Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 52

Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 52
52 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009  Mest spilaða lag landsins í dag er „Í hjarta mér“ með Egó. Það verð- ur að teljast athyglisvert, miðað við yfirreið sveitarinnar í eina tíð og miklar vinsældir, að þetta er í fyrsta skipti sem lag með sveitinni nær toppsæti á vinsældalista. Það eru því breyttir tímar eins og ein vinsæl hljómsveit söng með hárri raust í upphafi níunda áratugarins. Egó á toppinn ... loksins Fólk … með mynd sína A Good Heart. Og spútniksveitin Hjaltal- ín flytur lokalag hennar, sem verður útgáfa af lagi Slow- blow, „Very Slow Bossanova“, en sveitina skipa þeir Dagur og Orri Jónsson. „Ég kláraði hana bara í gær,“ segir Dagur. „Við vorum að ganga frá hljóði og svoleiðis. Hún var svo send út í dag, en við erum að fara að kynna hana fyrir kvik- myndahátíðarhöldurum. Hernaðaráætlunin miðar að því að frumsýna hana á einhverri góðri hátíð.“ Dagur segir það eðlilega hafa verið góða tilfinningu að binda lokahnútinn á myndina, en gerð hennar hefur nú tekið fjögur ár. „Myndin tók vissulega lengri tíma en áætl- að var,“ segir Dagur. „Tökur áttu að hefjast 2004 en hófust svo ekki fyrr en vorið 2008. Þessi biðtími var um margt sérkennilegur, ég renndi svolítið blint í sjóinn með það að taka upp í Bandaríkjunum og þar eru leikreglurnar allt aðrar en hér á landi og í Evrópu. Mað- ur er vanur að hugsa í dögum, í mesta lagi vikum hér heima en þarna hugsa menn í mánuðum, jafnvel árum.“ Dagur segist búinn að vera það mikið á kafi í þessu verk- efni að hann hafi eiginlega ekki gert ráð fyrir því að sá dag- ur myndi nokkru sinni renna upp að því yrði lokið. Hann sé því ekki með nein plön á prjónunum eins og stendur. „Utan að mig langar til að sinna tónlistinni aðeins meira en ég hef gert. Hún hefur setið svolítið á hakanum. Ég býst við því að stússa eitthvað í henni fram á haustið a.m.k.“ arnart@mbl.is Leikstjórinn Dagur Kári er klár …  Flugfélagið Icelandair hefur reglubundið flug til stórborg- arinnar Seattle í sumar. Tilkynnt var um þau plön með pomp og prakt á blaðamannafundi í vikunni og var hann skreyttur með tónlist grugggoðsins Kurts Cobain. Hann hefur svo hiklaust tekið nokkra kollhnísa í gröfinni þegar glað- hlakkalegir markaðspésar messuðu um dásemdir Seattle undir níhíl- ískum, sjálfsmorðsdaðrandi texta „Come As You Are“. Menn sáu þó greinilega fljótt að sér og báðust af- sökunar á þessu smekkleysi á tákn- rænan hátt. Og spiluðu því „All Apologies“... Cobain snýst í gröfinni  Goðsögnin Rúnar Júlíusson á greinilega nægt rými í hjörtum landsmanna. Nú er orðið uppselt á Minningartónleika honum til heið- urs sem verða haldnir 2. maí í Laugardalshöllinni. Aukatón- leikum verður því bætt við sama dag kl. 16. Shady Owens hefur þá staðfest komu sína og Stuðmenn munu frumflytja nýtt lag um Rúnar á tónleikunum. Meiri Rúnar Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is PETER Jensen er ekkert minna en rokkstjarna í heimi hönnunar en þeir þrír hönnuðir danskir sem eru hvað mest í umræðunni í dag eru þeir Henrik Vibskov, Jens Laugesen og svo Peter Jensen. Af þeim hefur Jensen hvað víðasta skír- skotun, hann nýtur góðra og almennra vinsælda og vörur hans eru til sölu um heim allan. Jensen kemur hingað vegna HönnunarMars/ Norræna tískutvíæringsins og mun halda tölu í Norræna húsinu á sunnudeginum, tekur þar þátt í ráðstefnu sem hefst kl. 12.00. Í kvöld ætlar hann hins vegar að slá upp teiti í KronKron á Lauga- veginum en vörur hans eru þar til sölu og mun hann um leið standa fyrir sýningu á verkum sín- um þar. Grænland og Færeyjar Jensen útskrifaðist úr Central Saint Martins- skólanum í London árið 1999. Hann beið ekki boðanna eftir útskrift og tók að hanna mjög sér- stæðan herrafatnað sem hlaut mikla athygli og lof. Jensen sækir jafnt í danska hefð og glysgirni Hollywood en nýjasta lína hans, haustlínan 2009 sem hann kynnti fyrir stuttu, hefur ekki bara vakið athygli heldur og úlfúð. Þar vinnur hann markmiðsbundið með þjóðbúninga Grænlendinga og hafa þarlendir brugðist afar illa við þeim æf- ingum og hefur Jensen fengið morðhótanir vegna þessa. -Þú kallar fyrirlestur þinn Vestnorræna anda- gift á tískupöllum Lundúna („West-Nordic in- spiration on the London catwalk“) … „Hmm … Fyrirlestur … þetta hljómar voða- lega alvarlega. Ég hyggst aðallega ræða um og kynna nýjustu línuna mína sem kallast „Jytte“ en hún snýst um Grænland og Færeyjar. Ég sýndi hana í London nú í febrúar og ég er afar stoltur af henni.“ Ekki beðinn um eiginhandaráritanir -Eru skandinavískir straumar áberandi í þinni hönnun? Eða ertu meira að vinna í heimsþorpinu? „Er ekki alveg viss … það er mjög sterkur nor- rænn tónn í þessari nýjustu línu og það er líkast til ástæðan fyrir því að ég var kvaddur á þennan tvíæring. Ég veit samt ekki með fyrri verk … Ég er Dani en bjó í London í þrettán ár og það er alltaf eitthvað danskt í öllu sem ég geri. En líka eitthvað enskt myndi ég segja. Púff … einhver svona blanda myndi ég segja.“ Einhverjir íslenskir hönnuðir sem þú ert sér- staklega hrifinn af? Og hvernig stendur íslensk hönnun í samanburði við önnur lönd? „Íslendingar fylgjast með og eru í tískunni, það vantar ekki. Ég verð samt að nefna nýju skólín- una hjá KronKron, hún rokkar. Hugrún og Magni (eigendur KronKron) eru líka algjör tískutröll. Ég dýrka hinar eldrauðu varir Hugrúnar!“ -Nú ertu einn af frægustu hönnuðum Dana í dag. Hvernig virkar það eiginlega? Ertu beðinn um eiginhandaráritanir úti á götu? „Ó nei (hlær). En djö… væri það nú samt gam- an! Eða hvað? Mér líður ekki eins og stjörnu, get nú ekki sagt það, Björk er dæmi um fræga mann- eskju. En ég fæ annað slagið fínar gjafir, ætli það sé ekki hægt að telja það fram sem kost? Vestnorræn andagift  Peter Jensen, einn frægasti fatahönnuður Dana, er staddur hérlendis  Heldur tölu í Norræna húsinu á sunnudaginn í tengslum við hönnunardaga Djarfur Grænlendingar eru brjálaðir vegna nýj- ustu línu Jensen. Takið eftir stígvélunum. æfingunni,“ segir Björn hinn fyrri. „Það tók klukkustund. Á næstu æf- ingu hringdum við í Baldvin Esra hjá Kima og hann gerði samning við okkur í gegnum símann – án þess að heyra einn tón. Hann fékk að heyra tvö orð, „vélinda“ og „sið- blinda“ og það var nóg.“ Platan var svo tekin upp á fjórum tímum og er komin út hjá undirmerki Kima, Brak. Björn segir að hugmyndin að sveitinni hafi fæðst í góðæri en textarnir hafi verið samdir í krepp- unni. „Þeir sömdu sig eiginlega sjálfir. Það þarf ekki að leita langt í dag Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is KREPPUPÖNKIÐ er byrjað af krafti, en nýjasta afsprengi við- sjárverðra tíma er pönksveitin Blóð sem er lítið að skafa utan af því og fá ráðamenn og misvitrir auðjöfrar að finna rækilega til tevatnsins. Sveitina skipa þeir Björn Gunn- laugsson, Björn Kristjánsson og Þráinn Árni Baldvinsson en fyrir einskæra tilviljun kenna þeir allir saman í Norðlingaskóla. „Við hittumst fyrir fáeinum vik- um og sömdum fjögur lög á fyrstu eftir samfélagsmeinum til að ráðast á.“ Vinnsluhraði plötunnar hefur verið ógurlegur en hljómsveitin hittist í fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum. „Ég veit nú ekkert um slíkt,“ segir Björn. „Purrkurinn var miklu fljótari. Eigum við ekki að kalla þetta „ásættanlegan“ vinnslu- hraða.“ Sveitin fagnar plötunni, sem kall- ast Fólkið heimtar blóð á Grand Rokk í kvöld. Morðingjarnir hita upp. Aðgangur er ókeypis og platan er til sölu fyrir „skid og ingenting“. Fólkið heimtar Blóð! Morgunblaðið/RAX Beittir Blóð er barn kreppunnar og hegðar sér samkvæmt því.  Setti hljómsveitin Blóð Íslandsmet í vinnsluhraða?  Meðlimirnir kenna saman við Norðlingaskóla Það er Hönnunarmiðstöð sem stendur fyrir HönnunarMarsi, víðfeðmri sýningu/hátíð sem fagnar íslenskri hönnun af margvíslegum toga. Dagarnir hófust á fimmtudaginn en lýk- ur nú á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem staðið er fyrir svona hönnunardögum og- verða þeir hér eftir árviss viðburður. Norræni tískutvíæringurinn sem stendur yfir um þess- ar mundir í Norræna húsinu fléttast inn í dag- skrána en þar mun Peter Jensen einmitt ræða um áherslur sínar í hönnun nú á sunnudaginn. Frekari upplýsingar um viðburði og uppá- komur má finna á www.honnunarmidstod.is. HönnunarMars Peter Jensen Sterkur norrænn tónn. Búinn? Dagur Kári trúir því varla sjálfur að hann sé búinn með A Good Heart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.