Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Blaðsíða 3

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Blaðsíða 3
FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR með starf félagsins. Sú „kritik" hefir líka feng- ist og öll verið á sama veg, hvort heldur innan- lands eða utan, lof og viðurkenning að makleg- leikum fyrir frumleik og dugnað. Eg veit ekki, hvort heldur á að færa Birni það til lasts eða hrótt, — þó held eg frekar þess fyrra, — að hann hefir ekki „reklamerað" sína kunnáttu eins og margir aðrir sem minna hafa haft til brunns að bera, svo að færri hafa notið góðs af, en æskilegt hefði verið. Ósjálfrátt vaknar nú fyrir manni sú spurning, þegar félagið verður að sjá á bak Birni, er ekki ennþá meira verkefni fyrir hann í höfuðstaðn- um og munu ekki hæfileikar hans bera meiri ár- angur hér? Því verður tíminn að skera úr. — En gott.eiga þeir sem góðs njóta. Æfingar eru nú byrjaðar í flestum aldurs- flokkum félagsins, félagsmenn mæta líkt og und- anfarna vetur, nema hvað annar flokkur karla virðist ekki vera vel vaknaður enn þá til vetrar- starfsins. Stjórnin mun samt hafa fullan hug á að ýta við þeim, svo að innan skamms verði ekki færri en 20—30 sem sækja æfingar. Þeim, er þetta ritar, er líka kunnugt um það, að vorið 1927 er Björn ferðaðist með fimleika- flokka kvenna og karla I. R. um Noreg og Svíþjóð komu margir fimleikakennarar að máli við hann og báðu um uppskriftir af því er flokkarnir höfðu sýnt. Þessu hefðu margar aðrar þjóðir orðið hreyknar af, en því miður kunnum við ekki að notfæra okkur slíka viðurkenningu. Annað það, sem einkennir Björn er útþrá. Hann hefir á síðari árum farið tvisvar kringum land með flokka frá I.R., einu sinni til Noregs og Svíþjóðar og einu sinni til Frakklands (Cala- is) og London norður England til Edinborgar. Eru þá ótaldar allar þær ferðir, er Björn hefir sjálfur farið upp á eigin spítur. Hér liggur margt til grundvallar. Fyrir hon- um sjálfum að menntast, heyra og sjá sem mest. Styrkurinn í því að hafa komið opinberlega fram 1 stórborgum heimsins og gleði brautryðjandans í að sækja fram á þær slóðir, er ekki hafa verið farnar áður. Fyrir hann, þá karla og konur, sem hafa fylgt honum og I.R. liggur það til grundvallar að fá „kritik" á kerfið, framkomu flokkanna og þar aö pá bQA tt°VJ> ..SMARA--SMJÖR

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.