Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 TUZZI dagar 15% afsláttur Lokadagur • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Bæjarlind 6 sími 554 7030 Opið í dag 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið í dag 10-14 Bómullarskyrtur frá 3 litir Str. 36 - 56 Traustur valkostur í húsnæðismálum 25% afmælisafsláttur af öllum vörum í dag laugardag www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 Nýtt hús Bergmáls, líknar- og vinafélags í Sólheimum í Grímsnesi verður til sýnis sunnudaginn 31. maí milli kl. 13 og 17. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnin. Opið hús Laugavegi 63 • S: 551 4422 Glæsilegar útskriftar- dragtir ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður utanríkis- málanefndar og þingmaður Vinstri grænna, ítrekaði hvað eftir annað við umræður um Evr- óputillögu ríkisstjórnarinnar og þingsályktun- artillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks um undirbúning mögulegrar aðildarumsóknar að ESB á Alþingi í gær, að flétta ætti þessar tvær tillögur saman. Hann sagðist myndu beita sér fyrir því í vinnu nefnd- arinnar. Ná sem víðtækastri sátt Fyrstu umræðu um tillögu ríkisstjórnarinn- ar um aðildarumsókn að ESB lauk upp úr há- degi í gær. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sagði við lok þeirrar umræðu að mikilvægt væri að aðildarumsókn yrði lögð fram í júlí, „þegar okkar bestu vinir, þ.e.a.s. Svíar, fara með formennsku í Evrópusamband- inu,“ sagði Össur. Kvaðst hann hafa leitað ráða hjá utanríkisráðherrum helstu vinaþjóða Ís- lendinga. Hann hefði komist að þeirri niður- stöðu að langfarsælast væri fyrir Íslendinga að koma málinu fram það fljótt, að þegar Svíar tækju við formennsku í ESB gætu Íslendingar falið þeim að koma umsókninni í gegnum ferlið. Ef allt gengi upp yrði Ísland samþykkt til við- ræðna, sem gætu þá hafist á næsta ári. Össur sagði einnig að skoða ætti báðar Evróputillög- urnar samhliða í utanríkismálanefnd. Eftir hádegi hófst svo fyrsta umræða um til- lögu þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, benti á það við umræðurnar að tillaga þeirra fæli í sér að tryggt yrði að fyrir lægi greinargerð um meginhagsmuni Íslend- inga í hugsanlegum aðildarviðræðum. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði að tillagan væri til þess ætluð að ná sem víðtækastri sátt um næsta skref. Lauk umræðunni upp úr kl 16. Var báð- um tillögunum vísað til utanríkismálanefndar. Vill flétta ESB-tillögurnar saman  Umræður um Evróputillögurnar stóðu í allan gærdag á Alþingi og voru skoðanir skiptar um  Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vill leggja inn umsókn í júlí og viðræður 2010 Í HNOTSKURN »Alls tóku 35 þingmenn þátt í 1. um-ræðu um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. »Samkomulag var um að tveir þing-menn úr hverjum flokki tækju þátt í 1. umræðu um tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Albínu Huldu Pálsdóttur vegna umfjöll- unar blaðsins um málefni Fornleifa- stofnunar Íslands og samskipti stofnunarinnar við bandarískan há- skóla. „Í kjölfar umfjöllunar Morg- unblaðsins miðvikudaginn 20. maí, athugasemdar við þá umfjöllun frá Thomas McGovern sem birt var föstudaginn 22. maí og bréfs til blaðsins frá Árna Einarssyni, for- stöðumanni Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn, sem birtist laugardaginn 23. maí vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Fyrst vil ég geta þess að umfjöll- un Morgunblaðsins er ekki runnin undan mínum rifjum, enda gaf ég ekki kost á viðtali við blaðið þegar eftir því var leitað. Ég er þolandi í flóknu máli en ekki gerandi. Í Morgunblaðinu kom fram að mér hefði verið vikið formlega úr doktorsnámi við The Graduate Center, The City University of New York með bréfi dagsettu 4. ágúst 2008. Þetta er rétt, en lögfræðingur minn kærði brottvikninguna því engin rök voru fyrir henni. Það kom á daginn enda afturkallaði deild- arráð mannfræðideildarinnar brott- vikninguna. Ráðið samþykkti einnig að ég gæti haldið áfram námi mínu við skólann undir handleiðslu ann- arra leiðbeinenda en prófessors McGoverns og prófessors Perdik- aris sem ég hafði áður unnið með. Í yfirlýsingu sinni sem birtist í Morgunblaðinu sá prófessor Thom- as McGovern ástæðu til þess að kalla mig „lélegan námsmann“, væntanlega mér til minnkunar. Mér finnst því ástæða til þess að taka fram að ég lauk BA-prófi í forn- leifafræði frá Háskóla Íslands í júní 2005 með meðaleinkunnina 8,77. Strax um haustið fór ég í dokt- orsnám við The Graduate Center, CUNY, með prófessor McGovern sem leiðbeinanda. Í náminu lagði ég áherslu á dýrabeinafornleifafræði og var ætlunin að stunda rann- sóknir á Íslandi og í Norður- Evrópu. Þau þrjú ár sem ég var við The Graduate Center var ég með meðaleinkunnina 3,90 af 4 mögu- legum, sem er 9,75 samkvæmt ís- lenskum einkunnaskala. Þegar ég tók svokallað First Exam í nóv- ember 2007, sem er fyrsti áfangi í átt að doktorsgráðu, fékk ég ein- róma „high pass“ frá prófnefnd inn- an fornleifafræðideildarinnar. Ég hef hlotið fjölda náms- og rannsókn- arstyrkja bæði á Íslandi og í Banda- ríkjunum, nú síðast þriggja ára styrk úr rannsóknarnámssjóði Rannís sem ég hef ekki getað nýtt vegna þessa máls. Auk framúrskar- andi námsárangurs hef ég þegar fengið birtar eftir mig fræðigreinar, tekið þátt í ráðstefnum og skrifað skýrslur um rannsóknir mínar. Um- mæli prófessors McGoverns um „lé- legan námsmann“ dæma sig því sjálf. Innan The Graduate Center eru aðeins tveir prófessorar sem sér- hæfa sig í dýrabeinafornleifafræði og stunda fornleifarannsóknir í Evrópu, McGovern og Perdikaris. Þessi flókna atburðarás er þess valdandi að þó að brottrekstur minn hafi verið afturkallaður er mér ókleift að halda áfram námi mínu í sama skóla nema breyta algjörlega um fræðasvið, þótt ég þyki fyr- irmyndarnámsmaður í The Gra- duate Center. Þetta mál hefur verið mér afar erfitt en síðan ég hóf nám í forn- leifafræði haustið 2002 hefur fagið átt hug minn allan. Ég vil vinna í ís- lenskri fornleifafræði áfram og til þess þarf ég að fá tækifæri til að ljúka námi í þeirri sérgrein sem ég hef valið mér, sem ég vona svo sannarlega að verði.“ Brottvikning afturkölluð Yfirlýsing frá Albínu Huldu Pálsdóttur Mývatn | Mývatnsmaraþonið fer fram í dag, laugardag. Að venju er hlaupið í kringum vatnið. Að þessu sinni verða upphafs- og endamörk hlaupsins við Jarðböðin og því stutt að fara í bað að loknu hlaupi. Á myndinni eru þeir að mæla hlaupaleiðina út frá þessum breyttu forsendum, Sighvatur Dýri Guð- mundsson sem er viðurkenndur sérfræðingur í slíkum mælingum og Þorgeir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri keppninnar. Spáð er ágætis veðri í dag við Mývatn. Mývatns- maraþon Morgunblaðið/Birkir Fanndal Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.