmsum sveitum landsins og hinar til að ræsa fram þar sem ekki er um samfelldar lendur að ræða. Breyttar vinnuaðferðir hafa oft í för með sér að nauðsynlegt er að gera nokkrar breyt- ingar á fyrirkomulaginu. Það er mjög at- hugandi hvort slíkt er ekki einmitt nauðsyn- legt hjá okkur nú. Sem stendur er nóg að vinna fyrir alla í kaupstöðunum, en vart getur það orðið alltaf, ef sveitirnar tæmast. Það er því hagur alls vinnandi fólks í landinu að sveitirnar blómgist, svo fólkið flytji ekki úr sveitum fram yfir það, sem nú er. ÁRROÐI 1 7

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.