Alþýðublaðið - 06.10.1923, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.10.1923, Blaðsíða 5
 Skrípaleikur meiri lilata í bæjafstjó n. Á næstsíðasta bæjarstjórnar- fundi samþykti bæjar»tjórnin að viðhafa hlutíallskosningu við kjör á tveioi mönnurn í bruaabóta* virðinganafnd, og voru kosnlr þeir Sigvaldi Bjarnason trésmið- ur og Felix Guðmundsson verk- stjóii. Var Feiix kosinn af lista jifnaðarmanna, en Sigv. Bjarna- son af lista meiri hlutans. Einn meirihlutamanna mótmælti h!ut- £al!.skosaingu, en bæjárstjórnin samþykti hana eigi að síður. Milli funda gerðisi það, að settur borgar»tjóri leitar úrskurð- ar stjórnarráðsins um það, »hvort hlutfaliskosning skuli viðhöfð samkvæmt lögum nr. xg, 19. júní 1922, við kosningu tveggja brunabótavirðingamanna, sem kosnir eru af bæjarstjóruinnir. og stjórnarráðið gefur þegar þann úrskurð undirbúoingslítið og án þess áð leita álits forseta bæjarstjórnarinnar, »að þar sem eigi verður annað séð af um- ræðum, sem fram fóru á Alþingi um lagafrumvarpið, en að ætlást hafi verið tií, að hlutfallskosning skyldi aðeins viðhöfð innan bæj- arstjórnarinnar,... getur eigi orðið litið svo á, að brunábótavirðinga- menn . . , beri að kjósa með hlutfallskosningu.c Eins og menn sjá, er úrsku; ð urinn endileysa, enda ástæðulaus, þvi að vitanlega ræður bæjar- stjórnin, hvaða kosninga-aðferð hún viðhefir, nema þar sém annað er ákveðið í lögum, og bætir úrskoaðurinn við, að kosn- ingin »skuli teljsst óiögmæt«, þótt einskis úrskurðar hafi verið beiðst um það. Nú er komið upp, hvers vegna aílur þessi vitlausi gauragangur er gerður. Svo stendur á, að Feíix Guðmundsson er í fram- boði til þingmensku í Kjósar- og Gullbringusýslu, og á »Víst< í gær sést, að þessi skrípaleikur hefir verið leikinn að eins til að spilla fyrir kosningu hans. Þetta sannast berlega, er þess er gætt, ^ að Felix var mótmælalaust í kjöri við næstsfðustu kosnjngu í i e t stn o, hl. ut bá h -lm- jng atkvæða, svo að úr varð að skera með hlutkesti. En þá var Felix ekki heldur í kjöri til Al- þingis jatntramt, og þvf munar. Osvífni útoerðarfélags. Magnús Th. 8. Blondahl beitir ofbeldi menn, er löglegt erindl eiga við hann. Síðastliðið sumar réðst dansk- ur œaður, Aáge Henry StiIIing, sem bryti á togarann »GIað<, sem, eins og kunnugt er, er eign h.f. Sieipnis. Hann átti að selja útgerðinni kost e*tir samningi. Á skipinu voru samtals 23 menn. í haust, er skipið kom hingað til bæjarins, var gert upp á skrif- sfofu félágsins. Kom þá upp úr dúrnum, að 21 menn voru lög- sktáðir á skípið, en 2 hásetar voru óiö^skráðir. Er þetta beint biot á 75 gr. siglingalaganna. Blöndahl neitaði áð greiða fyrir 23 menn, er að eins 21 væru lögskráðir. Þótti brytanum þetta ærið hart aðgöngu, því útgerðin myndi þar ranglega hafa af hon- um tæpar 450 krónur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékk hann engar bætur. Síðast liðinn föstudag kl. 2 fór Stilling í síðasta sinn niður á skrifstofu félagsins. Var með honum Hendrik J. S. Ottósson honum til aðstoðar. Skipstjórinn hafði stefnt Stiiling þangað á þessum tíma til að útkljá málið. — Þegar þangað kom, var hvorki skipstjóri né Sigfús Blön- dahl konsúll, framkvæmdarstjóri félagsins á skrifstotunni, en Magnús Th. S. Blöndahl einn ásamt skrifstofumanni. Spurði hann þá Stilling og Hendrik, hvert værl erindi þeirra. Varð Hendtik fyrir svörum og skýrði það. Kvaðst Blöndahl ekkert hafa við þá að tala; Sigfús ætti að sjá um þetta mál. Sagði þá Hendrik, að manninum hafði verið stefnt þangað, og hann ætti aðgang að skritstofu félags- ins, hvort er fra -ukvæmdarstjór- inn væri við eJa ekki. Rauk MagDÚs þá upp og skipaði hon- um að hafa sig á brott. Hendrik kvaðst ekki fara fyrr, en maður- ion fengi rétt sinn, en vel gæti hann samt farið til lögreglunnar, því þetta tiltæki færi nálægt ákvörðun hegningarlaganna um tilraun til svika. Espaðist Blön- dahl þá svo mjög. að hann rauk á Hendrik og þreif fyrir kverkar honum með formælingum og ill yrðum. Fjórum sinoum rauk hann á Hendrik, reif í hár honum og kverkar til skiftis. Hendrik átti fult I fangi með að verja sig, svo æðisgenginn vsr útgerða- maðurinn. Barst leikurinn um bæði skrifstofuherbergin og út að dyrum. Opnaði Biöndahi síð- ast dyrnar, slepti Hendrik og rauk á brytann og reif í föt hans með skömmum og illyrðum. Þegar það hatði gengið nokkra hrfð, komst bryt'nn út, Kveðst hann oft hafa mætt misjafnri meðferð frá útgerðarrrönnum, en aldrei slíkri sem voniegt er; Lauk þar með viðureign þess- ari. Biöndahl hélt velli, en ekki er hann öfundsverður af því. Nú sbýrast tyrir almenningi ham- farir þeirra feðga s. 1. sumar, er réttarkröfum skipsmanna er svar- að með Hkamlegu ofbeldi á skrlfstofum félagsins. Á. Kvennafundur í Eyjum. Ólafur Friöiiksson boöaði til kvennafundar í Efjum á fimtu- dagskvöldið, og bauð einnig hin- um frambjóðendunum, eu þeir sýndu ekki þá kurteisi að koma. Veður var mjög ilt, en þó komu 70 — 80 konur á fundinn. Ólafur talaði aðallega um bannmálið, og siðast á fundinum bað hann þær konur, Bem vildu fá fullkomið áfengisbann, að standa upp, og gerðu það allar nema 4, en ein stóð upp, þegai leitað var mótat- kvæða. Fór fundurinn hið bezta fram. lsfiskssala. í Englandi hafa ný- lega seit afla Leifur heppni fyiir 1050 og Kári fyrir um 700 sterlingspund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.