Embla - 01.01.1949, Page 76
og liafa til miðdagsraat, og kom aftur kl. 6 e. m., og þær báðar,
því að þá þurfti ég að leita að kúnni yfir stórt svæði og óvíst,
að ég yrði komin til mjalta. Auk umsjár barnanna átti ég dag-
lega að þvo mjólkurföturnar og plögg (fótabúnað), sem óhrein
voru og halda þeim til þurrks, líka að búa um öll rúmin, sem mér
þótti erfitt, því undirsængurnar voru sumar svo þungar. En þetta
varð að vinna eins og annað, og svo fór ég af skónum upp í rúm-
in, svo að ég kæmi betur afli við.
Á næstu bæi, á hvora hlið, var nær klukkutíma gangur og
nokkuð vatnsmikil á öðrum megin. Til hvorugs bæjarins sá ég,
og oft fundust mér dagarnir langir, mest fyrir það, að ég var
hrædd, ekki eingöngu við nautin af öðrum bænum, en í þeim
voru oft meira og minna glettnir tarfar (mannýgir), heldur
kveið ég því líka, ef ókunnugir menn kæmu, því að ég var mjög
feimin. En hvorugur þessi voði bar mér nokkurn tíma að hönd-
um yfir engjasláttinn. Þegar gott var veður, hlakkaði ég til þess
allan daginn að koma á móti mömmu, þegar þær komu af engj-
unum. Ég sá til þeirra nokkurn spöl frá bænum, og hafði því
tíma til að mæta þeim inni á túnfætinum. Bar ég þá ungbarnið
í faðminum, systur mína á bakinu, en bróðir minn hélt í pilsin
mín. Oft heyrði ég mömmu tala um það seinna, hvað það hefðu
verið sér óblandnar gleðistundir að mæta okkur öllum glöðum
og ánægðum, og ég vildi eiga þá ósk að allar 9 ára stúlkur, sem nú
hafa oftast létta vinnu og mikið frjálsræði, ættu sér daglega eins
sæla stund og ég, þegar ég bar systkini mín til þess að mæta
mömmu.
Margrét Sigfúsdóttir
74
EMM.A