Morgunblaðið - 20.02.2009, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.02.2009, Qupperneq 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BARACK Obama nýtur enn mikillar almenningshylli, jafnt í eigin landi sem Evrópu og víð- ar í heiminum. Hann þótti fara vel af stað þegar hann strax á fyrstu dögum sínum í embætti gaf skipun um að fangabúðun- um í Guantanamo yrði lokað og bannaði að beitt væri pynting- um við yfirheyrslur fanga. Einnig hefur hann látið lög- festa reglur um launajafnrétti, sem verkalýðs- hreyfingin studdi ákaft. En efnahagsvandinn hefur verið fyrirferðar- mestur á fundum í Hvíta húsinu, hann yfirskyggir flest annað. Nú segja margir af áköfustu stuðn- ingsmönnum forsetans að hann sé allt of seinn að hrinda af stað margvíslegum umbótum. Aðrir ganga lengra og segja að Obama hafi valdið von- brigum með því að halda í margt af því sem forveri hans, George W. Bush, var fordæmdur fyrir. Fulltrúar stéttarfélaganna eru uggandi vegna tilrauna Obama til að hindra verndarstefnu í við- skiptum, stefnu sem hann segir að geti ýtt enn frekar undir samdrátt í efnahag heimsins. Sömu rök hafa heyrst frá viðskiptaráði Bandaríkjanna, stofnun þar sem repúblikanar eru mun öflugri en demókratar. Ákvæði eru í aðgerðapakka sem þingið sam- þykkti nýlega og kveður á um 787 milljarða doll- ara aðstoð við bandarísk fyrirtæki um að þau njóti forgangs gagnvart erlendum fyrirtækjum. Vandi Obama, sem vill fjarlægja ákvæðin, er að hann naut mikilvægs stuðnings stéttarfélaga í kosning- unum og skilja mátti ummæli hans í kosningabar- áttunni svo að hann væri ekki fráhverfur því að vernda störf í landinu með hömlum á innflutning. Nú er hann rukkaður um efndir. „Hann gaf mjög skýr loforð og ætti að standa við þau,“ segir Arthur Stamoulis, leiðtogi samtak- anna Oregon Fair Trade Campaign. Segir hann að Obama taki nú of mikið tillit til skoðana repúblik- ana. Leiðtogar stærsta stéttarsambandsins, AFL- CIO, taka undir og segja forsetann ekki geta hlaupið frá loforðum sínum. Obama sagður svíkja loforð Í HNOTSKURN »Obama vill ekki afnema bann við stofn-frumutilraunum án samráðs við þingið. Það gæti þýtt miklar tafir. »Áfram verður notast við umdeiltákvæði um ríkisleyndarmál til að meina föngum að lögsækja stjórnvöld. Barack Obama KONA í trúðsbúningi á kjötkveðjuhátíð kvenna, Weiberfastnacht, í Köln í vestanverðu Þýska- landi í gær. Hátíðin markar upphaf götu- skemmtana í heila viku og er hápunkturinn miklar skrúðgöngur á bolludaginn sem er á mánudag. En síðan fer að styttast í páskaföst- una; þá má ekki efna til skemmtanahalds og skorður eru settar við neyslu á mat. Kjöt- kveðjuhátíðir tengjast yfirleitt kaþólsku kirkj- unni en einnig eru dæmi um þær meðal liðs- manna Rétttrúnaðarkirkjunnar í austanverðri Evrópu. Reuters Litagleði í aðdraganda föstunnar FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is UBS, stærsti banki Sviss, hefur samþykkt að greiða bandarískum yf- irvöldum 780 milljónir dollara og af- létta leynd af reikningum banda- rískra auðmanna vegna ásakana um að bankinn hafi hjálpað þeim að skjóta eignum undan skatti. Samkomulagið er talið geta mark- að upphafið að endalokum aldagam- allar bankaleyndarhefðar í Sviss og geta haft víðtækar afleiðingar fyrir aðra banka og önnur lönd sem hafa veitt auðkýfingum skattaskjól. UBS-bankinn viðurkenndi að hann hefði aðstoðað bandaríska auð- menn við skattaundanskot og féllst á að greiða 780 milljónir dollara, tæpa 90 milljarða króna, gegn því að bandarísk yfirvöld féllu frá ákæru á hendur bankanum. Bandarískir sak- sóknarar hafa rannsakað mál um 19.000 viðskiptavina bankans og fjármálaráðherra Sviss sagði í gær að bankinn hygðist veita upplýs- ingar um innstæður 250 til 300 Bandaríkjamanna. Fréttaskýrendur segja að sam- komulagið verði til þess að auðmenn geti ekki lengur treyst á banka- leyndina í Sviss og það marki því endalok bankahefðar sem rekja megi aftur til miðalda. „Svisslend- ingar segja að þetta séu endalok svissneskrar bankastarfsemi eins og við þekkjum hana,“ hafði The New York Times eftir Jack Blum, sér- fræðingi í skattamálum. Stefndi bönkunum í hættu Svissneska dagblaðið Neue Zürcher Zeitung lýsti samkomulag- inu sem „uppgjöf“ af hálfu bankans og svissneskra stjórnvalda. „Þetta er stórslys fyrir helstu atvinnugrein- ina í Sviss, það er að segja fyrir bankageirann,“ sagði svissneski lög- fræðingurinn Charles Poncet, fyrr- verandi þingmaður, í útvarpsviðtali. Samkvæmt svissneskum lögum geta bankar aðeins veitt yfirvöldum upplýsingar um reikninga ef eig- endur þeirra eru taldir hafa gerst sekir um skattsvik, en ekki und- anskot. Ólíkt Bandaríkjunum varða skattaundanskot ekki við lög í Sviss. Svissneska fjármálaeftirlitið, FINMA, fyrirskipaði UBS að láta bandarískum yfirvöldum í té upplýs- ingar um reikningana til að koma í veg fyrir ákæru sem hefði getað stefnt öllu svissneska bankakerfinu í hættu. „Slíkar ákærur gætu haft mjög harkalegar afleiðingar fyrir UBS og greiðsluþol bankans og að lokum stofnað tilvist hans í hættu,“ sagði í tilkynningu frá FINMA. Bandarísk yfirvöld telja að bank- inn hafi aðstoðað auðmenn og fyr- irtæki við að skjóta eignum að and- virði alls um 20 milljarðar dollara, 45.000 milljarðar króna, undan skatti, m.a. með því að stofna reikn- inga í nafni gervifyrirtækja. Þeir hafi þannig komist hjá sköttum að andvirði 300 milljónir dollara, jafn- virði 34 milljarða króna, á ári hverju. Bankaleyndin fyrir bí? Stærsti bankinn í Sviss samþykkir að láta bandarískum yfirvöldum í té upplýs- ingar um leynireikninga auðmanna sem reyndu að skjóta eignum undan skatti Búist er við að lönd á borð við Þýskaland, Bretland og Frakkland fari að dæmi bandarískra yfirvalda og blási til herferðar gegn skatta- skjólum í löndum eins og Sviss. Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, hyggst beita sér fyrir því að settar verði reglur sem nái til allra landa heims, til að koma í veg fyrir skattsvik og und- anskot, að sögn breska dagblaðs- ins The Guardian í gær. Blaðið áætlar að helstu iðnríki heims verði af skatttekjum að and- virði alls 100 milljarða punda, rúmir 16.000 milljarða króna, á ári hverju. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýska- landi og fleiri Evrópulöndum beina einkum sjónum sínum að Sviss í þessum efnum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur hins vegar nefnt Cayman-eyjar sem helsta skattaskjól bandarískra fyr- irtækja og auðmanna. „Á Cayman- eyjum er bygging sem á að hýsa 12.000 bandarísk fyrirtæki. Ann- aðhvort er þetta stærsta bygging í heiminum eða mestu skattsvik heims, og við vitum hvort það er.“ Alþjóðleg herferð gegn skattaskjólum NEYSLAN hefur snarminnkað og verður lítil um langt skeið, fasteignaverð mun lækka um 10%, störf munu tapast og laun hækka lítið. Þetta segir í spá norskra hag- fræðinga sem hagstofan í Ósló kynnti í gær. Gert er ráð fyrir meiri samdrætti en áður hafði verið spáð. „Við sjáum að það er stutt í efna- hagslægð,“ sagði einn hagfræðing- anna, Torbjørn Eika, í samtali við Aftenposten. „Hún verður lengi við lýði en viðsnúningur verður árið 2011. Lægðin verður dýpri en 2003 en ekki jafndjúp og sú sem herjaði á tíunda áratugnum.“ Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi fari í 4,7% árið 2010 sem merkir að um 125.000 manns verða án vinnu. Einkum verður mikið um atvinnu- leysi í iðnaðarframleiðslu og bygg- ingariðnaði. kjon@mbl.is Spá efna- hagslægð í Noregi ÞRÍR menn, sem sakaðir voru um að hafa aðstoðað við morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Polítkovs- kaju 2006, voru í gær sýknaðir fyrir rétti í Moskvu. Enn er beðið eftir dómi í máli fjórða sak- borningsins, Pavels Rjagúsovs, undirofursta í FSB, leyniþjónustu Rússlands. Talsmenn mannréttinda- samtaka fullyrða að sjálfir morð- ingjarnir leiki enn lausum hala. kjon@mbl.is Sýknaðir af aðild að morði Anna Polítkovskaja BÆÐI Bandaríkin og Evrópusam- bandið settu fyrir löngu Hamas- samtökin palestínsku á lista yfir al- þjóðleg hryðjuverkasamtök en nú hafa Evrópumenn byrjað beinar viðræður við fulltrúa samtakanna, að sögn The Independent. Breska blaðið segir að tveir franskir öldungadeildarþingmenn hafi fyrir tveim vikum hitt útlægan leiðtoga Hamas, Khaled Meshal, að máli í Damaskus í Sýrlandi. Tveir breskir þingmenn hafi auk þess rætt við fulltrúa Hamas í Líbanon, Usamah Hamdan, fyrir þrem vik- um. Stjórnarerindrekar taka þó fram að fundirnir séu að frum- kvæði þingmannanna, ekki stjórn- valda í löndum þeirra. kjon@mbl.is Rætt við full- trúa Hamas EMBÆTTISMENN í Peking hafa viðurkennt í fyrsta sinn að alnæmi sé nú orðið sá sjúkdómur sem verði flestum að bana í Kína, að sögn The Independent. Áður hafði verið sagt að berklar væru skæðastir en nú er ljóst að nær 7.000 manns dóu úr al- næmi í Kína fyrstu níu mánuði 2008. Heilbrigðisráðuneytið sagði að þar til fyrir þremur árum hefði heildarfjöldi þeirra sem dáið hefðu úr alnæmi verið um 8.000 manns en nú hefði árlega tíðnin fimmfaldast. Opinberlega hefur verið forðast að upplýsa fólk um alnæmi, sagt að sjúkdómurinn legðist aðeins á út- lendinga. En nú er farið að beina áróðri að áhættuhópum eins og fólki sem stundar vændi. kjon@mbl.is Mikið um al- næmi í Kína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.