Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 17

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 17
Tómstundum sveitafólks hefur víðast hvar fækkaS frá því sem áður var. Veldur því fólkseklan. Þetta gerir það að verkum, að fólk hefur minni tíma til lestrar en var, og skýrir þetta að nokkru þá niðurlægingu, sem lestrar- félög eru víða í nú til sveita. I öðru lagi hefur þetta komið niður á kennslu barnanna, þannig að nú er farskólafyrirkomulagið af öllum talið alls ófært til að veita nokkra full- nægjandi úrlausn, síðan fræðslu heimilanna hrakaði. I flestum tilfellum er svo erfiðara fyrir for- eldra til sveita að kosta börn sín til fram- haldsnáms heldur en foreldra a. m. k. í stærri bæjunum, sökum fjarlægðar skólanna. A hinn bóginn mun það reynsla kennara við framhaldsskóla, að nemendur úr sveit séu að öðru jöfnu betri til náms en nemendur úr kaupstað. Athyglisgáfa þeirra er þroskaðri, námsleiðinn enginn. Skemmtanalíf sveitanna er mismunandi fjölbreytt. Yfirleitt stendur það með mestum blóma í þéttbýli og fólksfleiri sveitunum, enda helzt fólkið betur í slíkum héruðum. Víðast eru það ungmennafélögin, sem bera skemmt- analífið uppi, oft við hinar erfiðustu að- stæður, lélegt húsnæði, erfiðar samgöngur og fámenni. Nokkuð ber þó á því, að ung- mennafélagsskapurinn gerist sums staðar gamlaður kvistur á þjóðarmeiðnum. Vor- gróskan er þorrin. Takist að stöðva flóttann frá landbúnað- inum með öryggi um afkomu og bættum vinnubrögðum, svo að tómstundum fjölgi og afrakstur aukist, munu sveitirnar að mestu leysa vandkvæði sín um blómlegt menntunar- félags- og iskemmtanalíf sjálfar. Þó verður hið opinbera að vera vakandi til aðstoðar og hjálpar. Hér skal þetta nefnt: 1. Hraða þarf sem mest byggingum barna- skóla, en forðast að gera þá jafnlanga og sálar- drepandi eins og kaupstaðaskólana. 2. Framkvæmd sé rannsókn á ástandi lestr- arfélaga um allt land og þeim kippt í gott horf hið bráðasta, þar sem þau eru í vanhirðu. 3. Kirkjan hvetji presta sína til sveita til að gerast forystumenn æskunnar um félags- og skemmtanalíf, (svo og menntun þeirra komi að gagni ,en sé ekki sóað til einkis sunnudag eftir sunnudag í tómum kirkjum. Þannig gætu prestarnir unnið þýðingarmikið og þakkarvert starf, og áreiðanlega kristninni meir til framdráttar en predikanirnar, jafnvel þótt þeir bæru sér aldrei í munn orðin Jesús, Kristur eða guð almáttugur. Og hver veit nema kirkjan hætti þá að vera sá steingerv- ingur í þjóðlífi voru, sem hún er nú orðin?) 4. Ungmennafélögin njóti meiri örvunar frú hendi hins opinbera til starfsemi sinnar, t. d. séu erindrekar sendir á milli þeirra, þeim til leiðbeiningar og hvatningar. 5. Menntunarskilyrði æskulýðsins séu gerð sem jöfnust um allt land. Ýmis fleiri ráð mætti telja, en hér verður staðar numið. V. Hér á undan hef ég gert að umtalsefni, hvað gera bæri landbúnaðinum til eflingar: Auka öryggi bóndans um afkomu sína, auka afrakstur hans með aukinni tækni og skyn- samlegri framleiðsluháttum, og gera honum loks sem auðveldast að breyta bættri afkomu sinni í aukin lífsþægindi, veraldleg og andleg. Flestum, sem um landbúnað rita, verður tíðræddast um bætta afkomu, en skorti ör- yggið og lífsþægindin til jafns við aðrar stéttir þjóðfélagsins, er svonlaust um, að fólkið uni til lengdar við landbúnaðinn, flóttinn heldur áfram á mölina — í þægindin. Eg gat þess í upphafi þessarar greinar, að íslenzka þjóðin ætti sér mörg ævintýri um árroði 1 7

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.