Embla - 01.01.1949, Side 102
húshorninu, sá hann lítið, baugótt andlit, döpur augu, sem
störðu, en ckki á neitt. Nonni stirðnaði upp, gat ekki skilið strax
til fulls, hvað hann sá. En svo gekk hann til Baugs, lagðist niður
við ldiðina á lionum, grúfði andlitið í blauta ullina og grét.
Baugur fór að reyna að róta sér ögn til, og þá fór Nonni að reyna
að hjálpa honum, laga um hann og rcyta gras uppi á húsinu og
færa honum í lófa sínum. Jú, hann bragðaði ögn. Nonni lifnaði
allur, hann fór að strjúka og kjassa litla Baug, þurrka alla bleytu
framan úr honum. Baugur undi því vel, tíndi strá við og við af
því, sem Nonni rétti honum, horfði á hann með vaknandi líf í
augunum og stakk snoppunni í lófa hans við og við. „Þú ert ekki
heppinn með lambið þitt, Nonni minn,“ sagði Sveinn bóndi,
þegar þeir gengu heim frá réttinni. ,,Nú máttu hafa skipti við
okkur á Baug og litlu Gránu. Komdu nú heim.með okkur.“
Nonni hlýddi tafarlaust, en hann gat ekki skilið, hvað Sveinn
átti við, nei hann vildi ekki hafa skipti. Baug hlaut að batna,
honum var farið að batna. Hann fór aðeins heim í bæinn til að
ná sér í brauðbita og hljóp svo strax út í regnið aftur og ofan að
kvíhúsinu. En þetta, að hafa skipti, ónáðaði hann alltaf. Það fór
að smáskýrast, hvað það myndi þýða. Það átti þó aldrei að slátra
Baug. Nei, til þess mátti hann ekki Jiugsa. En liann mátti til að
fara suður að réttinni og segja eittlivað við Svein um þetta.
Hann fór og staðnæmdist í dyrunum hjá Sveini. Hann stóð þegj-
andi nokkra stund, svo sagði hann: „Sveinn, mig langar meira
til að eiga Baug.“ „Mikið flón ertu, það er ekki liægt að láta
hann lifa.“ Svo var ekki meiri tími til að sinna litla drengnum,
það þurfti að draga í sundur féð. Nonni var eins og á glóðum.
Hann vissi ekki, hvað liann átti að gera, ekki við hvern liann átti
að talá, allir mundu segja, að hann væri flón. Hann fór ekki úr
húsinu frá Baug, fyrr en hann var drifinn heirn og í rúmið. En
hann hélt áfram að hugsa upp einhver ráð til að frelsa Baug.
Hann Jas öll þau vers, sem Irann kunni og bað guð og lofaði öllu
sem hann hélt, að guð vildi, að vera viljugur að læra, duglegur
að vinna og hlýðinn, stríða aldrei og skrökva aldrei á ævi sinni,
ef Baug batríáði, og svo ætlaði hann að vita, lrvort hann dreymdi
ekki einhver ráð. Með það sofnaði hann.
100
EMBLA