Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Blaðsíða 7

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 24.10.1931, Blaðsíða 7
FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 5 sinnum til útlanda, Noi'egs og SvíÞjóðai' í fyrra sinnið og Frakklands og Englands síðara skift- ið ; má því tileinka henni að sínum hluta þá miklu frægð, er þessi flokkur hefir getið sér innan lands og utan. — Það var ánægjulegt fyi'ir alla að umgangast Hólmfríði, því hún var síglöð og heillandi, og rpaði gleði og ánægju meðal félaga sinna, svo unun var að, því óskiljanlegra og sárara er fyi'ir okkur að sjá hana svona unga falla í valinn í blóma lífsins. Hennar staður í I. R. er vand- skipaður. — Bréf til félaga I. R. Eins og sjá má af auglýsingu hér í blaðinu hefir stjórn Í.R. samið starfskrá fyrir veturinn. Fimleikaæfingar eru þegar byrjaðar í fleiri flokkum en félagið hefir nokkurn tíma haft áð- ur og margt bendir til þess, að áhugi félags- manna sé mikill. Allflestir af yngri félagsmönn- Hin margeftirspurðu I. R. merki eru komin aftur í tveim stærðum. Fást í Hjúkrunardeild Reykjavíkur Apóteks. um, sem iðkað hafa leikfimi hjá mér undan- farna tvo vetur, hafa nú þegar sótt æfingar, en þó sakna eg ennþá nokkui'ra mjög efnilegra drengja og telpna, sem eg vona fastiega að mæti nú á næstu æfingum. Mér er kunnugt um það, að sumt af þessu unga fólki, sem ekki hefir konx- ið ennþá, er t. d. í kvöldskóla eða við vinnu á þeirn tíma, sem þeir flokkar æfa, sem það heíir áður verið með. Eg treysti ykkur samt til að koma og tala við mig, því vel getur verið að hægc sé að breyta til með æfingatíma og hafa þá þeg- ar flestum hentar sem bezt. Ennfremur getur vel verið að þið gætuð sótt æfingar með öðrurn flokkum en þeim sem þið hafið áður verið með. Þetta starfsár, er og á að verða merkisár í sögu I.R. 11. marz í vetur er 25 ái'a afmæli félagsins. Það er skylda hvers einasta félagsmanns að halda til þessa afmælis með eins mikilli rausn og pi'ýði og unt er. En hvernig verður haldið bezt og veglegast til þessa afmælis? Jú, því er fljót- svai’að. Með því að félagið sýni þá sem flesta og sem bezt þjálfaða íþróttamenn og konur. Hug- sjón þessa félagsskapar er sú, að fá sem flesta til þess að iðka fimleika og allar aðrar fagrar

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.