Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 23

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 23
Hann vann auðlegð, og hann vann það sem mörgum er meira virði en auður. Hann varð frægur. Nafn hans var útbreitt í blöðurn og fólk nefndi það með lotningu, en skáldin kváðu honum og verkum hans heill og lof. Hann kom heim. En hvað hann var fallegur, stór og karl- mannlegur, þegar hann gekk á meðal vina sinna, sem dáðust að honum og lofuðu hann. Hún sá hann, en hún þorði ekki að heilsa honum, en svo stóð það alveg á sama. Hann átti hana og hún átti hann, það vissi hún vel. Brátt myndi hann koma að dyrunum henn- ar, og sækja hana og flytja hana með sér út í hinn mikla, fagra heim. En yndislegast af öllu yrði þó að búa með honum á heimilinu björtu og hamingjusömu. Dagarnir liðu. Arin hurfu. Stöðugt varð hann frægari og auðugri, en í hjarta hennar dóu allar hinar rauðu rósir vonarinnar, aðeins hin hvítu blóm minning- anna geymdi hún lifandi og vökvaði þau með tárum sínum. Hann ferðaðist í annað sinn og kom aftur, en til hennar kom hann aldrei. „Eg er ekki nærri því nógu góð handa honum“, sagði hún oft. „Eg á hvorki til gá'fur nc atgerfi, sem honum er samboðið, en er það nokkur sem er hans þá verð?“ Það var einskonar hressing í þessari hugs- un. Hann var alltaf ógiftur og hún var að verða gömul jómfrú. En í kvöld kom hann heim, giftur hinni glaðlegu dóttur bankah'luthafans. Þessvegna brenndi hún bréfin. Þessvegna varð æfi hennar að bera skuggalit hinnar húmdökku nætur. Landfarsóttin ógurlega geysar. Læknar standa ráðþrota. Fólkið flýr unnvörpum út á landsbyggðina, en hvað stoðar það, dauð- inn er allsstaðar, hann beygir sig ekki né ber lotningu fyrir frægð né auði. — Klara hjúkrunarkona — eða „systir“ Klara, eins og hún er nú kölluð — er í húsi prófessorsins, sem er umkringt unaðslegum skemmtigarði fram við hinn bládjúpa sæ. Prófessorinn er víðfrægur maður, en land- farsóttin hefir hremmt hann, og á hinu háa, gáfulega enni er skrifuð rún dauðans. I öðru herbergi hvílir konan hans, hin glaðlega, yngsta dóttir bankahluthafans. Klara hjúkrunarkona kemur út frá henni, eftir að hafa breitt náhjúpinn yfir hana. Tvö tár hrynja af augum hennar. Nú stendur hún við legurúmið hans. Hann horfir á hana undr- andi augum. Þung stuna rís upp frá brjósti hans. Hann leitar eftir hendi hennar og horfir fram að dyrunum, í áttina að stofu konu sinnar. „Hún er komin heim“, segir Klara með skjálfandi röddu í hálfum hljóðum. Fleira gat hún ekki mælt, og fell á kné við hvíluna. Hún varð að gráta — leyfa tár- straumnum að brjótast út! — Hann horfir á hana, þegar hún lyftir upp tárvotu andlit- inu. Það var eins og augu hans stækkuðu og yrðu bjartari, og um leið og hann tekur þétt í hendi hennar segir hann: „Faðir vor!“ Hún varð aftur þolgóð og bar fram bæn- ina „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrigefum vorum skuldunautum!“ mæiti sjúklingurinn, starði á hana eitt augnablik og andvarpaði, og þegar hún sagði „amen“ var hann liðið lík. Hjúkrunarkonan fann friðinn streyma að hjarta sér eftir líknarstarfið. Margar voru rósirnar, sem dóu, þegar hún hrenndi bréfin, en rós kærleikans getur aldrei dáið. Eiturloft hússins fyllti hún ilmi sínum, og hinn deyjanda kvaddi hún með hinni sælu ÁRROÐI 23

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.