Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3 0. M A Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 145. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y W W W .H R .I S NÝ SÝN NÝ HUGSUN NÝSKÖPUN Umsóknarfrestur er til 31. maí «HEILSUSETUR Á SÓLHEIMUM BJARTSÝNI, GÓÐVILD OG ENGAR SKULDIR «ROSDESTVENSKÍJ OG SINFÓNÍAN  Ragnar Kjartansson er fulltrúi Ís- lands á Feneyjatvíæringnum í ár. Einar Falur Ingólfsson ræðir við Ragnar sem mun áður en yfir lýkur mála 180 málverk í Feneyjum. LESBÓK Einlæg írónía í Feneyjum Árleg hátíð fantasíu- og hryllings- mynda var haldin í Amsterdam fyrr á þessu ári. Gunnar Eggert Thor- oddsen sótti hátíðina og greinir frá því sem fyrir augu bar. Ótti og óbeit í Amsterdam Hvernig talar maður í útvarpi? Seg- ir maður London eða Lundúnir? Hikorð, mistök og málvillur ber að forðast en það getur verið erfitt að tala rétt þegar á hólminn er komið. Er sérstakt útvarpsmál til? Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is HÆRRI gjöld ríkisstjórnarinnar á áfengi, tóbaki og eldsneyti hækka höfuðstól tíu milljóna króna verð- tryggðs láns um fimmtíu þúsund krónur í ágúst. Þetta eru ekki einu hækkanir á höfuðstólnum því eftir á að gera ráð fyrir öðrum hækkunum á eldsneyt- isverðinu, en bensín hefur nú hækk- að um tæpar 20 krónur frá síðustu mælingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Haldist eldsneyt- isverðið því óbreytt fram yfir næstu mælingu bætast aðrar 20 þúsund krónur við höfuðstólinn, segir Krist- rún Tinna Gunnarsdóttir, sérfræð- ingur í hagfræðideild Landsbank- ans. Hún bendir á að reiknað sé með að fleiri liðir vísitölunnar, s.s. mat- vöruverð, hækki við næstu mælingu. Bolli Héðinsson hagfræðingur segir hliðaráhrif af hækkun gjald- anna, að skuldir hækki, enn einn naglann í líkkistu krónunnar. Algengasta lítraverð á bensíni á sjálfsafgreiðslustöðvum olíufélag- anna var 181,30 krónur í gær. Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir verðið aldrei hafa verið hærra: „Fyrra met stóð um mán- aðamótin júní og júlí í fyrra, 177,40 krónur á lítrann.“ Félagið hefur reiknað út að eig- andi Volkswagen Golf, sem tók bens- ín fyrir 7.755 krónur á fimmtudag, gæti hafa farið 627 kílómetra á tanknum. Degi síðar dugði pening- urinn fyrir 571 kílómetra leið. Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund  Metverð á eldsneyti hækkar verðtryggð lán enn meira en nýju gjöldin ein gera  Slógum met í bensínverði | 12 JANA Katrín Magnúsdóttir er ekki nema ellefu ára gömul en á þegar að baki sjö ára veru í Stúlknakór Reykjavíkur. Hún heldur til Ítalíu með kórn- um á mánudaginn þar sem hún mun syngja í nokkrum þekktum kirkjum, m.a. í Péturskirkjunni í Róm „Þetta er rosaleg vinna en ég legg allt á mig fyrir kórinn,“ segir Jana. Hún dreif sig í kórinn fjögurra ára gömul, ein- faldlega af því að hún hafði svo gaman af því að syngja. | 48 LEGGUR ALLT Á SIG FYRIR KÓRINN Morgunblaðið/Kristinn  „OKKUR hefur verið bent á að það kunni að vera eitthvað at- hugavert við tilkynningu um hluta- fjárhækkun í Exista í desember. Við erum að skoða málið og munum leita frekari skýringa hjá hlutaðeigandi,“ segir Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár. Verið er að athuga hvort hlutafjáraukningin stangist á við hlutafélagalög. Hlutafé var auk- ið um 50 milljarða króna en greitt var fyrir það með einum milljarði króna. Í lögum um hlutafélög segir hins vegar orðrétt að „greiðsla hlut- ar má ekki nema minna en nafnverði hans“. Því stenst greiðsla fyrir hlutaféð mögulega ekki lög um hlutafélög. »20 Fyrirtækjaskrá skoðar hlutafjáraukningu Exista  Gífurlegar annir eru hjá Mannréttinda- dómstólnum í Strassborg og bíða nú um 100 þúsund mál með- ferðar hjá hon- um. Í fyrra bár- ust 50 þúsund mál til dómstólsins. Davíð Þór Björgvinsson dómari segir að um 57% málanna berist frá einungis fjórum ríkjum, Rússlandi, en þaðan kemur fjórðungur allra mála, Rúmeníu, Úkraínu og Tyrk- landi. »23 100 þúsund mál bíða hjá Mannréttindadómstólnum  AÐILAR vinnumarkaðarins fara ósáttir inn í hvítasunnuna. Þá greinir harkalega á um hvort hækka eigi launataxta eins og um var samið þann 1. júlí. „Atvinnurek- endur eru ekki að borga út alla þessa hækkun fyrsta júlí. Það ligg- ur bara fyrir. Við ráðum ekki við það,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Svo gæti farið að gild- andi kjarasamningar yrðu ekki framlengdir vegna málsins. »4 Deila um frestun launa- hækkana fram á haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.