Elding - 01.04.1934, Blaðsíða 1

Elding - 01.04.1934, Blaðsíða 1
Baráttumalg'agn vaknandi æsku I. árg. Kjörorð: Frelsi, vinna og brauð Reykjavík, apríl 1934 2. tbl. Morðingjar. Þorbergur Þórðarson og fleiri leigðir ritsnápar marxista hafa lagt mikið kapp á það, að „fræða" almenning um ástand- ið í Þýzkalandi eftir að national-socialistar tóku þarvið völdum. Þorbergur hefir tæp- ast haft í öllu sínu mikla orða- forðabúri (hann hefir um nokkur ár fengið laun úr ríkis- sjóði fyrir að „safna orðum") nógu sterk og svívirðileg lýs- ingarorð um hið geigvænlega ógnarástand, pyntingar, Iaxer- olíutökur, barsmíðar o. s. frv., sem hann vill telja alþýðu manna trú um, að national- socialistar beiti andstæðinga sína, „marxistisku hetjurnar, sem heldur vildu þola kvalir og pyntingar en yfirgefa og ofur- selja verkalýð Þýzkalands í hendur nazistaböðlanna". Lát- laust, dag eftir dag, hefir Þor- bergur fyllt dálka Alþýðublaðs- ins með ógurlegum pyntinga- sögum, sem eiga að hafa átt sér stað í Þýzkalandi, en eru allar upprunnar úr heilabúum álíka geðsjúkra manna og Þor- bergs Þórðarsonar, þ. e. a. s. þær sögurnar, sem hann ekki hefir búið til sjálfur. Það er annars eftirtektarvert, að til óhróðursiðjunnar um national- socialista skuli hafa verið val- inn maður seití Þorbergur, við- urkenndur bilaðasti og ruglað- asti maður á Islandi, af þeim, sem lausir ganga og ekki eru á Kleppi. En þessi ruglaði ná- ungi hefir auðsjáanlega orðið fyrir valinu, vegna þess, að þótt ruglaður sé, er hann við- urkenndur fyrir leikni sína í að rugla málefnum, og auk þess auðtrúa fram úr hófi, Og því hentugur leiksoppur í hönd- um ófyrirleitinna lygasprautna (Rútur o. fl). Og því miður hefir Þorbergi orðið alltof ágengt með óhróður og „kvala- söguburð" sinn. Alþýða þessa lands er fróðleiksfús, en um of trúgjörn. Með tilvitnunum sín- umj í erlendar bækur og frekju- legum lygurh og blekkingum hefir Þorbergi o. fl. tekizt að fá nokkurn hluta almennings hálft um hálft til að trúa því, að national-socialistar séu ógur. legir verkalýðsfjendur, haldnir af kvalaþorsta og hefndarhug. Um tilvitnanir Þorbergs er það að segja, að öll þau skrif, sem hann vitnar í, eru rituð af landflótta glæpamönnum, sem flýðu Þýzkaland, þegar við völdum tóku þar menn, sem vitanlegt var að ekki myndu hylma yfir glæpi þeirra og landráðastarfsemi. Til að gefa mönnum nokkra hugmynd um hvernig þessir glæpamenn störfuðu í þágu föðurlandsins, meðan þeim1 hélzt uppi glæpa- iðja þeirra þar, skulu hér til- færðar talandi tölur um ástand- ið eins og það var fyrir valda- töku Hitlers. Marxistar fóru með völdin í Þýzkalandi að meira eða minna leyti frá 1918 —1933 og í Prússlandi réðu þeir einir öllu þar til 5. marz 1933, að Hitler vann lokasigur sinn. Marxistar báru því ábyrgðina á ástandinu á þessu tímabili og skal nú að nokkru lýst „frelsinu og friðnum", sem ríkti undir stjórn þeirra þar. Kannske kvalaþorsta Þorbergs lægi ögn, þegar hann sér, hversu ágengt vinumi hans rauðu morðingjunum í Þýzka- landi varð í drápsiðju sinni. Á árunum 1923 til 1933 meðan national-socialistar voru að ryðja sér til rúms, áttu þeir, við slíkt ofurefli og grimmd að etja af hálfu marxista, að þess munu engin dæmi. Hér fer á eftir skýrsla, opin- berlega staðfest, yfir national- socialista, sem skotnir voru til bana af rauða mbrðingja- liðinu: Myrtir. co tn a « o < 1923 21 ...... 21 1924 4 ...... 4 1925 3 ...... 3 1926 4 ...... 4 1927 5 ...... 5 1928 5 .. .. ' .. 5 1929 8 .. .. 1 9 1930 15 1 .. 1 17 1931 32 6 3 1 42 1932 68 10 2 4 84 Jan.'33 5 .. 1 .. 6 Alls 170 17 6 7 200 Alls hafa verið drepnir á þessu tímabili 200 national- sócialistar, þó átti alltaf að i eiía i-manlanclsfriður nema árið 1923 (byltingin í Miinch- en). Þessir 200 menn, semféllu í baráttunni fyrir fósturjörð þeirra, voru flestir skotnir n<3- ur úr launsátri af rauða skríln- um; fæstir morðingjanna náð- ust, flestir þeirra komust til Riisslands og njóta þar ávaxt- anna af iðju sinni. Enn betri hugmynd gefur þó tala særðra national-socialista, um ógnar- öldina í Þýskalandi áður en Hitler bjargaði þjóðinni frá al- gerðri tortímingu. Tala hættulega særðra nati- onal-socialista í viðureigninni við rauðu mörðingjana frá 1928 til 1933, er sem hér segir: Hættulega særðir. Kveðja. -<j Cfí co tfi rrJ « O 1929........ 360 1929........ 881 1930...... . . 2506 1931........ 6307 1932 6466 1060 267 1922 9715 1933 jan. 357 75 31 87 550 Alls 20319 Eins og ofanritað sýnir hafa 20319 national-socialistar særst í baráttunni við þá „friðsömu". Flestir þessara særðu manna hafa aldrei náð fullri heilsu síðan; margir þeirra eru af völdum sáranna algjörlega ó- hæfir til að hafa ofan af fyrir sér. — Þau eru ekki fá fórn- ardýrin .sem látið hafa líf og heilsu vegna rauðu morðingj- anna, fyrir sigur national-soci- alismans á Þýzkalandi. Nú eru skotin hætt að hljóma á götum og gatnamótum í borgum Þýzkalands. Það kann Þor- bergur & Co illa við, en réttsýn alþýða Islands og allra landa dáist að þeim frelsishetjum, sem' unnið hafa fullkominn sigur á rauðu morðingjunum þar. Frelsi, atvinna og brauð eru Undanfarið hefir forseti S.~ U. J., Pétur Halldórsson, verið að narta í mig með ónotanöldri í ýmsum blöðum Marxista hér í bæ. Hefi ég ekki virt Pétur svars til þessa, en þykir þó rétt að gera honuiri skil, þar eð margir, sem ekki þekkja hann, taka ef til vill mark á hon- um, þó ólíklegt sé. Um1 kynni mín af Pétri get ég fátt ann- að sagt, en að hversdagslega hafi farið vel á með okkur, enda lætur Pétur litið uppi um pólitískar skoðanir sínar, nema þá helzt á prenti. Lengi vel vissi ég ekki, að þessi upp- dubbaði og hæverski aðkomu- piltur, væri pólitísk stjama eða hvorki meira eða minna en „forseti" S. U. J. Mér fannst Pétur ekki þesslegur að nokk- urt samband gæti verið á milli hans og vinnandi manna, en sé nú, að mér hefir skjátlazt, þár sem1 hann er nokkurskonar „litli Héðinn" meðal Marxista. Hvað semi annars um Pétur má segja, býst ég við og hefi á- litið hann bezta skinn, en stjórnmálaleiðtogi held ég að hann verði aldrei. Skrif hans bera það með sér. Þeir, sem þau lesa, sjá að þar fer maður með pennann, sem' allt 'hefir verið lagt upp í hendurnar á, ekkert vit hefir á málefnum þjóðarinnar, eh gegndarlaust sjálfsálit héfir dregið út í botnlaust pólitískt fúafen, semj hann er á hraðri leið niður í. Hættu Pétur, að skifta þér af því sem þér er ofvaxið, gefðu þig að Brunabótafélaginu, þar ert þú öruggur í bili af vissum ástæðum. G. S. kjörorð national-socialista. Nú eru það ekki aðeins orð heldur raunveruleiki, það veit þýzka þjóðin og allur heimurinn. En af rugluðum mönnum með ruglaðan málstað verður ekki vænst annars en lyga og blekk- inga. Þess vegna heldur Þor- bergur áfram að skrifa. Fr. S. • V

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/762

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.