Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.03.1931, Blaðsíða 4

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.03.1931, Blaðsíða 4
4 FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Ert þú góður félagi? Að sjálfsögðu mun það rétt vera, að við Is- lendingar séum eftirbátar annarra þjóða hvað gott félagslíf snertir, og kemur það ekki sízt niður á íþróttastarfseminni, — og er það illa farið. — I hvert skifti, sem hér ber að garði útlending, sem verið hefir meðlimur í íþróttafélagi utan- lands, heyrir maður hjá honum glæsilegar lýs- ingar af þeim félagsskap, sem hann hefir verið í úti þar. — Það, sem okkur vantar tilfinnanlega hér, er að vera með lífi og sál stuðningsmenn og aðdá- endur þess félagsskapar, sem við erum í, ekki einungis í sjálfum æfingatímunum, heldur einn- ig út á við, þar sem málefni félagsins bera á góma, vera hjálpsamur öllu því, sem félagið tek- ur sér fyrir hendur að framkvæma, sem getur stuðlað að því, að félagið geti orðið öflugt að félagatölu, lagt stund á fjölbreyttar íþrótta- greinir og komið fram sem sjálfstæð og kröft- ug heild. — Þess vegna spyr eg nú að því, ert þú góður félagi í I. R.? Mætir þú í þeim æfingatímum, sem þér hafa verið afmarkaðir, og kemur þú stundvíslega, svo að kennarar og félagar, sem æfa með þér, verði ekki fyrir óþægindum, þín vegna? Berð þú merki félagsins utan æfinga, og berð þú það hátt, það er að segja, ert þú hreykinn af því, að vera meðlimur I. R. í við- tali við aðra? Færð þú kunningja þína til þess að gerast meðlimir í félagi þínu og taka þátt í einhverjum af þeim íþróttagreinum, sem það hefir á stefnu- ;skrá sinni? Sækir þú skemmtanir félagsins, og leggur þú þinn skerf til þess, að þær geti orðið góðar, og félagi þínu til sóma? Ef félag þitt vantar fé til starfsemi sinnar, og reynir að afla þess með hlutaveltum, happ- drætti eða þess háttar, ert þú ötull í þeim sök- um? Það þarf ekki mikið frá hverjum, því fé- lagið hefir marga meðlimi? Og síðast en ekki sízt; kemur þú þannig fram í daglegu lífi þínu, að samverkamenn þín- ir og aðrir, geti sagt um þig: Þessi hlýtur að ■..... ^il Þórs-öl. Er kent við »Þór« sem var og er ímynd þess sem lengst verður komist í mannlegum likamsburðum. Engum efa er það undirorpið að bak við hina miklu líkamsburði »Þórs« hefir legið löng og ströng líkamsþjálf- un. Árangurinn af hans jjjálfun, getur því verið öllum iþróttamönnum sönn fyrirmynd, — í hvert sinn er þér drekkið ÞÓRS- Öl, skuluð þér minnast kraftahetjunn- ar Þórs, sem hinnar glæsilegustu fyrir- myndar hverjum sönnum iþróttamanni. Það ætti því að vera metnaður allra iþróttamanna að drekka eingöngu Þórs-öl og gosdrykki. Þórs-drykkir, fást allstaðar. H.f. Olgerðin Þór, sími 228].

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.