Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 21

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 21
við vélina, sem límdi miðana á, að hann veitti því athygli að ekki þurfti nema einn fót til að stíga á fótskörina. Hann réði þá strax einfættan mann, og síðan hefur hann ráðið við fyrirtækið fatlað fólk. Við símann hjá Barr & Co. situr alúðleg, brosandi stúlka, sem ekki lítur út fyrir að vera fötluð. En í horninu hjá henni rekur þú augun í hækjur. Fótalaus maður sér um vél, sem hellir meðali í skálpa. 35 ára gamall verksmiðju-verkamaður, sem missti sjónina fyrir þremur árum, vinnur nú fyrir hærra kaupi en á meðan hann sá. 32 ára gömul stúlka, fædd blind, byrjaði að vinna fyrir þremur mánuðum. Það er í fyrsta sinn, sem hún hefur fengið verk að vinna, og hún er glöð og hamingjusöm, eins og barn vfir nýju leikfangi. Þegar Barr fréttir um fatlað fólk, sem ekkert starf hefur getað fengið, segir hann: „Komið með þau“, og hann reynir að finna störf við þeirra hæfi. Barr veitist auðvelt að halda siðferði og félagslyndi í bezta lagi í verksmiðjunum, því fatlað verkafólk óskar einskis frekar en að geta unnið fyrir sér. Vanmáttarkennd sú, sem það finnur til innan um heilt fólk, hverfur á meðal annarra fatlaðra. Þessvegna ráðleggur Barr öðrum að láta fólk, sem fatlað er á svip- aðan hátt, vinna samskonar störf og í flokk- um saman. Ekki einn af 'hverju hundraði verkamann- anna hættir starfinu. Forföll frá vinnu er aðeins hálft prósent. Verkafólkið kemur stundvíslega til vinriunnar og vinnur „allan tímann". Slys koma mjög sjaldan fyrir, því hinir fötluðu hafa lært að fara gætilega. Mikið af framleiðslu verksmiðjanna nú, er lyfjavörur til hernaðarþarfa. Þó hefur framleiðsla á hinum 35 tegundum, sem fram- leiddar eru til heimanotkunar, tvöfaldast á síðastliðnum tveimur árum. „Á friðartímum eru nægileg verkefni fyrir hvern einasta fatlaðan mann, svo að hann geti unnið fyrir sér“, sagði Barr. „Þeir munu vinna fyrir launum sínum. Verði þeir látnir búa við aðgerðaleysi, þá verða þeir til þyngsla vandamönnum sínum, eða ríkinu. Litla verksmiðjan okkar hefur veitt 30 blind- um mönnum, sem lifðu á styrkjum, atvinnu, og sparað þannig Illinois-ríki meira en 10 þús. dollara á ári. Margfaldið þetta nokkur þúsund sinnum, og þá fer það að verða nokkuð, sem dregur“. Þegar félagið hlaut „E“-verðlaunin, frá landher og flota, fór fram sérstæð athöfn. Verðlaunin voru afhent af óbreyttum her- manni á hækjum, hafði hann misst annan fótinn við Anzio. Tveir daufdumbir, blind- ur drengur og einhent stúlka, veittu þeim móttöku fyrir félagsins hönd. Blindi dreng- urinn flutti þakkarræðuna og var hún þýdd á fingramál vegna hinna daufdumbu. Verkamenn Barrs eru vissir um, að störf þeirra vísi veginn til sjálfsbjargar og ham- ingju fyrir fjölda fatlaðra manna úr stríðinu. Þeir fullyrða, að vilji framleiðendurnir gefa hinum fötluðu — ekki ölmusur, heldur tæki- færi, þá muni sýna sig að þeir séu til margs nýtir. Og það lítur út fyrir að George Barr og verkafólk hans hafi sannað þetta. S. K. þýddi. Helgu-vísa. Eg elska þig, Helga, um helgar, því, Helga, þig tigna ber. Og þvi vil ég helga þér, Helga, helgasta blettinn á mér. ÁRROÐI 21

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.