Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 6

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 6
Eggert Þorsteinsson : Af hverju jafnaðarmenn? Menn hafa veitt því athygli, að nú sem stendur eru flestar ríkisstjórnir nágrannaland- anna með sócialdemokrata, eða jafnaðarmenn í forsæti, einnig á voru landi, Islandi. I fyrstu virðist þetta ekki svo mikilsvert atriði, en þegar menn fara að athuga þetta nánar, komast þeir ekki hjá að spyrja sjálfa sig eitthvað á þessa leið: Af hverju jafnaðar- menn? Hvers vegna hefur það orðið hlut- skipti jafnaðarmanna að skipa ábyrgðarmestu stöður þjóðanna? Það sagði eitt sinn ein- hver spekingur: „Það er vandi að stjórna þjóð í styrjöld en hálfu meiri vandi eftir að styrjöldinni líkur“. Þetta er kjarni málsins. Fólkið treystir jafnaðarmönnum bezt, þegar mest á ríður að vel sé í stjórnartaumana hald- ið. Svo mikið hefur verið treyst á jafnaðar- menn á þessum örlagatímum þessara þjóða og reyndar alls heimsins, að þeim hefur verið falið að mynda stjórn, þótt þeir hafi verið fámennastir að þingmannatölu (sbr. ísland). En þá hlítur einnig að vakna sú spurning meðal okkar, hvað veldur þessu? Og hvað veldur því að eftir stríðið eiga socialdemo- kratar, eða jafnaðarmenn, langmestu fylgi að fagna í löndum eins og t. d. Þýzkalandi? Svarið verður, það er réttlætis og mannúðar- grundvöllur, sem jafnaðarstefnan boðar. Á þeim grundvelli einum er hægt að skapa nýjan og betri heim. Til þess að sjá þetta í réttu ljósi, þurfum við að skyggnast inn í stefnu hinna flokk- anna. Þá er fyrst að taka höfuðfjandann, kapitalismann. Þeir, sem fylgja stefnumálum Sjálfstæðis- flokksins og kjósa þá menn, sem hann hefur á boðstólnum, hugsa áreiðanlega sjaldan til hinnar ströngu baráttu íslenzks verkalýðs síð- ustu þrjátíu árin. Hugsa víst sjaldan um, hve hatramlega sá flokkur hefur frá því fyrsta barizt á móti hverskonar hlunnindum til handa hinni stritandi hönd. 1 upphafi baráttunnar fyrir vökulögunum á togurum sagði frú eins útgerðarmannsins: „Þessir Al- þýðuflokksmenn setja alla útgerð á hausinn með eilífum hlunnindum, sem þeir kalla“. Þessi orð eru ekki mörg, en þetta hef ég vitað bezt líst stefnu þeirra Sjálfstæðismanna. Þessari góðu frú hefur e. t. v. ekki komið til hugar, að með vökulögunum fengust af- köst sjómannanna margfölduð. Það er ofur einfalt að spyrja Sjálfstæðismenn, hvenær hinn háttvirti flokkur þeirra hafi borið fram eina einustu tillögu um bætt kjör fyrir meiri- hluta landsbúa, þ. e .a. s. alþýðuna, nema ef það hefði e. t. v. mátt sjá það í pésum þeirra fyrir kosningar, en þar hefur mátt sjá orð lík þessu: „Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta“. Menn, sem vilja horfa til reynslu liðinna ára komast óhjákvæmilega að þeirri niðurstöðu, að í þessum orðum er lélegur sannleikur. Hin raunverulega stefna Sjálfstæðisflokks- ins er að hrúga fjármagninu á nokkurra 6 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.