Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FRÆ repjunnar sem myndar nú skærgular blómabreiður á akri á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum verður í haust notað til að fram- leiða lífdísil og knýr þannig vélar. Gerðar eru tilraunir með ræktun repju í þessum tilgangi auk þess sem Siglingastofnun vinnur elds- neyti úr dönskum repjufræjum. Siglingastofnun vinnur að at- hugun á notkun umhverfisvænna orkugjafa fyrir skipastól lands- manna sem koma eiga í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti eða draga úr notkun þess. Framtíðarmark- miðið er að Íslendingar geti orðið sjálfum sér nægir með eldsneyti á fiskiskipaflotann. Í þeim tilgangi var tekið upp samstarf við Land- búnaðarháskóla Íslands og nokkra bændur um tilraunir til ræktunar á repju. Ræktun á söndum gengur illa Repju var sáð á níu stöðum víðsvegar um landið á sl. sumri ásamt nepju sem er harðgerðara og fljótsprottnara afbrigði repju. Repja er káltegund og því er vetr- arafbrigði sem notað er í þessum tilraunum sáð á sumrin. Kálið leggst síðan í dvala yfir veturinn. Þeir sem standa að tilrauninni biðu spenntir eftir því hvort repj- an myndi lifa veturinn af og byrja að blómstra í vor. „Þetta er af- skaplega misjafnt, allt frá því að drepast alveg og upp í það að vera mjög gott. Fallegasti akurinn er á Þorvaldseyri,“ segir Þór- oddur Sveinsson, tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann segir að akrar á Möðruvöllum og á Vatnsnesi komi einnig vel út. Áhugi er á því að halda áfram til- raunum við mismunandi aðstæður og aðferðir. Siglingastofnun hefur lagt áherslu á að nýta land sem ekki hentar til matvælaframleiðslu til ræktunar fyrir eldsneytisfram- leiðslu. Repja sem sáð var í sanda sunnanlands lifði ekki veturinn. Jón Bernódusson, verkfræðingur á rannsókna- og þróunarsviði stofnunarinnar, er þó ekki af baki dottinn. Segir að áfram verði unn- ið að aðferðum til að nýta sandana í þessum tilgangi. Siglingstofnun hefur komið sér upp pressu til að ná olíu úr repju- fræjum. Í haust fást því upplýs- ingar um það hvað hver hektari gefur af sér mikla olíu. Jafnframt verða gerðar tilraunir með fram- leiðslu á lífdísil úr dönskum fræj- um og íslenskum. Þá er tréspíra, sóda og fleiri efnum blandað sam- an við jurtaolíuna. Hver hektari er talinn gefa af sér 1200 til 1500 lítra af lífdísil sem nota má beint á dísilvélar skipa og bíla. Upp- skera af einum hektara samsvarar akstri meðalbifreiðar á ári. Úr hratinu er gert möl sem er prótínríkt skepnufóður. Einn hektari af repju gefur af sér um tvö tonn af mjöli. „Salan á repju- mjölinu einu og sér getur staðið undir öllum kostnaði við repju- ræktunina. Allt annað er í raun viðbótarafurð og þar er olían verðmætust,“ segir Jón Bernód- usson og nefnir einnig að gera megi verðmæti úr stönglum og öðrum afurðum sem til falla við ræktunina. Mikilvæg kolefnisjöfnun Þá er kolefnisjöfnunin ótalin en Jón segir að hún sé mikilvæg. Þannig bindi ræktun á einum hektara 6 tonn af koltvísýringi. Brennsla olíunnar af þessum hekt- ara í dísilvél losi einungis helming þess þannig að bóndinn geti hugs- anlega gert sér verðmæti úr kol- efnisbindingunni í framtíðinni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Repja Akurinn á Þorvaldseyri verður ekki lengi svona fallegur því blómin breytast í kúlu sem fóstrar olíufræ. Rækta olíu fyrir skipin  Ræktun á repju til framleiðslu á lífdísil gengur misjafnlega  Fallegir akrar á Þorvaldseyri og víðar  Dísill úr dönskum fræjum unninn á Siglingastofnun HRAFNISTA hefur tilkynnt land- læknisembættinu lát heimilismanns á Hrafnistu í Hafnarfirði og sam- kvæmt vinnuferlum óskað eftir lög- reglurannsókn, þótt ekki séu uppi grunsemdir um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Starfsmaður Hrafnistu heyrði há- vaða berast frá herbergi 87 ára gam- allar konu undir kvöld föstudaginn 22. maí s.l. Starfsmaðurinn fór um- svifalaust á vettvang. Þá var í her- bergi konunnar níræður karlmaður. Konunni var mjög brugðið en eng- ir áverkar sáust á henni og hún kenndi sér einskis meins. Hvorugt þeirra gat þó greint frá því sem gerst hafði. Fylgst var vel með þeim báðum um kvöldið og næstu nótt. Eftir læknisskoðun daginn eftir var ákveðið að leggja konuna inn á hjúkrunardeild þar sem hún lést fimmtudaginn 28. maí. Maðurinn er undir eftirliti hjúkrunarfólks. Andlát konu í rannsókn Morgunblaðið/Sverrir TILVILJUN ein réð því að ekki varð slys þegar þota flaug framhjá manni á svifvæng yfir Sandskeiði fyrir hálfum mánuði. Rannsókn- arnefnd flugslysa (RNF) rannsakar málið sem alvarlegt flugatvik. Þorkell Ágústsson, rannsókn- arstjóri RNF, segir að við rannsókn- ina hafi skýrst að um 800 til 1.000 metrar hafi skilið þotuna og mann- inn að í sex þúsund feta hæð. Ekki hefði verið hægt að afstýra slysi hefði maðurinn lent á þotunni. Maðurinn á svifvængnum hefur verið yfirheyrður. Hann tilkynnti ekki að hann hygðist svífa svo hátt, eins og vinnureglan er. Maðurinn sagði að vegna sérstakra veðurað- stæðna hefði hann komist hærra en venjan sé. Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélags Reykjavíkur, segir atvikið einstakt í sögu félagsins. Maðurinn sem mætti þotunni sé þaulvanur en nánar verði farið yfir atvikið með fé- lagsmönnum. gag@mbl.is Tilviljun að flugvél flaug ekki á mann„ÞAÐ er mjög spennandi að sjá þetta ger-ast og komast á þetta stig í lok maí. Nú er allt sumarið framundan fyrir fræið að þroskast,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem náð hefur góðum árangri í ræktun repju á fyrsta ári. Mikil ræktunarhefð er á Þor- valdseyri, meðal annars í kornrækt. Ólafur hefur trú á verkefninu og hyggst þrefalda ræktunina í haust. Hann segist þó eiga margt ólært og vill ekki gefa miklar yfirlýsingar um árangurinn fyrr en að þremur árum liðnum. Reynslan sýni að komið geti óhagstæðari vetur. Þá hugsar Ólafur sér gott til glóðarinnar með að nota hratið sem gróffóður fyrir skepnur og veltir fyrir sér möguleikum til nýtingar hálmsins. Tækin úr kornræktinni eru notuð við sáningu og þreskingu repju. Siglingastofnun hefur áhuga á að koma upp aðstöðu á Þorvaldseyri eða nágrenni til að pressa repjufræin og framleiða lífdísil. Allt sumarið framundan til fræmyndunar Ræktun Hávöxnustu plönt- urnar ná Ólafi vel í mitti. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ENN bætist í flóru utanvegahlaupa á Íslandi þann 13. júní næstkom- andi þegar blásið verður til 7 tinda hlaupsins í Mosfellssveit. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, annars vegar 17 km og hins vegar 37,45 km. Skipuleggjendur hlaups- ins vonast eftir um 100 þátttak- endum í jómfrúarhlaupið og að enn muni bætast við á næsta ári. „Við ætlum að gera þetta að alvöru hlaupi,“ segir Elías Níelsson, íþróttafræðingur og hlaupagikkur sem er einn af skipuleggjendum hlaupsins. Hlaupið hefst við Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Að mestu er hlaupið um vegleysur, fjöll, heiðar og dali en aðeins lítill hluti leiðarinnar er í byggð og á vegi. Töluvert er hlaupið á stígum en að sögn Elíasar eru um 30% leiðarinnar utan allra stíga, vega eða þess háttar. Erfiðasti kafl- inn er frá Æsustaða- fjalli upp á Grímanns- fell. „Það er ofboðslega erfið leið. Tekur rosalega í,“ segir Elías sem hefur nokkr- um sinnum hlaupið þessa leið og oft um þessar slóðir. Hann telur gott að hlaupa lengri leiðina á um fimm tímum. Hlaupið sé upplagt sem síðasta langa æfing fyrir Laugavegshlaupið 18. júlí. Þurfa ekki að villast Leiðin verður merkt með flöggum og einnig verða starfs- menn hlaupsins á nokkrum stöðum. Ef skyggnið verður sæmilegt og ekki of lágskýjað á rötun ekki að vera vandamál, að sögn Elíasar. Keppnishlaup og ekki síst utanvegahlaup hafa notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Elías segir hlaupa- leiðina sérlega skemmtilega. „Það er saga í þessu líka, nóbelsskáldið á hægri hönd og Egils saga á vinstri hönd. Svo er hlaupið fram hjá eina kúabúinu á Reykjavíkursvæðinu,“ segir hann. Við þetta má bæta að 6. júní verður keppt í Úlfljótsvatnshlaup- inu en upplýsingar um það og öll önnur keppnishlaup má sjá á www.hlaup.is.                                           Hlaup á sjö tinda í Mosfellsbæ  Hlaupið um vegleysur, fjöll og dali Skátafélagið Mosverjar er meðal skipuleggjanda 7 tinda hlaups- ins. Mikill kraftur er í starfsemi félagsins og er sérstök áhersla lögð á útivist enda er stutt á ákjósanleg útivistarsvæði. Um 130-150 skátar eru í félaginu. Mosverjar hafa á hverju ári gengið um þessar slóðir, nánast sömu leið og samsvarar lengri hlaupaleiðinni og hafa tekið sér um sólarhring til verksins. Í sumar verður ekki farið til út- landa á skátamót, heldur í viku- útilegu á Hornströndum. Ekki er það verra. Öflugt skátafélag Fjör Gaman í Mosverjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.