Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HÁIR styrkir fyrirtækja til Sam- fylkingarinnar á árinu 2006 námu alls 73,2 milljónum króna. Áður hef- ur verið sagt frá 36 milljóna styrkj- um til aðalskrifstofu Samfylking- arinnar, en í gær greindi Magnús M. Norðdahl, gjaldkeri Samfylking- arinnar, einnig frá styrkjum til að- ildarfélaga hennar og kjördæmis- og sveitarstjórnarráða. Tugmilljónir frá bönkunum Stærsti styrkveitandinn var Kaupþing sem gaf samanlagt tíu milljónir. Því næst Landsbankinn og FL Group sem gáfu átta milljónir hvort. Glitnir og Actavis gáfu 5,5 milljónir hvort, Dagsbrún og Baug- ur fimm milljónir hvort, Exista og Ker þrjár milljónir hvort og Eykt gaf tvær og hálfa milljón. Minni styrkir einstaklinga og fyr- irtækja til aðildarfélaga og kjör- dæmisráða námu 30.124.000 krónum svo alls hefur verið upplýst um ríf- lega 103 milljóna króna framlög til flokksins á árinu 2006. Í bréfi Magnúsar sem sent var í gær segir að Samfylkingin skori á aðra stjórnmálaflokka að birta upp- lýsingar um fjáröflun sína með sama hætti. Samfylkingin hefur einnig upplýst um styrki til sín á árunum 2007 og 2008. Tengjast athafnamönnum Segja má að félög sem veittu sam- anlagða styrki upp á 25 milljónir króna til Samfylkingarinnar árið 2006 tengist Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni sterkum böndum. Þá veittu félög tengd Björgólfsfeðgum um 16 milljóna styrki, félög tengd Ólafi Ólafssyni 14 milljóna styrki og félög tengd Ágústi og Lýði Guðmunds- sonum sömuleiðis 14 milljóna styrki, en Kaupþing, stærsti styrkveitand- inn, tengist bæði Ólafi og þeim bræðrum.  Árið 2006 styrkti Kaupþing Samfylkinguna um tíu milljónir króna og Landsbankinn um átta milljónir  Félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni veittu 25 milljónir króna til Samfylkingarinnar það árið 73 milljónir frá stórfyrirtækjum Fyrir kosningar yfirtók styrkja- málið svokallaða alla pólitíska umræðu um hríð. Nú, mánuði eft- ir kosningar, birtir Samfylkingin frekari upplýsingar um styrki stórfyrirtækja árið 2006. JARÐSKJÁLFTINN sem skók jörð á Suðurnesjum í gærkvöldi reyndist vera 4,7 stig á Richter og fannst hann greinilega í Reykjavík og víðar. Samkvæmt fyrstu mæl- ingum var hann 3,9 stig en að sögn Gunnars Guðmundssonar, jarð- skjálftafræðings á Veðurstofunni, var þar um vanmat að ræða og reyndist hann í raun vera töluvert stærri. Skjálftinn, sem varð klukkan 21:33, átti upptök sín um 8 km norð- austur af Grindavík og fundu bæj- arbúar þar hann sterkast allra. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum svignuðu þar rúður í húsum og hurðir fóru á fleygiferð en engar til- kynningar bárust í gærkvöldi um tjón eða meiðsli vegna skjálftans. Ár frá Suðurlandsskjálftanum Samkvæmt lögreglunni tóku Suð- urnesjamenn skjálftunum raunar af mestu ró og spekt og það þrátt fyrir að þeir hafi riðið yfir nákvæmlega ári eftir að Suðurlandsskjálftinn olli miklu tjóni þann 29. maí í fyrra. Að sögn Gunnars Guðmunds- sonar hafði verið titringur í jörðu yf- ir daginn og voru forskjálftar byrj- aðir nokkru fyrir stóra skjálftann. Fjöldi minni skjálfta fylgdi einnig í kjölfarið og urðu smærri eftir því sem frá leið. „Það er alls ekki ólík- legt að það haldi áfram að hristast eitthvað fram eftir nóttu,“ sagði Gunnar en skjálftahrinur sem þess- ar eru algengar á Suðurnesjum þótt nokkuð sé liðið síðan svo stór skjálfti mældist þar. una@mbl.is Snarpur skjálfti á afmælinu Reykjanes Kl. 21.33:46 4,7 á Richter Kl. 21.33:48 4,7 á Richter Kl. 21.33:47 4,7 á Richter Mældist 4,7 stig MIKIL örtröð var í vínbúðum um allt land í gær eftir að samþykkt var á Alþingi 15% hækkun á gjöld- um á áfengi og tóbaki. Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, er greini- legt að fylgni var á milli hækkunar- innar og aukinnar sölu. „Þetta nær líklega ekki föstudegi fyrir versl- unarmannahelgi og þessum stóru dögum, en þetta er samt mjög stór dagur miðað við árstíma.“ Að sögn Sigrúnar afgreiddu starfsmenn vínbúðanna alls 29.000 viðskiptavini á sambærilegum föstu- degi á sama tíma í fyrra, en í gær voru þeir 37.300. Viðskiptavinir gær- dagsins voru því um 30% fleiri en á venjulegum föstudegi. „Það var mjög mikið að gera, en til samanburðar er í minnum hafður 31. október í fyrra,“ segir Sigrún, en þau mánaðamót hækkaði áfengi að meðaltali um 5,25%. „Þá afgreiddum við 44 þúsund viðskiptavini á einum degi, það var eiginlega metdagur.“ Verðhækkunin nú hefur ekki tekið gildi ennþá en gerir það líklega eftir helgi að sögn Sigrúnar. una@mbl.is Mikil áfengis- sala í gær 30% fleiri keyptu vín en á venjulegum degi SÓLVEIG Thoroddsen varð dúx Menntaskólans í Reykjavík að þessu sinni, en skólinn brautskráði stúd- enta í gær. Sólveig, sem nam við fornmáladeild, hlaut 9,78 í með- aleinkunn, sem er með því hæsta sem þekkst hefur. Tungumál eru áhugamál hennar, einkum forn- málin. Sólveig hefur jafnframt námi ver- ið á fullu í tónlistinni. Hún hefur spil- að á hörpu í 9 ár og næst liggur leið- in til Wales, þar sem hún hyggst stunda nám í hörpuleik næstu fjögur árin. | 26 Dúxinn var með 9,78 í einkunn Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „ÉG er eiginlega búin að ljúga að henni í tvo mánuði, á meðan á undirbúningi brúðkaupsins stóð, hennar eigin brúðkaups sem hún vissi ekkert um fyrr en skömmu áður en athöfnin fór fram,“ segir Bylgja Hauksdóttir sem gerði sér lítið fyrir og bað kær- ustuna sína, Söru Dögg Jónsdóttur, að giftast sér þar sem þær voru staddar í hávaðaroki á Álftanesvegi í gær. ja henni að við værum að fara voða fínt út að borða í hádeginu með sjávarútvegsráðherra, en ég vinn í fiskibransanum og sagði að við hefðum verið að fá verðlaun og veislan væri í tilefni þess. Ég sagði henni að þetta væri rosalega fínt boð og hún yrði því að vera flott klædd. Ég sagði að við þyrftum fyrst að sækja vinafólk mitt út á Álftanes sem ætlaði að fá far með okkur. Á miðjum Álftanesveginum keyrði ég svo út í kant og stoppaði bílinn hjá blöðru sem vinkona okkar hafði komið fyrir á staur. Ég sagði henni að ég ætlaði að sýna henni svolítið og þegar við komum út úr bíln- um sýndi ég henni hvað stóð á blöðrunni: 100 metrar í hjartastuðtæki, sem átti þá að grípa til ef Sara fengi áfall, 50 metrar í sprengitöflur og 5 metrar í rotara, ef hún tæki nú upp á því að segja nei. Síðan sagði ég bara: Ástin mín, ég er búin að ljúga að þér í tvo mán- uði, við erum ekki að fara út að borða með sjáv- arútvegsráðherra, viltu giftast mér? Hún fór bara að gráta og sagði já, ég vil giftast þér, en ertu eitthvað skrýtin? Síðan keyrðum við beint upp að kirkju þar sem okkar nánasta fjölskylda beið en mamma hennar Söru var svaramaðurinn og þetta var látlaus og falleg athöfn. Þetta var mjög skemmtilegt, alveg æðislegt.“ Gott að presti seinkaði Eftir athöfn héldu allir heim til þeirra Bylgju og Söru þar sem skálað var í kampavíni og snittur snæddar. „Við fórum svo út að borða og þar voru mættir vinir hennar Söru sem hún vissi ekkert um og fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson kom og spilaði fyrir okkur í klukkutíma,“ segir Bylgja sem hélt því áfram að koma sinni heittelskuðu á óvart. Sara var hin kátasta þegar blaðamaður heyrði í henni skömmu eftir athöfnina. „Þetta kom mér gjörsamlega á óvart, mig grunaði ekki neitt. Vissulega voru pínulítið blendnar tilfinn- ingar þegar ég komst að því að hún væri búin að plana þetta allt og græja og gera allan pakkann án þess að ég hefði hugmynd um það. Hún reif mig út í rokið og bar upp bónorðið, það var nett áfall. Móðir eins nemanda míns í skólanum þar sem ég er skóla- stjóri hafði farið klukkan sex í morgun með blöðr- urnar og fest þær á staurinn, þannig að það var mikið fyrir þessu haft. Sem betur fer seinkaði prestinum að- eins og ég hafði smátíma til að jafna mig og komast niður á jörðina. Þetta var hálf-óraunverulegt en alveg yndislegt. Hún Bylgja er alveg ótrúleg kona.“ Hafði ekki minnstu hug- mynd um brúðkaupið sitt Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Gleðidagur Það ríkti mikil gleði þegar þær Bylgja Hauksdóttir og Sara Dögg Jónsdóttir komu út á tröppur Bessa- staðakirkju að athöfninni lokinni. Þeim var fagnað innilega af vinum og vandamönnum. Kaupþing 5.000.000 Dagsbrún 5.000.000 FL Group 5.000.000 Landsbankinn 4.000.000 Actavis 2.500.000 Atlantsolía 2.000.000 Glitnir 2.000.000 Baugur 2.000.000 Eykt hf. 1.500.000 Atafl hf. 1.000.000 Brimborg ehf. 1.000.000 Samskip hf. 1.000.000 Olíufélagið 1.000.000 Olís 1.000.000 Nýsir hf. 1.000.000 Vís 1.000.000 Eik fasteignafélag hf. 600.000 SPRON 600.000 Til félaga og ráða Til aðalskrifstofu Kaupþing 5.000.000 Landsbankinn 4.000.000 Glitnir 3.500.000 FL Group 3.000.000 Exista 3.000.000 Baugur Group 3.000.000 Actavis 3.000.000 Ker hf. 3.000.000 Milestone 1.500.000 Straumur Burðarás 1.500.000 Teymi ehf. 1.500.000 Eykt ehf. 1.000.000 Eimskip 1.000.000 SPRON 1.000.000 Eignarhaldsfélag Sam- vinnutrygginga 1.000.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.