Embla - 01.01.1949, Page 13
SAMT SEM ÁÐUR
Ég varð að fara gangandi síðasta spölinn, því að bíllinn komst
ekki alla leið heim að bænum, þar sem ég ætlaði að dvelja nokkr-
ar vikur um sumarið.
Þetta var ekki nema fárra mínútna gangur, svo að ég setti það
ekki fyrir mig, þótt ég yrði að bera nokkuð þunga tösku og annað
dót. En ég var líka aðeins 18 ára, og lífið lék við mig.
Leið mín lá yfir sandorpna mela. Það gerði gönguna erfiðari,
svo að ég varð fegin, þegar ég sá heim að áfangastaðnum. Það
var reisulegur bær og stórt, rennislétt tún umhverfis.
Ég hafði aldrei komið þarna áður, þó að frændfólk mitt byggi
þar, og hugsaði ég nú gott til að hitta það og hvíla mig eftir
ferðalagið.
Þegar ég kom heim á túnið, heyrði ég einliver ámáttleg liljóð.
Söngur átti það víst að vera, og nú kannaðist ég við lagið. En
orðaskil heyrði ég ekki, og söngröddin var ekki lík neinni, sem
ég hafði heyrt áður.
Ég nam staðar og litaðist um og sá þá hesthúskofa þar skammt
frá mér. Og uppi á mæninum sat einhver mannvera, sem söng
hástöfum.
Ég færði mig ósjálfrátt nær, en nam svo skyndilega staðar alveg
höggdofa. Þarna birtist mér ljóslifandi umskiptingur, nákvæm-
lega eins og ég hafði liugsað mér þá eftir ævintýrum og sögurn,
sem ég las í bernsku.
Hann hætti að syngja, þegar hann sá mig, og glápti á mig stór-
um, blóðhlaupnum augum. Ég starði á móti, full af undrun og
EMBLA
11