Embla - 01.01.1949, Síða 20
líka að greiða á honum hárlubbann, sem var bæði flókinn og
óhreinn.
— Þú leikur miskunnsama Samverjann, sagði Inga, um lcið'og
luin kom með matarílát, heldur gustmikil.
Ég anzaði þessu ekki, en fylgdi Láka fram í herbergið, þar sem
Iiann svaf með móður sinni.
— Hann er bara orðinn kyssilegur, kallaði Inga á eftir mér um
leið og við fórum.
— Kyssa, kyssa, tautaði Láki á meðan ég var að hjálpa honum
til að hátta.
Þegar hann var kominn upp í rúmið, greip hann allt í einu
fast utan um handlegginn á mér og sagði:
— Kyssa Láka.
Ég hörfaði undan. Hann sleppti mér ekki, en leit á mig biðj-
andi og sagði:
— Engin stúlka kyssa Láka.
Ég leit eins og ósjálfrátt í augu hans. Þau voru ekki lík neinum
mannsaugum og ekki neinum dýrsaugum heldur, sem ég hafði
séð. Út úr þeim skein átakanlegt hungur og ólýsanleg þjáning.
Hvað var á bak við þetta hræðilega andlit?
Var það satt, að hann licfði enga sál? Eða hafði hún dæmzt í
þessi óttalegu álög?
Var hann eins og skrímslin og ófreskjurnar í ævintýrunum,
sem losnuðu úr álögunum við ástaratlot kóngsdætranna?
Vitleysa. Ég var heldur engin kóngsdóttir.
Ég reyndi að losa handlegginn af Láka, en gat það ekki.
— Engin stúlka kyssa Láka, endurtók liann svo raunalega, að
það gekk mér til hjarta.
Ég kreisti vandlega aftur augun, laut niður að lionum og snerti
kinnina á honum með vörunum.
— Meira, sagði Láki og reyndi að kyssa mig á munninn.
Ég sleit mig lausa í dauðans ofboði.
— Kalla á Dísu gömlu, sagði hann þá kjökrandi.
— Hún kemur, sagði ég, ef þú verður góður og ferð að sofa.
Ég hafði tekið eftir því, að söngur hafði róandi áhrif á Láka,
18
EMBLA