Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 23.04.1931, Blaðsíða 1

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 23.04.1931, Blaðsíða 1
WJ1E IA6 S ESIAB ÍHRÓTTMJElAffiS PEHfJfflfKHB 3. ARG. 2. TÖLUBL. ÚTGEFANDI: STJÓRN í. R. ÁBYRGÐARMAÐUR: SIGURLIÐI KRISTJÁNSSON 1. Sumardag- ur 1931 llvERSU mikil ástæða er það ekki fyrir okkur íslendinga að fagna vel hverju sumri, er held- ur innreið sína. — En það vill oftast nær verða svo, að við erum varla búnir að átta okk- ur á því, hvað hefir verið að ske fyrr en sum- arið er horfið, daginn er farið að stytta, myrkrið farið að fær- ast yfir og kuldi og snjór farinn að gera vart við sig. Allan veturinn, frá - því snemma að haustinu til, þegar við sjáum, að við erum búnir að missa af því sumri, sem var að kveðja, bíðum við í eftirvænt- ingu eftir því að næsta sumar !áti bóla á sér, en svo fer allt á sömu leið, að við verðum of sein, of seinir að njóta þessara fáu mánaða, sem eru lífgjafar þess, sem hefir legið í dái í kulda og myrkri vetrarins. Því skyldum við mennirnir dkki þurfa að íklæðast nýjum ham eins og jörðin, sem við göngum á? Því ekki að verða að- njótandi þess sama, sem gefur grasinu á jörðinni endurlífgun, sólarljóssins hreina og heilnæma f jallaloftsins og vatnsins, sem er orðið tárhreint af því að brjót- ast upp úr djúpi jarðarinnar. Þetta er þess utan sá unaður. sem engu fé þarf að fleygja fyr- ir, og hann gefur oftast nær mest varanlegt í aðra hönd. Hversu meiri ástæða er ekki lyrir okkur hér heima að fagna vel sumrinu, heldur en margai SUfllflR Það blotar í fönnum í jöMa sal. VlðavanshlaUpsbikar I. R., gefin af Silla & Valda. — Handhafi Knatt- spyrnufélag Reijkjavíkur. aðrar þjóðir á hnettinum, þar sem mjög lítil skilgreining er á vetri og sumri, og þó er þar uppi fótur og fit. Fyrir íþróttamanninn er sérstaklega ástæða til að gleðjast, því að vetrinum til er starfi hans of mikið afmarkaður bás, þar sem æfingar þurfa að mestu leyti að fara fram inn- anhúss og fjölbreittni afar lítil. En þegar hlýnar í veðri og jörð- in tekur stakkaskiptum, þegar blotinn fer úr jarðveginum og jörðin íklæðist grænum skrúða sínum, getur íþróttamaðurinn víkkað starfssvið sitt. Þá er svo margt, sem stendur honum til boða, margt sem laðar: frjálsar útiíþróttir, knattspyrna, suncl, tennis, hlaup og göngur um fjöll og firnindi. Það er því óskandi, að allir íþróttamenn stígi nú á stokk og ákveði með sjálfum sér: nú verð eg að nota komandi sumar vel, byrja snemma og æfa af kost- gæfni undir þær keppnir, sem fram eiga að fara, þegar líður að miðju sumri, en ekki að láta kæruleysi og drátt valda því: að hann komi óundirbúinn til keppni, eins og svo oft hefir vilj- að brenna við. Það eru ekki einungis meðlim- ir íþróttafélaga, sem þurfa að hafa gát á sumrinu. Jafnvel enn- þá meiri ástæða er fyrir þá bæj- arbúa, sem sjaldan hafa npkkra hreyfingu að vetrinum til, að njóta veðurblíðunnar, ennþá meiri ástæða fyrir þá að fara

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.