Morgunblaðið - 29.04.2009, Page 2

Morgunblaðið - 29.04.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson og Magnús Halldórsson STJÓRNARFLOKKARNIR fara sér í engu óðslega við gerð nýs stjórnarsáttmála og liggur ekki fyr- ir hvenær Alþingi kemur aftur sam- an. Í gær voru skipaðir fleiri starfs- hópar sem samþætta eiga sjónarmið flokkanna í helstu málum. Snemma dags kom í ljós að Evr- ópumálin eru í höndum Dags B. Eggertssonar og Össurar Skarp- héðinssonar fyrir hönd Samfylk- ingar, en Katrínar Jakobsdóttur og Ögmundar Jónassonar fyrir VG. Sá hópur hefur líklega flóknasta verk- efnið, enda bilið einna mest þar og ekki einfalt að koma ESB-málinu í farveg sem báðir flokkar þola, þrátt fyrir að vera á algerlega öndverðum meiði í málinu. Meðal annars hvern- ig stjórnvöld geti komið með trú- verðugum hætti fram gagnvart ESB í hugsanlegum aðildar- viðræðum, en ekki sem klofin og sundurlynd. Einnig er rætt um hvernig verði staðið að hugsanlegri umsókn og þá á hvaða stigi skuli setja málið í dóm þjóðarinnar, ef niðurstaðan verður sú að hefja við- ræður við ESB. Annar hópur ræðir um breytingar á stjórnarráðinu, uppskiptingu ráðuneyta og málefnasviða þeirra og hugsanlega líka val á fólki í ráð- herraembætti. Sá hópur er skipaður þeim Margréti S. Björnsdóttur og Hrannari B. Arnarssyni fyrir Sam- fylkingu, en Drífu Snædal og Árna Þór Sigurðssyni fyrir hönd VG. Aðrir starfshópar eru um ríkis- fjármál annars vegar og um at- vinnu- og efnahagsmál hins vegar. Fundað var í gærkvöldi um hvernig skyldi skipa þá. Svo virðist sem ekki hafi verið einfalt mál að velja fólk í þessa starfshópa þar sem þingmenn stjórnarflokka sem rætt var við í gær vildu lítið tjá sig um þessi mál og voru ekki allir á því að yfirleitt ætti að gefa upp hverjir skipuðu hópana. Þykir því hugsanlega varða stöðu og virðingu manna innan hvers flokks hvort þeir fái sæti í starfshópi sem þessum. Ríkisstjórnin fundaði í fyrsta sinn eftir kosningar í gærmorgun og byrjaði þá strax að móta á hvaða grunni flokkarnir tveir gætu haldið áfram samstarfi, með framtíðarsam- starf í huga. Seinnipartinn í gær héldu for- ystumenn flokkanna áfram að funda í Alþingishúsinu en þeim fundi lauk skömmu fyrir hálfsjö í gær. Í kjölfar hans kom þingflokkur Vinstri grænna saman og ræddi um þau mál sem forystumenn flokkanna hafa rætt. Þá helst hvernig mögu- legt yrði að sætta ólík sjónarmið flokkanna um ESB. ESB enn þrætuepli  Stjórnarflokkarnir hafa tekist á um ESB-mál í þrjá daga  Deilt um á hvaða stigi setja skuli málið í dóm þjóðarinnar Morgunblaðið/Heiddi Ræða saman Forystufólk Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ræddi saman á fundi í Alþingishúsinu seinni part- inn í gær. Enn er deilt um Evrópusambandið og hvort stefna skuli að aðildarumsókn. Viðræður stjórnarflokkanna hafa öðru fremur miðast við að ná nið- urstöðu sem báðir flokkar geta sætt sig við varðandi ESB. For- ystumenn flokkanna segjast hafa nægan tíma. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa viðræður stjórnar- flokkanna, er varða málamiðlun um ESB, snúist um með hvaða hætti verður hægt að leggja málið í dóm þjóðarinnar, og þá á hvaða stigi. Meðal þess sem komið hefur til umræðu í þingflokki VG er hvort tvær þjóðaratkvæðagreiðslur eigi að fara fram. Annars vegar um hvort sækja skuli um aðild og svo um hvort Ísland eigi að gerast aðili að ESB verði það niðurstaða við- ræðna. Skiptar skoðanir hafa verið um þessi mál innan þingflokk- anna, eins og gefur að skilja, enda stefnur flokkanna gjör- ólíkar. Fleiri hafa þó verið á móti þessari leið innan VG en með henni, en hjá Samfylkingunni er stefnan sú að tvöföld þjóðar- atkvæðagreiðsla sé óþörf. Þar lítur forysta flokksins til þess að umsókn um aðild að ESB geti verið mikilvægasta bráða- aðgerð við vanda íslensks efna- hagslífs. Deilt um þjóðaratkvæðagreiðslur Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is TVEIR karlmenn, á tvítugs- og þrítugsaldri, sem ruddust inn á heimili aldraðra hjóna á laug- ardagskvöld, hótuðu þeim og rændu fjármunum, voru í gær úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí. Lögreglan krafðist gæsluvarð- halds í fjórar vikur, en dómari veitti þriggja vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn gerður á grundvelli rannsóknar og almanna- hagsmuna. En mennirnir tveir hafa játað sök í málinu. Gefa ekkert upp um hugsanleg tengsl Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun hluti málsins hafa upplýst þegar ræningjarnir, eða að- ilar tengdir þeim, ætluðu að koma hlutunum í verð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsókn- ardeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu vill hvorki játa því né neita. „Við látum eiginlega ekk- ert meira frá okkur en nú þegar hefur verið gert,“ segir Friðrik Smári. Lögregla hefur heldur ekkert gefið upp um það hvort ræningj- arnir, eða einstaklingar sem kunna að hafa verið í vitorði með þeim, tengist gömlu hjónunum á einhvern hátt. Hluti þýfisins fannst strax á mánudag, en þjófarnir tóku með sér úr húsi hjónanna upptökuvél, fartölvu, peninga og skartgripi. Undir kvöld í gær hafði ekki enn tekist að finna fleiri hinna stolnu muna. Konunum sleppt Þrjár konur voru einnig hand- teknar vegna málsins og hefur þeim öllum verið sleppt. Tvær kvennanna voru handteknar, önnur um hádegi og hin um miðjan dag á mánudag, og játaði önnur þeirra strax aðild að málinu. Hin konan er nú, að sögn lögreglu, ekki talin eiga neinn hlut að máli en óljóst þótti á mánudag hver aðild hennar væri. Þriðja konan, sem var hand- tekin síðast, er hins vegar talin tengjast málinu. Yfirheyrslur og rannsókn hafa annars gengið vel að sögn Friðriks Smára. „Við teljum að málið sé nánast að fullu upplýst og menn- irnir komnir í gæsluvarðhald til 19. maí,“ segir hann. Gerðu tilraun til að koma þýfinu í verð Úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí Morgunblaðið/Golli Í varðhaldi Mennirnir hafa verið skipaðir í gæsluvarðhald. Morgunblaðið/Golli Hulinn Mennirnir huldu andlit sitt er farið var með þá í héraðsdóm. Í HNOTSKURN »Ránið þykir með þeimhrottalegri sem framin hafa verið hér í áratugi. » Ábendingar frá almenn-ingi urðu til þess að ræn- ingjarnir fundust og málið leystist jafn hratt og raun ber vitni. »Mennirnir sem nú sitja ígæsluvarðhaldi eru á tví- tugs- og þrítugsaldri. Þeir hafa áður komið við sögu lög- reglu vegna ofbeldis- og fíkni- efnabrota. segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. TIL stendur að auglýsa eignir Nýsis fasteigna til sölu á almennum markaði í næstu viku en félagið er gjald- þrota. Þetta staðfesti Ástráður Haraldsson hrl., annar tveggja skiptastjóra félagsins, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það verður svo kannað hvort nýir rekstraraðilar eru tilbúnir til þess að koma að rekstr- inum,“ sagði Ástráður. Sjálfstæð rekstrafélög sem voru í eigu Nýsis fast- eigna, Borgarhöllin hf. og Rekstrarfélag Egilshall- arinnar ehf., hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og er þess nú freistað að rekstur Egilshallarinnar verði tryggður með aðkomu nýrra rekstraraðila. Að sögn Ástráðs er unnið að því að fá nýtt félag að rekstri Eg- ilshallarinnar. „Vonandi tekst að fá aðila að rekstrinum sem kunna til verka og geta haldið rekstrinum gang- andi. Það er mikilvægt að reksturinn stöðvist ekki al- veg og þess vegna er unnið að gerð skammtímasamn- ings til þess að brúa bilið þangað til varanlegar niðurstöður fást varðandi eignarhald á eignum,“ sagði Ástráður. Áhyggjuefni hvort einhver getur keypt Samningur við nýja aðila er unninn í samráði við stærsta lánardrottin að baki Nýsis fasteigna sem er Landsbankinn. Þrotabúið hefur gert samning við nýtt félag um yfirtöku á rekstrinum. Samningurinn er gerð- ur í samráði við veðhafa sem er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið, Landsbankann. Í burðarliðnum er svo samningur við Reykjavíkurborg um áframhaldandi þjónustusamning. Til stendur að reyna að koma rekstri í það far að tekjur séu nægilegar til þess að reka höll- ina með hagnaði. Nýsir fasteignir á nokkurn fjölda eigna, meðal annars opinberar byggingar. „Eina áhyggjuefnið er að það geti enginn keypt þessar eignir nú um stundir. En okkur er sama hvaðan gott kemur,“ sagði Ástráður. magnush@mbl.is Eignir auglýstar til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.