Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Æ FLEIRI virðast nú íhuga að slíta sambúð eða skilja „á pappírunum“ til að njóta bóta og afslátta sem ein- stæðum foreldrum bjóðast. Þórhallur Heimisson sóknarprestur staðfestir að hann hafi orðið var við þessa um- ræðu; bæði sé fólk að velta þessu fyr- ir sér sjálft auk þess sem fjármálafyr- irtæki og ráðgjafar virðist benda fólki á þessa leið. Sennilega vega ýmsar opinberar bætur þyngst í slíkum vangaveltum, en einstæðir foreldrar fá t.a.m. tölu- vert hærri barna- og vaxtabætur en foreldrar í sambúð. Eigi parið tvö eða fleiri börn fær forsjárforeldri að auki mæðra- eða feðralaun. Þá fá ein- stæðir foreldrar ungra barna ríflegan afslátt af dagvistargjöldum. Þórhallur segir að reikna verði dæmið til enda. „Ég myndi aldrei ráð- leggja fólki þetta. Þetta er oft því miður fyrsta skrefið í átt að því að fjölskylda, sem er komin á vondan stað, flosni endanlega upp, jafnvel þótt fólk hafi ekki hugsað sér að slíta sambandinu. Oft er það líka að leita sér aðstoðar út af öðru því allt er orð- ið svo brothætt.“ Sé litið á tölfræði opinberra stofn- ana er erfitt að festa hönd á tilhneig- ingunni enda ber mönnum saman um að þeir sem grípi til þessa úrræðis leyni því eftir fremsta megni gagn- vart þessum stofnunum. Þannig gaf Hagstofan út í vikunni bráðabirgða- tölur yfir giftingar, sambúð og skiln- aði í fyrra. Samkvæmt þeim hefur skilnaðartíðni lítið breyst undanfarin ár. „Það er ekkert í þessum tölum sem bendir til þess að þetta sé að aukast en eitt af því sem við skoðum við lögskilnað er hvort fólk búi ennþá á sama stað,“ segir Guðjón Hauksson hjá mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands. „Það var ekkert meira um það í fyrra en hefur verið hingað til. Hins vegar hefur maður aðeins heyrt af þessari umræðu eftir bankahrunið en það er svo stuttur tími síðan að það kæmi þá ekki fram í tölum hjá okkur fyrr en á næsta ári, þegar árið 2009 verður tekið saman.“ Hvorki Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri né Helen Bachmann hjá Tryggingastofnun ríkisins segjast hafa orðið vör við tilhneigingu í þessa átt en leggja áherslu á að koma megi ábendingum til stofnananna um slíkt. „Það er örugglega eitthvað um þetta en menn sjá það ekki í fljótheitum, heldur þarf einhverjar athuganir til,“ segir Skúli. „Þetta er auðvitað ákveð- ið form af svikum. Þarna eru menn að ná út með röngum hætti nauðþurfta- bótum og það er svipað og fólk sem fær atvinnuleysisbætur en er ekki at- vinnulaust.“ Grípa til sýndarskilnaðar til að bjarga bágum fjárhag Ákveðin tegund svika fólks á opinberum nauðþurftabótum segir ríkisskattstjóri Morgunblaðið/Golli Sambúðarslit Einhverjir virðast horfa til bóta og afslátta sem eingöngu eru ætlaðir einstæðum foreldrum. Í HNOTSKURN »Uppsafnað skilnaðarhlut-fall mældist 37,2% í fyrra, skv. tölum Hagstofunnar. »Örlítil lækkun varð hinsvegar á giftingartíðni í fyrra, miðað við árið 2007. »Lögskilnaðir fara fram ígegnum presta, sýslumenn og dómstóla. Við sambúðarslit nægir að skrá lögheimili á nýj- an stað. Erfitt er að festa hönd á því í op- inberum tölum hvort skilnaðir „á pappírunum“ færist í aukana. Prestur segir fólk tala um að grípa til slíks, jafnvel samkvæmt ráðum fjármálafyrirtækja. ÖKUMAÐUR jeppa sem lenti í árekstri við lítinn sendibíl á Grinda- víkurvegi á miðvikudag hafði verið sviptur ökuréttindum og hefði því með réttu alls ekki átt að vera undir stýri. Þá leikur grunur á að hann hafi verið ölvaður, að sögn lögregl- unnar á Suðurnesjum. Í árekstrinum lést 48 ára karl- maður sem var ökumaður sendibíls- ins og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Tildrög slyssins eru í rannsókn og Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn, sagði að á þessu stigi málsins væri ekki hægt að greina nánar frá þeim. Vitni voru að slysinu. Gunnar sagði að ávallt þegar svo alvarlegt slys yrði væri kannað hvort viðkomandi hefði verið undir áhrifum. Búast mætti við að nið- urstöður rannsóknar lægju fyrir innan tveggja vikna. runarp@mbl.is Grunur um ölvun í banaslysi Ökumaður jeppans var réttindalaus LANDAMÆRA- EFTIRLIT lög- reglunnar á höf- uðborgarsvæðinu lagði nýlega hald á þrjú fölsuð vegabréf í flugvél sem millilent hafði á Reykja- víkurflugvelli. Upplýsingum í vegabréfunum hafði verið breytt þegar þau fundust í fór- um flugmannsins. Þau tilheyrðu greinilega ekki manninum sjálfum. Að sögn flugmannsins hafði hann komið frá Kanada á leið til Skot- lands. Vegabréfin voru ætluð konu og börnum hennar, sem hann ætlaði að auðvelda ferðalag frá Aserbaíd- sjan. Lagt hald á þrjú fölsuð vegabréf ÞRÍR karlmenn, sem handteknir voru í apríl, grunaðir um stórfellt fíkniefnasmygl, hafa verið úrskurð- aðir í áframhald- andi gæslu- varðhald til 9. júní og einn til 5. júní að kröfu lög- reglunnar á höf- uðborgarsvæð- inu. Þrír þeirra hafa kært úr- skurðinn til Hæstaréttar. Þrír mann- anna, sem eru á þrítugs- og fimm- tugsaldri, voru handteknir í apríl um borð í skútunni Sirtaki djúpt út af Suðausturlandi. Sá fjórði, sem er um þrítugt, var handtekinn á Aust- urlandi en þeir eru allir grunaðir um að hafa flutt 109 kíló af fíkni- efnum til landsins. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins. Skútumenn áfram í gæslu Skútan Sirtaki ÞRIÐJA manninum, sem handtek- inn var eftir rán á Seltjarnarnesi, var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hin- ir tveir eru í gæsluvarðhaldi til þriðja júní. Sá sem handtekinn var síðast bjó yfir upplýsingum sem nýst gátu lögreglu. Þegar þær voru fengnar var manninum sleppt. Þriðja mann- inum sleppt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.