Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Side 12
Stefán Jónsson Þar sem Ísland verður innan tíðar hluti af Evrópu læt ég fylgja með nokkrar góðar sem ég sá þar 2008. Lond- on: Heimkoman e. H. Pinter, leikstj. M. Attenborough, Trójudætur e. Evrípídes, leikstj. K. Mitchell, Wiesba- den: The Frankenstein Project, leikstj. K. Mundruczó, Berlín: Maeterlink höf. og leikstj. C. Marthaler, Augu Maríu Braun, byggt á Fassbinder, leikstj.T. Ostermeier, Rotturnar e. G. Hauptmann, leikstj. M. Thalheimer, The Ruby Town Oracle, höf. og leikstj. S. Sörensen. Þótt leikhúsið ætti ekkert í dramatískan raunveruleik- ann, fylgja hér 5 athygliverðar og íslenskar í stafrófsröð: 1 Brák Nýstárleg söguskoðun, vel leikið og smekk- lega uppsett. Skallagrímur fær steininn aftur í hausinn. 2 Dauðasyndirnar Yndisleg sýning, mikilvægt efni í lok góðæris sem fær vængi í oddaflugi Raphaels erkiengils. 3 Sá ljóti Umbúðalaus og stílhrein heild, fín leik- stjórn á áhugaverðu verki um að vera eða ekki vera. 4 Steinar í djúpinu Tímabær köfun, köflótt en metn- aðarfull. Harpa náði Beckett-hæðum. 5 Vestrið eina Frábær leikaravinna undir styrkri stjórn. Löðrandi írsk saga um fyrirgefningu, holl fyrir þá sem kunna ekki að skammast sín. P.S. No Dice Frumleg og flott sýning Nature Theater of Oklahoma á Lókal, fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíð- inni hérlendis. Leiklist Höfundur er fagstjóri leikaranáms við Listaháskóla Íslands. 2 1 543 Hulda Stefánsdóttir 1 Tilraunamaraþon Hafnarhússins á Listahátíð var skemmtilega kaótísk opnun á núningsfleti lista, vísinda og fræða og hefði sennilega ekki getað verið öðruvísi. Settar voru fram og skýrðar ýmsar tengingar sem legið hafa í loftinu um tíma. Óviss niðurstaða og margslungin nálgun var meg- inkostur verkefnisins og í henni fólst spennandi uppbrot á sýn- ingarforminu. Það sem virkaði tilgerðarlega var einnig um leið fallega á skjön við stemningu sem að stórum hluta gekk út á af- byggingu og hráleika í framsetningu. Af sýningunni sjálfri eru minnisstæð eldri kvikmyndaverk Errós, textaverk Marinu Abramovitch, rústir húsa sem aldrei urðu í verkum Katrínar Sig- urðardóttur, stjörnuþoka Ivönu Franke og skjálftavirkni Heklu Daggar Jónsdóttur. Enduruppsett innsetning Carlos Cruz Diez, Litamettun í Reykjavík, var mikilvæg tenging samtímahræringa við hugmyndir sem ná a.m.k. hálfa öld aftur í tímann. 2 Á sýningunni List mót byggingarlist tókust frábærir lista- menn á við freklegan arkitektúr Listasafns Íslands. Í völ- undarhúsi Elínar Hansdóttur féll ég endurtekið fyrir blekkingum eigin upplifana og eftir situr sterk reynsla. 3 Og Tjarnarsalur Listasafnsins lá í valnum fyrir magnaðri vídeóinnsetningu Steinu Vasulku. Þetta var ef til vill ár Steinu Vasulku. Sjónþing Gerðubergs í haust staðfesti framsækni hennar og áhrif í íslenskri myndlist í dag. Uppsetning Mörthu Schwhartz, Ég hata náttúruna/Aluminati, á Kjarvals- stöðum var gott verk á réttum tíma. Virkaði ekki síst á sínum síð- ustu dögum þegar verkið hafði veðrast allnokkuð og álið var farið að láta á sjá. 4 Einkasýning Sólveigar Aðalsteinsdóttur í Listasafni ASÍ var vel unnin og eftirminnileg sýning. Ljóðræn heild ljós- mynda, teikninga og þrívíðra hluta sem hverfðust um lík- amlega nánd hluta sem ýmist eru, hafa verið eða hafa aldrei ver- ið. 5 Yfirborðskennd Baldurs Geirs Bragasonar stendur enn yfir í Kling og Bang Galleríi og er áhugaverð opnun á frek- ari möguleika málverksins og samræður þess við hefðina. Sennilega sú sýning sem kom mér hvað best á óvart á árinu. Við lok árs ríkir alger óvissa á Íslandi og allt virðist opið. Í því hljóta að felast tækifæri. Myndlist Höfundur er myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla Íslands. 1 2 5 3 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 12 LesbókÁLITSGJAFAR Fimm bestu Leitað var til fimm álitsgjafa utanblaðs um að velja fimm bestu bækur, kvikmyndir, leiksýningar, myndlist- arsýningar og plötur ársins.Að mati álitsgjafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.