Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 14

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 14
neina uppelclisstofnun, sem jafnaðist á við það að vera alinn upp í sveit. En öll úrræði hins opinbera hafa lítt stoð- að og stundum orðið til ills eins. I þau hefur vantað „plan“. Að minni hyggju hafa ung- mennafélög til sveita unnið miklu merki- legra starf til að draga úr flutningi a. m. k. yngra fólksins úr sveitunum heldur en að- gerðir hins opinbera, þótt ekki hafi heldur hrokkið gegn rás tímans. Á undanförnum stríðsárum hefur fólk streymt hvað örast úr sveitunum, svo að aldrei hefur verið jafnknýjandi nauðsyn til aðgerðar og nú, ef nokkuð á að hafast að, en öllum ætti að vera ljóst, að þvi fámennara sem verð- ur í sveitunum, því verr unir fólk þar. Stríðsárin mun hagur bænda hér á landi yfirleitt hafa stórbatnað, þó hafa þeir margir flúið á „rnölina". Það hefur verið vanrækt að gera þeim kleift að afla sér aukinna lífs- þæginda í sveitunum fyrir tekjur sínar. Hið brennandi nauðsynjamál sveitanna er rafurmagnið. Að vísu hefur löggjafarvaldið gert myndarlegt átak þessu til framgangs, en þó er hætt við, að raforkulögin nýju verði alltof seinvirk í framkvæmd. Verður ekki fólkið farið, áður en rafurmagnið kemur? Annað nauðsynjamál sveitanna er, hvernig hægt sé að fullnægja þar félags- og skemmt- anaþörf unga fólksins. Þetta nauðsynjamál dylst mörgum, en það gengur tvímælalaust næst rafurmagnsmálinu að mikilvægi, hvað það snertir að halda fólkinu í sveitunum. II. Ég hef hér á undan haldið því fram, að hið mikla misræmi á lífsþægindum megin- þorra sveitafólks og bæjarbúa væri höfuðor- sök aðstreymisins í bæina úr sveitunum. Hér vil ég bæta annarri orsök við, veigaminni en nýrri af nálinni: óttanum við það, að bætt afkoma bænda á stríðsárunum sé aðeins stundarhagur. Bændur skortir öryggi um af- komu sína. Það sem gera þarf er þetta: 1. Framleiðsla landbúnaðarvara sé fyrst og fremst miðuð við innlendan markað og skipu- lögð með tilliti til framleiðsluskilyrða og markaða. 2. Framlög hins opinbera til ræktunarfram- kvæmda, bygginga, samgangna, rafveitna, verkfærakaupa og símalagninga til sveita sé fyrst og fremst beint til þeirra staða, sem álitnir eru hafa bezt skilyrði til að geta full- nægt kröfum fólks um afrakstur vinnu sinn- ar, lífsþæginda, félags- og skemmtanalífs og menntunar. Það er nokkuð augljóst mál, að íslenzkur landbúnaður verður ekki í náinni framtíð samkeppnisfær á erlendum markaði. Hins vegar .hefur í seinni tíð skapazt allrúmur innlendur markaður, sem á að geta verið tryggur, a. m. k. ef hófs verður gætt um verðlag. Til þess að hagur bóndans verði góður, er ekki hátt verðlag og tryggur mark- aður nægilegt. Bóndinn þarf að geta fram- leitt sem mest af sem beztri vöru með sem minnstum tilkostnaði. Að því ætti fram- kvæmd tillögu nr. 2 hér að framan mjög að stuðla, Sumar sveitir eru bezt failnar til sauðfjárræktar, aðrir til mjólkurframleiðslu og hafa markaðsstaðinn svo að segja við bæj- arvegginn. Samt sem áður eru bændur að hokrast við að reka fjárbú með á slíkum stöðum, þar sem afréttarlönd eru oft hin lélegustu, og valda síðan vöruspjöllum á kjöt- markaðinum með blákroppum sínum og jafn- vel offylla markaðinn. Á hinn bóginn eru svo bændur, í fjarlægari, ágætum sauðfjárræktar- héruðum að kvotlast við að flytja þriggja daga gamla súrmjólk sína á mjólkurmarkað- inn til að bæta sér upp, hve yfirfylltur kjöt- markaðurinn er. 1 4 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.