Embla - 01.01.1949, Síða 99
RETTADAGUR
Nonni var sjö ára á réttadaginn. Og réttadagurinn var á morg-
un. Hann lilakkaði svo íjarskalega til, að hann gat ekki sofnað
með nokkru móti, liann bylti sér til í rúminu og hugsaði um,
hvað það hlyti að verða garnan á morgun. Aldrei hafði hann
hlakkað eins mikið til jólanna, þó að hann ætti að fá ný föt og
kerti og margt gott, eins og hann hlakkaði nú til, að litli Baugur
kæmi af réttinni. Það var ekki til neins að segja Nonna, að það
gæti komið fyrir, að Baugur kæmi ekki. Hann gat með engu móti
skilið, að það, sem hann hlakkaði svo mikið til, gæti brugðizt.
En Nonni var ekki nema sjö ára. Baugur var fyrsta skepnan, sem
hann liafði eignazt á ævinni. Nonni var barn vinnuhjúa á Bjargi,
sem enga skepnu áttu. En húsmóðirin liafði heitið á hann um
veturinn að gefa honum annað lambið undan henni Gránu sinni,
sem ætíð var tvílembd, ef hann yrði vænn að Iæra að lesa, og hann
mætli kjósa, hvort þeirra hann vildi lieldur. Nonni var duglegur
að læra, og þegar Grána bar, átli hún væna, gráa gimbur og ofur-
lítinn hvítan hrútpésa með svartan baug í kringum annað
augað. Það fannst Nonna sú fallegasta skepna, sem hann liefði
séð, og hann varð svo hrifinn, að ekki var við annað kom-
andi en hann fengi að eiga litla Baug. Allir hlógu að honum fyrir
heimskuna, en það gerði lionum ekkert, liann var svo hjartan-
lega ánægður. Og þó að Baugur bærist alltaf fyrir og væri minnsta
lambið, þegar honurn var sleppt, var enginn ánægðari með lambið
sitt en Nonni.
Þegar hann ætlaði að fara að sofa, lieyrði hann, að komin
var dynjandi rigning. Hann fengi þá líklega ekki að fara í rétt-
EMBLA - 7
97