Embla - 01.01.1949, Side 41
liallar austur af, og iunan lítillar stundar er Vaðlaheiðin að baki
okkar. Við ökum áfram yíir Fnjóskadal og gegnum Ljósavatns-
skarð og austur yfir Bárðardal. Menn líta út um gluggana og
liorfa yi'ir Hriflumóa. „Hér trúlofaðist Jónas,“ segir einhver og
bendir á lítið tóftarbrot til hægri við veginn. Allir líta þangað með
lotningu og taka þessa uppfræðslu góða og gilda, enda fylgir sög-
unni, að þá hafi verið öðruvísi um að litast þarna. — Reyndar
er enginn staður svo ólíklegur til, að ekki sé hægt að trúa því,
að einhverjir hafi trúlofazt þar.
Næst stönzum við á Fljótsheiði og skoðum útsýnið í úrsmiðs-
kíkinum. Það er víðsýnt af háheiðinni. í austri blasa við Mý-
vatnssveitarfjöllin, í norðri rísa Kinnarfjöll, en til suðurs sést allt
inn til jökla.
Þá er lialdið niður í Reykjadalinn. Hann er laugaður í síð-
degissól, og mér finnst Iiann bjóða okkur velkomin. Það er eitt-
hvað hlýtt og vinalegt við þessar lágu og grösugu heiðar, sem
umlykja dalinn. Við ökum fram eftir honum að vestan. Þá liggur
vegurinn yfir Reykjadalsá, og enn leggjum við upp á heiði. Það
er farið fram hjá Máskoti, fremsta bænum í Reykjadal, og ínnan
lítillar stundar er numið staðar uppi við Másvatn. Það liggur
framundan okkur, blátt og spegilslétt. Og nú blasa Mývatns-
sveitarfjöllin vel við. Framundan til vinstri rís Vindbelgurinn,
einkennilegur og auðjDekktur. En í suðri er Sellandafjall vestast,
þá Bláfjall, Búrfell, Heilagsdalsfjall og Hverfjallið. Það sýnist vera
alveg hringmyndað, grátt og gróðurlaust með djúpa skál niður í
kollinn. Næsti áningastaður er Reykjahlíð. Þar er gamall bær með
reisulegum þiljum, og þar eru líka nýjar byggingar, gistihús og
greiðasala. Mér verður starsýnt á gamla vindmylnu, sem stendur
á dálitlum hól framan við bæinn. Reyndar eru vængirnir brotnir
af henni, og hún stendur þarna aðeins sem minjagripur frá horf-
inni tíð. En eins og til að storka gömlu, vængbrotnu vindmyln-
unni snúast fjórar nýtízku vindrafstöðva-rellur fyrir léttum and-
varanum til og frá á burstum í liúsaþyrpingunni.
Það er drukkið kaffi, og að því loknu geng ég út að kirkjunni,
þar sem hraunflóðið stöðvaðist 1728, aðeins örfáa faðma frá
kirkjuveggnum.
KMBLA
39