Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 28

Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 28
28 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Guðmundur Rúnar Guðmundsson Verðlaun fyrir þjóðlegustu mynd ársins Verðlaun fyrir íþróttamynd ársins Verðlaun fyrir skoplegustu mynd ársins Verðlaun fyrir mynd í flokknum daglegt líf Golli Verðlaunafréttir 2008 Morgunblaðið og mbl.is hefur á að skipa harðsnúnu liði blaðamanna og ljósmyndara sem hafa sópað til sín verðlaunum að undanförnu. Blaðamannafélag Íslands verðlaunar árlega fyrir bestu blaðamennsku ársins og Starfsfólk Morgunblaðsins sópar að sér verðlaunum F ít o n / S ÍA Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Þ að verður tjúttað á taum- lausum hraða á töðu- gjaldaballinu í kvöld.“ Svo segir í Söng sveiflu- kóngs í nýjum íslensk- um söngleik, „Töðugjaldadansleik- urinn – sendu mér sms“, sem leikdeild Ungmennafélags Reyk- dæla sýnir í félagsheimilinu Loga- landi í Borgarfirði. Bjartmar Hann- esson, bóndi á Norður-Reykjum og landskunnur gamanvísnahöfundur, samdi textann og Hafsteinn Þór- isson, bóndi og tónlistarkennari á Brennistöðum, gerði lögin. Bjartmar og Hafsteinn sendu tvö lög í dægurlagasamkeppni fyrir nokkrum árum. Hafstein langaði til að nýta þessi lög í leikstarfseminni og prjóna í kringum þau. Nefndi hann það við Bjartmar og for- sprakka leikdeildarinnar. Þeir Bjartmar ræddu málið í einlægni á svokölluðum gleðifundi í lok nóv- ember. „Hann hringdi í mig örfáum dögum síðar og var þá kominn með söguþráðinn,“ segir Hafsteinn. Bjartmar samdi textana inn í sögu- þráðinn og sendi Hafsteini jafnóðum og hann reyndi að hnoða saman lög- um, eins og Hafsteinn kemst sjálfur að orði. Eftir eins og hálfs mánaðar törn var til orðinn söngleikur með átján lögum, auk laga á varamannabekk. „Við misstum bæði af bankahruninu og jólunum, það var verra með jól- in,“ segir Bjartmar. Fullur hestamaður mætir Söngleikurinn gerist á töðugjalda- dansleik í félagsheimili á lands- byggðinni. Höfundarnir vilja ekki staðsetja það nánar en segja að þar séu ýmsir karakterar og uppákomur sem allir kannist við, sem komið hafi á slíkar samkomur. Þar er auðvitað húsvörður sem mikið mæðir á. For- maður kvenfélagsins verður kyn- ferðislega bremsulaus. Um dyra- vörslu sér handrukkari á skilorði. Landsþekktur sveiflukóngur skemmtir tjúttþyrstum ballgestum. Eins og ávallt gerist kemur hinn dæmigerði fulli hestamaður á ballið. Einum er hent út vegna slagsmála, Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Höfundar og bræðurnir úr Geirshlíð Jón Pétursson í hlutverki Guðmundar húsvarðar stendur með vasaklútinn á milli Bjartmars Hannessonar og Hafsteins Þórissonar, þá Guðmundur Pétursson sem drukkni hestamaðurinn og Pétur Pétursson sem leikur útkastarann í nýju leikverki eftir Bjartmar á Norður-Reykjum. Bjartmar Hannesson og Hafsteinn Þórisson misstu af bankahruninu og það sem verra var, jólunum, þegar þeir voru að semja söngleik sem Reykdælir sýna í Logalandi. Grunur leikur á að persónur í leiknum eigi sér raunverulegar fyrirmyndir í sveitinni. Í HNOTSKURN »Töðugjaldadansleikurinn ersýndur í Logalandi. Frum- sýnt var í gærkvöldi. Næsta sýn- ing verður annað kvöld og fleiri sýningar eru í næstu viku. »Um þrjátíu manns koma aðuppfærslunni. „Við erum með fína leikara, góða söngvara, góða spilara og frábæra dans- ara,“ segir textahöfundurinn. Tjúttað á töðugjaldaballinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.