Embla - 01.01.1949, Page 8
Kaflar úr bréfum Ólafar frá Hlöðum
til Önnu Friðriksdóttur
Anna mín blessuð.
Skyldi ekki jungfrú Ingibjörg skólastýra* vilja sjá þetta ljóð,*#
fyrst að liún annars er að gefa mér gaum? Ef henni eru ástaljóðin
mín lítið að geði, þá kveður hér nokkuð við annan tón en framan
af ævinni. Þú berð henni góða kveðju mína og gefur henni þetta
í nesti, ef þér sýnist svo og hún vill.
Mér lízt mikið vel á konu þessa og stórum betur en á bræður
hennar unga. Hún er líkleg til að vera gagnlegur leiðtogi ungra
kvenna, enda veitir nú ungu stúlkunum ekki af góðri leiðsögn,
meðan þær eru á „milli vita“.
Vertu blessuð.
1. 9. 'II.
Ólöf á Hlöðum.
Viltu ekki eiga þessa bæn, Anna mín, og brúka hana? Hún
er ný:
Æ, vertu ekki að bjóða mér barnaglys,
þau brotin, sem fjöldinn sér pantar.
Ó, guð minn, þú veizt, livers ég geng á mis,
æ, gefðu mér það, sem mig vantar.
Ólöf.
* Ingibjörg H. Bjarnason. ** Kvenréttindamálið bls. 9.
6
EMBLA