Árroði - 01.02.1947, Qupperneq 24

Árroði - 01.02.1947, Qupperneq 24
Léttmeti Vísur þær og skrítlur, er hér hirtast, eru flestar teknar úr „Islenzk fyndni“. Gunnar Bjarnason hrossaræktarráSunautur hélt hrossasýningar í Skagafirði. Hann ferð- aðist um á mótorhjóli. Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum var sýn- ingarstjóri, og einhvern tíma mæltist Gunnar ti'l þess við hann, að hann léti nú eina vísu fjúka. Stefán kastaði þá fram þessari vísu: Talaði lítt um tölt og skeið og tilþrif gæðinganna. Sinni mótor-meri reið milli sýninganna. Ort í brennivínsleysi. Um almátt Drottins allt ber vott, undrast ég það hálfur. Já, mikið 'á hann Guð minn gott, að geta skapað sjálfur. Ásgeir Jónsson. huggun fyrirgefningarinnar. Ekki einungis ástina, sem hún bar til mannsins, sem nú var genginn til hinnstu hvíldar, heldur þá elsku sem er öllu æðri — bróðurkærleikann himneska — flutti hún með sér hvar sem hún fór til hinna líf-smáu og visnuðu rósa Blessuð sé kærleikans ódauðlega rós. Medalmennskan. Þér var meðalamennskan veitt, minna af sterkum tækjum. Gazt því aldrei orðið neitt afarmenni í klækjum. Símon Dalaskáld gisti eitt sinn á bæ og svaf einn í stofu. I næsta herbergi svaf heima- sætan einnig ein. Þá orti hann: Auðarbil ég verma vil, Venus dyl ei hita. Okkur skilur þetta þil, þungt er til að vita. Forstjóravísa. Víst er Pálmi verkastór, í vizku ber af öllum. Súðina keypti sá og Þór sökkhlaðin af göllum. Sigurjón Jónsson. Á R R O Ð I Utgefandi: Félag ungra jafnaðarmanna, Reykjavík. Ristj. og áhyrgðarm.: Pétur Pétursson frá Mýrdal. Ritnefnd: Jón Hjálmarsson, Benedikt Björnsson, Jón Ingimarsson. Blaðið kostar í lausasölu kr. 3,00 hvevt hefti. Árgangurinn kostar kr. 15,00 og greiðist fyrirfram. Utkomudagur blaðsins er hinn 15. ann- ars hvers mánaðar (6 hefti í ári). ALÞÝtíUPRENTSMIÐJAN H.F. 24 ÁRROÐI

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.