Alþýðublaðið - 08.10.1923, Síða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1923, Síða 4
leikans *á aila þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosning góðra og ráðvandra manna til að framfylgja lög- unum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygð- arfélög frá þessari voðalegu bölvun þrátt fyrir alls konar mótspyrour og örðugleika, þar til vér höfum borið al- gerðan sigur úr býtum um alian heim.« Ocan á þessari stefnuskrá liggur svo ' stefnuskrá fram- kvæmdarnsfndar stórstúku ís- lands og heitir: sÁvarp til þjóð- arinnar<. Er það mál miktð og stílí íistfenginn, og nenni ég ekki að skrifa það alt upp, en efni stefnuskrár þessarar er kafli einn úr ávarpinu, sem fram kom í tillöguformi á stórsfúkuþinginu og hljóðar svo: >að öUum nettó- tekjum áf átengisverzlun ríkisins sé varið til að Iosa iandið undan áhrifum Spánverja, meðal annars með því að útvega landinu nýja fiskmarkaði.< Framkvæmdarnefndin skorar á þjóðina að hjálpa sér til að ná nú í bannlögin aftur með því að kjósa þá eina menn á þing, sem útvega vilj a nýja fiskmark- aði. Stefnuskrá Good-Templara á með þessari tillögu að komast í framkvæmd. Nú er og var, þegar þetta ávarp var birt, landslýð kunnugt, að sendur haíði verið til annar- ar heimsálfu einn af beztp og nýtustu fjármálamönnum þessa lands, sem enginn efast um að gert hefir það, sem unt var í þessu máli, endá hafði honum orðið töluvert ágengt, en þegar á átti að herða, voru af lands- stjórn og fiskbröskurum öil vand- kvæði talin á því . að nota sér þessa markaði, og þó svó væri, að eitthvað yrði notað af nýjum mörkuðum, þá verður sambandi við Spán ekki slitið. Það vita þessir herrar, sem gáfu út ávarp- ið, að satt er. Þeir vita, að við fáum aidrei bannlög þessa leið- ina, sem þeir leggja með ávarp- inu, og svo er ekki, að mér skilst, í starfi Goöd-TempIara-reglunnar fyrir bindindi og banni neln sér- stök kvoð um að vinna fyiir ALÍ.YÐUBLÁ&I& saltfisksmarkaði. E» ð er auðvit- að ein af skyldum fulitrúa þjóð'ar- innar að annast um og útvega sem bezt verð fyrir þær vörur, sem þjóðin flytur út. En fyrir kosninga->spekúlanta< er þetta >humbug< góður skúti til að flýja inn í með kosninga-3v'ika- mylnu þá, sem frarokvæmda- nefndin snýr við ailar feosningar. Júdas seldi Krist fyrir þrjátíu siífurpeninga, en Good-Templar- ar, þ. e. leiðandi menn reglunnar. seija banníögin fyrir vináttu . nokkurra fiskbraskara. (Frh.) B. B. Onærgætni. Nú er ég búinn að vera atvinnu- laus í 2 ár, og fnátt fyiir marg- ítrekaðar áskoranir til borgarstjóra- skrifstofunDar hefi ég enn ekkert getað feugið að gera. Nú vsntar mig bæði föt og skó á fæturna, en hefi eDga peninga. Nú skýt ég því til allra góðra manna, hvort þeir álíta það ekki í alla staði óverjandi, að mér skuli vera neit- að um vinnu, og ég þar af leið- andi neyddur til að kasta mér upp á bæjarfélagið. Oddur Sigurgeirsson sjómaður, Spítaiastíg 7. Umðaginnogveginn. Burgeisafandurlnn í Nýja Bíó í gær var allvel sóttur, en varð til lítils fylgisauka við B-listann, því að frambjóðendur hans komu yfirleitt ekki nærri deilumálunum, en meinuðu andatæðingum sínum að mestu aDdsvör. Þó gátu þeir Jón Baldvinsson ög Héðinn Valdi- marsson dempað nokkuð í þeim ofsann á tíu minútum, er þeim voru skamtaðar af prestinum, sem var fundai stjóri, að forsögn Jóns Til sölu: Tvö rúmstæði með fjáðramádressum, stór klæða- skápur. Selst vegna píássleysis. Uppl. í Lækjargötu 2 (oiðri). Ungur maður getur fengið leigða góða stofu með öðrum, ódýrt og á góðum stað. Uppl. Óðinsgötu 16, kl. 6—7. Þorlákssonar. Áhöld voru ura fylgi listanna meðal fundarmanna. Nán- ari frásögn verður að bíða morg- uns sökum þrengsla í blaðinu.' Sllfurhrúðfeasp eiga í dag Brynjólfur Jónsson sjómaður og kona hans Margrét Magnúsdóttir, Nýlendugötu 19. Fundlr í Vcstuiannaeyjum. Á Iaugard«ginn boðaði Karl Einarssou sýslumaður, sem er einn frambjóðenda í Vestmanna- eyjum, til kjósendafundar. Auk hans töluðu þar hiuir frámbjóð- endurnir báðir, Ólafur Friðriks- son og Jóhann Jósefsson. Áheyr- endur fóru dult með undirtektir sínar, en þó mátti skilja, að bezt gætist þeim yfirleitt að máli Ólafs. í gær héldu frambjóðeud- ur fund í sameiningu, en ófrétt er af hónum, er þetta er skrifað. 1 Keflavík héldu frámbjóðend- ur Alþýðuflokk|ins, Sigurjón Á. Ólafsson og Felix Guðmundsson, fund í gærkveldi við góðar undirtektir. Þó ætiaði læknir þar, Þorgrímur Þórðarson, að reyna að sprengja fuodinn með því að skora á fundarmenn að ganga út með sér, en enginn sinti þvf. Frambjóðendum andstæðinganna var boðið, og ætlaði Agúst Flygenring að koma, en B. Kr. afstýrði þyí. Framboð tekið aftur. Jón frá Haukagili hefir tekið aítur fram- boð sitt, og er því Pétur í Hjörsey sjálfkjörinn. Vei’kakvennaiélagið >Fram” sðkn< heldur fund annað kvöld. Rltstjóri og ábyrgðarmaðnr: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiðja Hállgríms Benediktssonar, Bergstaðastræti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.