Árroði - 01.02.1947, Síða 19

Árroði - 01.02.1947, Síða 19
sig hafa iðnréttindi, sem íslendinginn vantar. Þessa eru nokkur dæmi. I stað hinna erlendu verkamanna ætti að kaupa fullkomnar vinnuvélar og láta íslenzka verkamenn vinna með þeim og bæta á þann hatt vinnuafköstin. T. d. ætti það aldrei að sjást að 6—8 menn moki með skóflum á bíl, eða allt að 10 menn bisi við að færa til þunga hluti, sem 2 menn geta auðveldlega farið með, með litlum krana. Um hið erlenda vinnukvennahald er það að segja að nóg er af íslenzkum stúlkum til að vinna hússtörfin ef þær fengjust til þess. Og er það undarlegt hvað fáar stúlkur vilja vinna hússtörf, sem eru þó oftast betur borg- uð en önnur kvennavinna og þar að auki er stúlkum sú vinna lífsnauðsynlegur skóli undir það lífsstarf, sem þær keppa flestar að, það er húsmóðurstaðan, sem er virðulegasta og vandsamasta starfið í þjóðfélaginu. Vart er hægt að svara þeim kvenkenjum íslenzkra kvenna að vilja ekki vera vinnu- konur, með því að hrúga inn í landið er- lendum kynsystrum þeirra. Framleiðsluhættir landsmanna eru þannig, að víðast er atvinna nokkuð mismunandi, eftir árstíð, og víða í kauptúnum og kaup- stöðum er atvinnuleysi á haustin og fram eftir vetri. T. d. var það mikið atvinnuleysi á Isafirði í nóvember og des. s. 1. að at- vinnubótavinna var hafin þar í stórum stíl, líkt er atvinnuástandið víða um land. A sama tíma var eftirspurn eftir verkam. það mikil í lleykjavík, að flestir höfðu nóg að gera og vinna var til fyrir mörg hundruð út- lendinga. Frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar er eitlhvað bogið við þetta ástand. Hagkvæmara virðist að sækja menn til Isafjarðar, eða annarra staða hérlendis þar sem atvinnuleysi er, og kom'a þeim í vinnu í Reykjavík, heldur en að sækja útlendinga mörg þúsund mílur út í heim og fvlla með þeim vinnumarkaðinn. Ýmsir örðugleikar væru á slíkum verkafólksflutningum innan- lands, en þó eru þeir vel yfirstíganlegir. 1 því augnamiði þarf að koma upp öflugri og samræmdri vinnumiðlun fyrir allt landið. Á þeim stöðum, þar sem mikil árstíða-vinna er, þarf að koma upp verkamannabúðum þar sem komumenn gætu fengið húsnæði við sanngjörnu verði. Til bráðabirgða mætti nota hermannaskála, 'hér í Reykjavík. Eðlilegt væri að Ríkisskip og Eimskip flyttu verkamenn í atvinnuleit endurgjaldslaust á milli hafna. Hættan á því, að þetta drægi verkafólk utan af landi til Reykjavíkur, er ekki mikil, sakir húsnæðisvandræðanna í bænum. Vera hins erlenda verkafólks hér á landi, er ekki að neinu leyti æskileg og má ekki líðast nema í ýtrustu þörf. En gjörnýting hins íshnzka vinnuafls er stórt nauðsynjamál, sem v.rður að leysa, bæði með bættri vinnumiðlun og stóraukinni notkun vélaafls. Framtíðartak- markið hlýtur að vera að öll þjónusta á Islandi verði framkvæmd af Islendingum eingöngu. S. E. Ó. Blaðavísa. Gífurlegt er Moggans mont, mögnuð Tímans lýgi. Alþýðublaðið verra en vont og Visir í gáfnafríi. Frúin fégjarna. Frúin seldi flestum ket, fjölguðu kunningjarnir. Fyrir aura allt hún lét eins og Gyðingarnir. x. x. ÁRROÐI 1 9

x

Árroði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.