Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.03.1931, Blaðsíða 1

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.03.1931, Blaðsíða 1
FJ E IAGSffi LAB ftKÓITMIElAOS KlCTKJSWlKIDR 3. ÁRG. 1. TÖLUBL. UTGEFANDI: ÁBYRGÐARMABUR: STJÓRN í. R. SIGURLIÐI KRISTJANSSON M A R S 1931 Aðalfundur I. R. var haldinn 25. janúar i húsi félagsins að Landakoti. Eilt af því merkasta sem á. fundinum gerðist, var lagabreyting, að í stað 5 manna er áður voru í stjórn skulu nú »i stjórn félagsins vera sjö menn og skal að minsta kosti einn stjórn- armaður vera kona«. Þessir hlutu kostningu: Þorst. Sch. Thorsteinsson, lyfsali, form. Laufey Einarsdóttir, bókhaldari, ritari. Þórarinn Arnórsson, forstjóri, gjaldkeri. Jón Kaldal, Ijósmyndari. Haraldur Jóhannessen, bankafulltrúi. Sigurliði Kristjánsson, kaupmaður. Helgi Jónasson frá Brennu. Stjómin heldur fasta fundi á skrif- stofu fjelagsins hvern fimmtudag og skrifstofan er opin á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum kl. 8 til 9 og á þriöjudögum kl. 6 til 7. B r o t. 1907, þann 11. marz, var íþróttafélag Reykja- víkur stofnað af nokkurum Reykvíkingum, sem áhuga höfðu fyrir íþróttum. Aðalhvatamaður og fyrsti formaður var hr. stórk. Andr. J. Bertelsen. Það sýndi sig brátt, að þessir ungu menn, sem þarna komu saman fyrir tuttugu og fjórum ár- um, létu ekki sitja við orðin tóm, því á skömm- um tíma efldist félagið að meðlimum og ýms- um áhugamálum, ber því ekki úr vegi, í sam- bandi við 24 ára afmæli félagsins, að minnast nokkuð á sum af helztu atriðum í starfsemi þess. I öll þessi ár hefir starfsemi félagsins svo að segja legið sem rauður þráður gegnum íþrótta- hreifingu þessa bæjar og landsins í heild, og varla hefir nokkru atriði í því máli verið hrundið af stað, án þess að það hafi lagt þar góðan skerf til, eða beitt sér fyrir því upp á eigin spýtur, af eigin ramleik. Og eins og alltaf vill verða, mæðir mest á sttjórn félagsins með allar framkvæmdir, og svo hefir það einnig verið hjá í. R. Það hefir því komið sér vel, að félagið hefir ávallt haft at- orku- og hugsjónamenn til þess að skipa í þau sæti. í. R. er fyrsta íþróttafélag á landinu, sem beitir sér fyrir æfingum í frjálsum íþróttum, og fyrst til þess að kaupa fullkomin áhöld til þeirra hluta frá útlöndum. í. R. var eitt þeirra félaga, sem beitti sér fyrir byggingu íþróttavallar í Reykjavík. í. R. stofnaði, ásamt öðrum íþróttafélögum á landinu, íþróttasamband íslands, og sendi I. S. í. í því sambandi fyrsta starfsfé þess. í. R. hélt fyrsta víðavangshlaup hér á landi, og heldur árlega; þá kepptu einungis menn frá í. R. I. R. myndar 1920 Olympíusjóð Islands, með kr. 500.00. I. R. heldur 1922 fyrsta íþróttanámsskeið fyr- ir allt Island, í fimleikum, frjálsum útiíþróttum,

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.