Morgunblaðið - 28.03.2009, Qupperneq 39
Skák 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
23. REYKJAVÍKURSKÁKMÓT-
IÐ sem hófst í Listasafni Reykjavík-
ur sl. þriðjudag markar þau tímamót
að nú er þessi atburður orðinn árleg-
ur, en frá fyrsta mótinu 1964 var það
haldið taktfast á tveggja ára fresti
þar til nú. Reykjavíkurskákmótið er
eftir því sem næst verður komist
elsti reglulega alþjóðlegi viðburðinn
sem tengist nafni höfuðborgarinnar.
Ljóst er að þeir sem stóðu að fyrsta
mótinu í Lídó snemma árs 1964 með
„töframanninn frá Riga“ Mikhael
Tal í broddi fylkingar voru langt á
undan sinni samtíð en stutt er í 50
ára afmælið. Fyrstu mótin voru
haldin í einum lokuðum flokki en árið
1982 var fyrsta Opna Reykjavíkur-
mótið haldið og hefur það fyrirkomu-
lag haldist síðan með einni undan-
tekningu. Opnu mótin hafa margoft
dregið til sín ýmsa öflugustu ská-
menn heims en meðal keppenda síð-
an 1982 hafa verið Mikhael Tal, Efim
Geller, Lev Aronjan, Viktor Korts-
noj, Nigel Short, Alexei Dreev,
Magnús Carlsen, Jan Timman, Oleg
Romanishin, Polgar-systur, Yasser
Seirawan. Samuel Reshevsky, Tony
Miles, Lev Pulgajevskí og Gata
Kamsky svo nokkrir séu nefndir.
Engin sérstök áhersla er í gangi
nú að draga til mótsins nafntogaða
skákmenn. Alls er keppendur 110
talsins og eru tefldar níu umferðir
sem er helst til lítið og fremur ólík-
legt að einhver einn nái að slíta sig
frá öðrum keppendum. Fram-
kvæmdin er til mikillar fyrirmyndar.
Salarkynni Listasafnsins með sitt
hráa „New York-yfirbragð“ mynda
skemmtilega umgjörð um mótshald-
ið og heimasíðan sem Snorri G.
Bergsson hefur mótað er afar skil-
virk. Þó skyggir á hið fullkomna
áhugaleysi flestra fjölmiðla þannig
að jaðrar við þöggun. Af hverju
mótshaldið og skákin almennt þarf
að búa við þetta ástand er óútskýrt.
Eftir þriðju umferð sem lauk á
fimmtudaginn er fimm skákmenn
efstir með 3 vinninga. Íslensku stór-
meistararnir eru nokkrir í námunda
við toppinn: Hannes, Héðinn og
Henrik Danielssen eru allir með 2½
vinning. Af yngri skákmönnunum
hafa þeir Sverrir Þorgeirsson, Helgi
Brynjarsson og Hjörvar Steinn
Grétarsson allir staðið sig vel. Stað-
an efstu manna eftir þriðju umferð:
1.-5. Sebastien Maze (Frakkland),
Manuel Hoyos Leon (Mexíkó), Stu-
art Conquest (England), Daniele
Vocatura (Ítalía) og Mikhailo
Oleksienko (Úkraína) 3 v. 6.-18. Júrí
Shulman (Bandaríkin), Héðinn
Steingrímsson, Henrik Danielssen,
Luis Galego (Portúgal), Nils
Grandelius (Svíþjóð), Michael Mesz-
aros (Slóavkía), Robert Ris (Hol-
land), Alexander Areshchenko
(Úkraína), Sebastian Siebrecht
(Þýskaland), Júrí Kryvoruchko
(Úkraína), Mikhael Marin (Rúm-
enía), Fabien Guilleux (Frakkland)
og Hannes Hlífar Stefánsson 2½ v.
Meðal þeirra sem eru með 2 vinninga
eru Þröstur Þórhallsson, Björn og
Bragi Þorfinnssynir, Guðmundur
Kjartansson, Hjörvar Steinn Grét-
arsson, Ingvar Þ. Jóhannesson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Lenka Ptacni-
kova, Stefán Kristjánsson og
Erlingur Þorsteinsson.
Svíinn Tiger Hillarp Persson hef-
ur margsinnis teflt hér a landi og
hefur verið í mikilli uppsveiflu und-
anfarið. Þess vegna er lítil hætta á
því í framtíðinni að hann verði ein-
göngu bendlaður við eftirfarandi
skák. Ítalinn Daniele Vocatura hlýt-
ur að hafa teflt skák lífs síns á
fimmtudaginn. Margir sem fylgdust
með þessari skák voru sem þrumu
lostnir yfir tilþrifunum. Andi Tals
hefur oft svifið yfir vötnum á
Reykjavíkurmótunum og þá ekkert
endilega meðal þekktustu skák-
mannanna. Tal hefði verið fullsæmd-
ur af skákinni:
Reykjavíkurskákmótið; 3. umferð:
Daniele Vocatura – Tiger Hillarp
Persson
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5
c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Re7 7. h4 Rbc6
8. h5 Da5 9. Bd2 Bd7 10. h6 gxh6 11.
Hb1 O-O-O 12. Hb5 Dxa3
Hér hefur áður verið leikið 12. …
Da4 með hugmyndinni 13. gxc5 b6
ásamt – Ra5 við tækifæri.
13. Hxc5 a6 14. Db1 Kc7 15. c4 b6
16. cxd5 bxc5 17. d6+ Kc8 18.
Hh3 Da4 19. Hb3 Rd5
Í fyrstu hélt ég 19. … c4 væri end-
urbót með hugmyndinni 20. Hb7
Rd5 o.s.frv. en hvítur heldur öllu
gangandi með 20. Hc3! t.d. 20. …
Db4 21. Da2 eða 21. … Db5 22. Da1!
o.s.frv.
20. dxc5 Hdg8?
Reynir að rýma fyrir hróknum.
Best var 20. … De4+! 21. Kd1 Da4+
og skákinni gæti lokið með jafntefli.
Tiger fær ekki annað tækifæri.
21. c4 Rde7 22. Re2!
Mögnuð staða. Hvítur er hrók
undir en undirbýr að koma mönnum
sínum í spilið í mestu rólegheitum.
22. … Dxc4 23. Rc3 Dxc5 24. Re4
Dxe5 25. dxe7!
Ítalinn velur rétta augnablikið til
að hirða riddarann. Hann var þegar
búinn að sjá hinn magnaða 26. leik.
25. … Rxe7
26. Hb8+!!
Tær snilld.
26. … Dxb8 27. Bxa6+ Kc7 28.
Ba5+ Kc6 29. Dc2+
Svarti kóngurinn hrekst nú alla
leið til h5.
29. … Kd5 30. Dd3+ Ke5 31. Bc3+
Kf5 32. Rd6+ Kg5 33. Dg3+ Kh5 34.
Be2+ Hg4 35. Dxg4 mát.
Hver er þessi Daniele Vocaturo?
SKÁK
Listasafni Reykjavíkur
Glæsileg taflmennska á 23. Reykjavík-
urskákmótinu
Morgunblaðið/Ómar
Í þungum þönkum Kristján Örn Elíasson og Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir að tafli á Reykjavíkurskákmótinu.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
nýjar vörur
komnar í hús
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Vorið í Búdapest
23. apríl
Verð frá kr. 49.000 Flug og gisting
Örfá herbergi í boði - fyrstur kemur fyrstur fær!
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir
áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að
verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á allra síðustu sætunum í helgarferð
til Búdapest 23. apríl. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og á vorin
skartar hún sínu fegursta og þá er einstakur tími til að heimsækja
borgina. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að
ógleymdri gestrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða.
Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértilboðum.
Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar
og heillandi menningu.
Verð frá kr. 49.990
- Helgarferð
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á
Hotel Platanus *** með morgunmat. Aukagjald
fyrir einbýli kr. 10.000. Sértilboð 23. apríl.
Gisting á Hotel Tulip Inn *** kr. 4.000 auka-
lega. Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000.
Sértilboð 23. apríl.
Gisting á Hotel Promenade ***+ kr. 10.000
aukalega. Aukagjald fyrir einbýli kr. 13.000.
Sértilboð 23. apríl.
Gisting á Hotel Novotel Centrum ****
kr. 14.000 aukalega. Aukagjald fyrir einbýli
kr. 13.000. Sértilboð 23. apríl.
Hotel Platanus ***
Hotel Tulip Inn Millenium ***
Hotel Promenade ***+
Hotel Novotel Centrum ****
Ótrúleg sértilboð!
Þriggja nátta helgarferð
á einstökum tíma!