Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 22

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 22
ADAM DAN: Þegor bréfin brunnu Einmana sat gamla jómfrúin í eyðilega herberginu sínu. Að handan, frá andbýl- ingahúsinu, hljómaði hljóðfærasláttur. Glugg- arnir stóðu opnir. Inni var fólkið safnað saman; þar var söngur og glaumur, dans og skemmtanir. Ríki bankahluthafinn var að halda brúðkaup dóttur sinnar. Hún var yngsta barnið hans og henni unni 'hann mest, og nú var hún að halda inn á braut auðs og frægðar. „Já, þarna er hamingja og gleði;“ sögðu áhorfendurnir í kirkjunni, — á'heyrendur voru þar fáir. „Þarna er hamingja“, mælti fólkið, sem gekk fram hjá 'hinu skrautlega húsi. Og gæfan var þarna. Hún ómaði í söngnum og ræðun- um og ljómaði í hinum yndisfögru augum brúðarinnar. En yfir í stofunni sinni sat gamla jómfrúin. — Reyndar var hún nú ekki gömul, en stúlka, sem er örðin 40 ára, má ætíð búast við því að verða kölluð gömul jómfrú. A borðinu fyrir framan hana lá stór bréfahrúga. Sum þeirra voru úr smágerðum, rósrauðum pappír, og mörg þeirra voru merkt útlendum póststimplum. Svo ótal sinnum hafði hún Lesið þessi bréf og hjarta hennar slegið ótt og títt, er hún las hinar ljúfu ástarjátningar og andríka hugarflug þeirra! En nú áttu þau að fórnast og eldurinn að eyða þeim. En það særði hana, því séphvert þeirra átti sögu sína og minningu, kæra og hjartfólgna. Hún greip fyrsta bréfið og fleygði því á eldinn. Logarnir léku við það leik dauðans. Hún mundi það glöggt þegar hún fékk það — fyrsta bréfið frá honum. Orðin dönsuðu og léku í 'huga hennar og sveipuðu hana sól- geislum hamingjunnar! — Ljósið slokknað! Sundin lokuð! Allt á enda. Hér var bréf frá landi hinnar ódauðlegu listar, úr átthögum íþrótta og sönglistar. „Þegar við giftumst, kemur þú með mér niður til hinnar sólfögru Italíu, til Róm“, stóð þar skrifað. Hremmið það logar með gló- andi fingrum! Hér er eitt, sem er skrifað á himinbláan pappír. Myrtus og lárviðarlauf fylgdu bréf- inu. „Tvo sveiga skal ég vinna“, stóð skrif- að, „lárviðarsveiginn handa mér — sveig frægðarinnar, og myrtusviðarsveiginn handa þér, sem átt að krýna gæfu mína og gleði. Lárviðarsveiginn vann hann handa sér, en myrtusviðarsveiginn fékk hún aldrei. Hún starði í eldinn. Himinbláa bréfið var nú orðið kolsvart. — Kolsvart! Var það ekki einmitt sá litur, sem æfi hennar bar? Voru ekki allar hinar rauðu rósir lífs hennar löngu dauðar? — Þær sem sprungu út á árdegi æskunnar, upp með húsvegg ömmu hennar, sem skinu lcikandi og blóðrauðar í kinnun- um, þegar hann þrýsti fyrsta munblíða koss- inum á varir hennar; þær sem spruttu upp frá hverri línu í bréfum þeim, sem hann sendi henni frá fjarlægum löndum, þegar hann sagði henni frá ókunnum borgum og allri fegurðinni og töfradýrðinni í umheiminum, frá sigri lista og vísinda, frá löngunum og þránum, sem aldrei yfirgæfu hann, en sungu alltaf ljóðin um hana, sem 'brosti i gegnum tárin og dreymdi um þegar þau sæust næst og mættust aftur, um samveruna unaðssæhi við hlið hennar. 22 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.