Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Qupperneq 5

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Qupperneq 5
FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVlKUR L ö g Iþróttafélags Reykjavíkur. 1. gr. — Félagið heitir íþróttafélag Reykja- víkur. 2. gr. — Markmið félagsins er að iðka fim- leika og aðrar íþróttir og glæða áhuga á þeim. 3. gr. — Félagsmaður getur hver sá orðið, sem þess æskir og hefir samþykki stjórnarinnar, enda greiði hann ársgjald yfirstandandi árs. 4. gr. — Heiðursfélaga má stjórnin kjósa þegar henni þykir ástæða til, en kjörnir skulu þeir með öllum samhljóða atkvæðum stjórnar- ínnar. Heiðursfjelagar hafa öll réttindi félags- manna en eru gjaldfríir. 5. gr. — Tillög til félagsmanna eru þessi: a. Fullorðinna: 1. Ársgjald kr. 12.00. 2. Æfingagjald kr. 1.00 á mánuði. b. Yngri félagar en 14 ára eru gjaldfríir fyrsta árið, en greiða síðan 5 kr. ársgjald. c. Æfifélagar greiði 50 kr. í eitt skifti fyrir öll. Öll gjöld greiðist fyrirfram. Gjaldkera skal, í samráði við stjórnina heim- ilt að breyta gjöldunum í einstöku tilfellum und- :'r alveg sérstökum kringumstæðum, og ef félag- íð héfir hag af. 6. gr. — í stjórn félagsins eru sjö menn og skal minnst einn þeirra vera kona: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír með- stjórnendur. Stjórnin skal kosin skriflega á að- alfundi til tveggja ára í senn. og fara þrír frá árlega; skulu þeir dregnir út með hlutkesti í fyrsta skifti. Formaður skal lcosinn sér og fer hann frá hvert ár. Sjálf skiftir stjórnin með sér störfum. Þá skal og kjósa þrjá menn í varastjórn og tvo endurskoðendur. 7. gr. — ’Stjórninni ber að gæta hagsmuna íclagsins í öllum greinum. Hún hefir umráð yfir ölium eignum þess, boðar fil funda. ákveður í- þróttaæfingar, bæði sumar og vetur, stofnar til fimleikasýninga og íþróttakappleika og ræður tilhögun þeirra. Stjórnin getur enga fullnaðar- ályktun tekið nema fjórir stjórnendur sje henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr fé- laginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. 8. gr. — Aðalfund skal halda í októbermán- uði ár hvert og aukafundi svo oft sem stjórninni þykir þurfa, eða ef skrifleg ósk kemur um það frá eigi færri en 10 félagsmönnum. Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyr- irvara, og er hann lögmætur án tillits tii þess, hve margir mæta. Á hverjum félagsfundi skal kjósa sérstakan fundarstjóra. Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir í þeirri röð er hér segir: I. Stjórnin skýrir frá hag félagsins og fram- kvæmdum á umliðnu starfsári og starfstil- högun á yfirstandandi ári og ástæður fyrir þeim. Hún leggur fram til úrskurðar end- urskoðaðan reikning félagsins með svörum stjórnarinnar. II. Kosin stjórn, fastar nefndir og fulltrúar. III. Önnur mál. Á fundinum ræður meirihluti atkvæða úrslit- um allra mála. Ef atkvæði eru jöfn, ræður at- kvæði fundarstjóra úrslitum. Hlutlausir félagar hafa tillögurétt á fundinum, en ekki atkvæðis- rétt. Kjöraldur í félaginu er 14 ár. 9. gr. — Stjórnin, ásamt kennurum þeim, er félagið ræður handa sér, sltal ákveða hverjir af starfandi félögum skulu taka þátt í opinberum sýningum. Fimleikabúningur félagsins er: a. Kvenna: Al-grár. b. Karla: Al-hvítur, með merki félagsins á brjósti. c. Útiæfingabúningur félagsins er: Hvít skyrta með ca. 15 mm. breiðri blárri rönd um hálsmál og félagsmerki á brjósti og hvítar stuttar buxur einnig með ca. 15 mm. breiðri blárri rönd um mitti, skálm- ar og á hliðarsaumum. 10. gr. — Líði félagið undir lok, skal I. S. í. (íþróttasamband íslands) falin umráð yfir eign- um þess, þar til er stofnað verður annað félag í Reykjavík með líku markmiði. Á slíkt félag rétt á að fá eignir félagsins afhentar ef í. S. í. telur líklegt, að það muni geta starfað að því marki, er það hefir sett sér. 11. gr. — Lögum þessum má eigi breyta nema með samþykki minnst % hluta atkvæða á löglegum aðalfundi. (Samþykkt 25. jan. 1931).

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.