Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 20

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 20
Ekki ölmusur, heldur fækifæri Úr The Progressive. Eftir William F. Mc. Dermott. George Barr, ungur efnafræðingur, sem vann hjá fyrirtæki í St. Paul í Ameríku, missti fótinn fyrir 9 árum síðan og atvinn- una um leið. Honum tókst ekki að fá aðra vinnu, svo hann byrjaði á eigin spýtur. Nú framleiðir lyfjavöruverksmiðja hans í Chicago vörur fyrir 5 millj. dollara á ári og við hana vinna 147 karlar og konur — þar af 130 svo alvarlega fötluð, að þau virtust dæmd til að eyða lífinu í iðjuleysi og ófrelsi. Þau fá há laun og ágóðahluta að auki. Hann sagði við mig: „Það er mjög ánægju- legt íhve fatlað fólk getur leyst mörg verk prýðilega af hendi. Sé það á réttum stað, af- kastar það meiru en þeir, sem heilir eru. Maður, sem notar hækjur, fær sterka hand- leggi og herðar og á auðveldara með að stjórna erviðum vélum en venjulegur maður, og blindur maður, sem vanur er að lesa blindra- skrift, á hægra með að leysa af hendi verk, sem krefjast næmleika í fingurgómunum". Ef þú kemur i heimsókn til G. Barr & Co., þá varar George þig við því, að láta nokkra meðaumkun eða vorkunnsemi í ljós við fólkið. „Það hvorki þarf eða vill neitt slíkt“, segir hann hreykinn. Og þú finnur það líka brátt; fólkið er leiftrandi af glað- lyndi og góðu skapi. Við eitt hreyfiborð eru 25 karlar og konur blind. Fingur þeirra þjóta skjótt og öruggt og þau kastast á glensi og gamanyrðum. Við annað langt borð eru 30 daufdumbir, andlitin ljóma af áhuga, þegar þeir „tala“. Og hér eru 15 karlar og konur, sem misst hafa handlegg eða fót; nokkrir, sem misst hafa annað aug- að. Þau stjórna vélum, vinna við hreyfiborð, vegna, mæla, búa um og flytja til vörurnar, og vinna skrifstofustörf, eins vel og oft betur en ófatlaður meðalmaður. Fyrirtækið speglar persónuleika hins 32 ára gamla forstjóra. George Barr fékk heið- ursverðlaun frá háskólanum í Wisconsin 1933. Þremur mánuðum eftir að hann fékk sína fyrstu atvinnu missti hann fótinn í bíl- slysi. Hann fékk gerfifót og lærði að ganga óhaltur; nú þýtur hann um við verk sitt eins og hvirfilbylur. Vegna fötlunar sinnar gat Barr ekki fengið vinnu, en hann vildi ekki gerast skrifstofu- þræll. Hann fann upp nýja forskrift að hár- liðunar-meðali, bjó það til á nóttunni og á daginn heldi hann það snyrtistofum og verzl- unum. Hann fékk daufdumban mann, Mitchell Echikovitz, til að vinna með sér. Salan óx og George og Mitchell þurftu á þriðja manni að halda. Mitchell þekkti atvinnulausa, dauf- dumba stúlku, og hún var fengin til að líma miða á flöskur. Hún vinnur enn hjá félaginu — og er nú gift Mitchell. Eftir fjögur ár framleiddi fyrirtækið marg- ar tegundir af lyfjum og snyrtivörum og við það unnu 18 manns, allir daufdumbir. Þá var það einn dag, þegar George var að vinna 20 ÁRROÐÍ

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.