Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 25

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 25
afsögðu það með öllu, að ræðumenn frá F. U. J. fengju að koma þar fram. Á sama tíma og F. U. J. var með fundina í Reykjavík, stóð S. U. J. að fundum í Ffafnar- firði, Keflavík og á Akranesi og má með sanni segja, að andstæðingarnir hafi staðið rökþrota og mállausir frammi fyrir áheyrend- um á þeim fundum. Af því má sjá, að þeim var nokkur vorkun, þótt þeir væru tregir til fundarþátttöku á síðari fundi F. U. J. í Reykjavík. Eins og skýrt hefur verið frá í Alþýðublað- inu fyrir nokkru, hefur F. U. J. enn einu sinni, farið þess á leit við hin pólitízku æskulýðsfélögin í Reykjavík, að þau héldu með sér opinberan æskulýðsfund, þar sem rætt yrði um stjórnmálaviðhorfið. Þessu til- boði hafa þau tekið, en ungir íhaldsmenn bundu sig þó við það, að ræðumenn mætti vera orðnir 35 ára. Inn á þetta var gengið svo þeir mættu hafa þar ræðumenn, því það er mál manna, að lítið mannaval sé hjá Heim- dalli á aldrinum 20—30 ára. Fundartími og staður eru ekki endanlega ákveðin ennþá, þar sem mjög erfiðlega geng- ur, að fá heppilegt fundarhús, og verður síðar auglýst í blöðunum þegar það hefur verið ákveðið. Æskulýðshöll. Það hefur mikið verið ritað og rætt um nauðsyn fyrir Æskulýðshöll í Reykjavík og að vonum. Ungmennafélag Reykjavíkur mun fyrst hafa haft frumkvæði í málinu og boðað fulltrúa frá æskulýðsfélögunum, — að und- anskildum hinum pólitízku — á sinn fund. Á einum þessara funda, sem haldnir voru, var kosin nefnd manna sem átti að vera aðili í málinu fyrir hönd æskulýðsfélaganna við hið opinbera, og gera áætlanir um fyrirkomu- lag hallarinnar. Það var árið 1943, sem þessi fundarhöld byrjuðu, en nefndin mun hafa verið kosin 1944. Eftir þessa nefnd liggur ítarleg greinar- gerð og áætlun urn stærð og kostnað hallar- innar, og öðru virðist hún ekki hafa þokað, því en er ekkert jákvætt í sambandi við fram- kvæmdir. F. U. J. hefur frá byrjun fylgst með gangi þessa máls, eftir því sem unnt reyndizt og þar sem fyrirsjáanlegt var, að málið var liðið, hefur stjórn F. U. J. gripið þar inn í, þótt félaginu hafi hins vegar verið meinuð þátt- taka frá upphafi. F. U. J. sendi því stærstu íþróttafélögunum og pólitízku félögunum fundarboð 5 f.ebr. 1947, til viðræðna um málið. Fundur þessi stóð lengi dags og voru menn síður en svo á eitt sáttir, og kom þar margt í dagsins ljós, sem ekki var öllum kunnugt áður, og verður síðar sagt frá því hér í blaðinu. Niðurstaða þessa fundar varð þó sú, að ákveðið var, að stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur stigi næsta sporið í málinu og boðaði til framhaldsfundar. Var stjórn banda- lagsins gefin hálfsmánaðarfrestur til fundar- boðunar, og er hann nú Iiðinn og hálfum mánuði betur. Yfirleitt kemur mönnum þeim, sem á fundinum voru þetta ekki svo mjög á óvart. En stjórn félags ungra jafnðarmanna, hefur skrifað annað bréf og greinargerð með, til félagana og óskar eftir því, að viðræður verði teknar upp og málinu hrynt í fram- kvæmd. Margir gætu ályktað sem svo, að F. U. J. væri að gera Æskulýðshallar málið hápólitízkt með þessari afskiptasemi sinni, og er því rétt, að taka eftirfarandi fram: 1. Bygging Æskulýðshallar í Reykjavík er fyrst og fremst menningarmál, sem F. U. J. hlýtur að láta til sín taka, þar sem þetta varðar alla æsku höfuðstaðarins, ekki ein- göngu íþróttaæskuna, eða kristileg félög ungra manna, heldur alla æsku, hvort sem ÁRROÐI 25

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.