Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 15

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 15
Sölufyrirkomulag landbúnaðarvara hér á landi er enn í því horfi, að ekki getur verið til frambúðar. Víðast annast kaupfélög og mjólkursamlög dreifingu og meðhöndlan vör- unnar, og neytandinn hefur ekkert um hana að segja nema sem einstaklingur, sem annað hvort verður að kaupa eða ekki, og í raun- inni hefur hann ekki það val einu sinni, því að vöruna verður hann að fá. Sökum þess að kaupfélög hér á landi skoða sig vegna uppruna síns fyrst og fremst umbjóðendur framleiðendanna, komast kröfur neytandans um vöruvöndun mjög lítið á framfæri, og sóðaskapur í meðferð kjöts í sláturhúsum virðist hafa farið aftur í vöxt, síðan farið var að selja það að mestu leyti innan lands. Með- ferð mjólkur í mjólkurbúðum er heldur ekki enn komin í gott lag. Sökum þessa fyrirkomulags á sölu land- búnaðarvörunnar ríkir sífelld tortryggni milli framleiðandans og neytandans, báðum til tjóns, en hvorugum til sæmdar. Þetta ætti að vera auðvelt að laga: Landinu sé skipt í ákveðin markaðssvæði eftir framleiðslu- og markaðsskilyrðum. A hverju markaðssvæði starfi tvö kaupfélög: framleiðendafélag og neytendafélag, sem vera skulu samningsaðiljar um landbúnaðarvör- una. Neytendafélagið kaupi fé á fæti til niðurlags ákveðnu staðgreiðsluverði, sömu- leiðis mjólkina óunna við stöðvarvegg. Við þetta vinnst fyrst og fremst tvennt: Bændur fá vöru sína greidda ákveðnu verði jafnóðum og vita þá að hverju er gengið, í stað þess, að með núverandi fyrirkomulagi fá þeir í bezta falli a. m. k. kjötið fyrst greitt eftir árið. Hins vegar kemur það í hlut neytendanna að sjá um vinnslu og dreif- ingu vörunnar, en þeir leggja auðvitað af hagkvæmnissökum kapp á að gera þann kostnað sem minnstan. Ágóða af rekstrinum má auðveldlega úthluta sem arði til félags- manna og verður þá í rauninni aðeins niður- greiðsla eða uppbót á útsöluverði, sem hefur verið sett of hátt, en í varúðarskyni gert til að lenda ekki í halla. Að sjálfsögðu mynduðu framleiðendafélög með sér samband og einnig neytendafélögin. Hin fyrri myndu örva bænd- ur til sem mestrar framleiðslu, hin síðari til sem beztrar. III. Eg hef hér á undan bent á leiðir, sem að mínum dómi verður að fara til að skapa landbúnaðinum öryggi: Framleiða fyrst og fremst fyrir innlendan markað, framleiða rétta vöru á réttum stað, taka upp breytt sölu- fyrirkomulag varanna og beina byggð sveit- anna með aðgerðum hins opinbera til hentug- ustu staðanna. Hins vegar helzt misræmið í lífsþægind- um, meðan tæknin er ekki tekin í miklu stærri stíl í þjónustu landbúnaðarins. Þar eru höfuðátökin framundan. Rúmgóð, hlý og vel lýst húsakynni með smekklegum, hentugum húsbúnaði, hreinleg útihús, allur heyfengur á véltæku landi, hey- þurrkunarvélar, alls konar búvélar; stórvirkar vélar til ræktunar í hverri sveit; rafurmagn, sími; bíll á hverjum bæ; skóli fyrir börnin í hverju skólahverfi. Þetta eru markmiðin, sem stefna verður að. Oryggið um afkomu bóndans verður hið opinbera að skapa með honum, það verður sömuleiðis að sjá um, að hann geti aflað sér lífsþæginda fyrir tekjur sínar svo sem hent- ugar byggingar og rafurmagn, en til móts við hið opinbera eiga bændur að koma í vel skipulögðu stéttarsambandi um hagsmuna- mál sín og öflugum búnaðarsamtökum. Tak- ist þessi samvinna vel, mun skemmra til fyrrnefndra markmiða en margur 'hyggur. Stór spor í rétta átt er vafalaust raforku- lögin nýju, sömuleiðis lögin um landnám, ÁRROÐI 1 5

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.