Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 HÖND í hönd, styrktarfélag fyrir hönd Fjölskylduhjálpar Íslands, stendur fyrir landssöfnun dagana 28. maí-1. júní. Merki verða seld við 600 af- greiðslukassa í 277 verslunum um land allt. Í fréttatilkynningu segir að engin pólitísk öfl séu á bak við söfnunina. Til styrktar Fjöl- skylduhjálpinni ÍBÚASAMTÖK Háaleitis hafa sent borgarfulltrúum áskorun um að minnka hámarkshraða á Háaleit- isbraut niður í 30 km. Í áskoruninni segir að daglega eigi fjöldi skóla- barna leið yfir götuna í og úr skóla og tómstundaiðju og að það sé glæfralegt að hleypa umferð í gegn á meiri hraða en 30 km. Hraðatakmörk RAUÐI kross Íslands í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og fé- lagsráðgjafadeild Háskóla Íslands stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn. Námskeiðin ganga út á að leiðbeinendur á námskeiðinu verða að mestu gamalt fólk og er hverjum og einum í sjálfsvald sett hverju hann vill miðla til ungu kyn- slóðarinnar. Námskeiðin eru haldin á Reykja- víkursvæðinu og á Akranesi. Hvert námskeið stendur í 5 daga. Kennt verður virka daga kl. 9-16 og er það þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeið fyrir börn Á MORGUN, sunnudag, er tóbaks- lausi dagurinn. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) ákveður þema hvers árs og í ár er þemað helgað myndrænum viðvörunum á tóbakspökkum. Í vor var einmitt samþykkt á Alþingi að innleiða á Ís- landi Evróputilskipun um mynd- merkingar á tóbaksvörum, en Lýð- heilsustöð hefur beitt sér fyrir því að það yrði gert. Reyklausi dagurinn haldinn LÝÐHEILSUSTÖÐ styrkir í sumar ungt atvinnulaust fólk til að vinna að verkefnum sem hafa það að markmiði að stuðla að tóbaksleysi. Til ráðstöfunar eru 5 milljónir króna en miðað er við að ein- staklingar geti fengið 50.000 kr. styrk til að sinna verkefni sem stendur yfir í 2 vikur og að hámarki 150.000 fyrir verkefni sem stendur í 6 vikur. Skilyrði fyrir styrkjunum er að viðkomandi sé fæddur á ár- unum 1989-1992 og noti ekki tóbak. Umsóknarfrestur er til 7. júní. Andtóbaksáróður STUTT Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „ÞAÐ er sannarlega mjög ánægju- legt að Nepal skuli leyfa einstæðum að sækja um að ættleiða barn. En það hefur engin einstæður sótt um að ættleiða barn frá því þau góðu tíðindi bárust fyrr í mánuðinum að Íslensk ættleiðing hefði fengið lög- gildingu til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Nepal, enda er þetta svo nýtilkomið að margir vita ekki enn af þessu,“ seg- ir Hörður Svavarsson formaður stjórnar Íslenskrar ættleiðingar. Hörður segist vita til þess að ein- hverjir einstæðir séu í starthol- unum. Þeir hafi ekki lagt út í það að sækja um síðustu tvö árin af því lok- að var fyrir þann möguleika hjá Kína 1. maí árið 2007 að einstæðir gætu ættleitt börn. Eru enn á biðlista „Kína var eina landið sem við vor- um í samstarfi við sem leyfði það. En þeir einstæðu sem voru komnir með beiðni inn í kerfið í Kína áður en reglurnar breyttust, þeir eru enn á biðlista og munu fá afgreiðslu samkvæmt reglunum sem þá voru og munu því fá barn frá Kína. En því miður hefur hægt mjög á ætt- leiðingum frá Kína og þar sem þeir eru svo stórir í þessu samhengi þá hefur líka hægt á afgreiðslum ann- arsstaðar í heiminum.“ Hörður segir að Nepal sé nú að opna aftur fyrir ættleiðingar á börn- um út úr landinu, eftir að hafa lokað fyrir þær í tvö ár. „Það er ekki óal- gengt að lönd geri það til að endur- skoða reglur og endurskipuleggja kerfið. Við erum reyndar með fyrstu löndunum sem náum sam- starfssamningi við Nepal í þessum málum og sem betur fer þá miðar Nepal ekki við höfðatölu, sem er mjög ánægjulegt fyrir okkur hér í fámenninu. Við höfum því sömu möguleika og önnur lönd. Banda- ríkjamenn fá til dæmis að ættleiða tíu börn frá Nepal þetta árið og sama er að segja um Íslendinga.“ Hann segir að þrjú fyrstu börnin séu nú þegar á leið til Bandaríkj- anna, þannig að þetta gerist frekar hratt. „Ég á því von á að afgreiðsla umsókna héðan gangi líka hratt og vel fyrir sig. Um leið og við fáum formlegar umsóknir frá fólki, þá getum við sagt betur til um það. En það lítur ekki út fyrir að það séu neinar sérstakar hindranir í veg- inum.“ Hörður segir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að ein- stæðum foreldrum, því sum lönd hafa ekki leyft þegnum sínum sem eru einstæðir að sækja um að ætt- leiða barn annarsstaðar frá. Einhleypir geta ættleitt Íslendingar fá að ættleiða tíu börn frá Nepal Ísland með fyrstu löndum sem gera samning Mjög hefur hægt á ættleiðingum frá Kína að undanförnu Reuter Kæling Þessi nepalska stúlka fékk snöggan þvott hjá móður sinni og hefur eflaust verið fegin að fá kælingu. Nýlega fékk Íslensk ættleiðing löggildingu til að annast milli- göngu um ættleiðingu á börnum frá Nepal, en reglurnar þar gera einhleypum loks aftur fært að ættleiða börn. Löggilt ættleiðingarfélög hafa þann megintilgang að hafa milli- göngu um ættleiðingar á börnum milli landa og aðstoða væntanlega kjörforeldra í ættleiðingarferlinu. Íslensk ættleiðing hefur heim- ild íslenskra stjórnvalda til að ann- ast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá sjö löndum: Kína, Kólumbíu, Indlandi, Tékklandi, Makedóníu, Taílandi Nepal. Fyrr í þessum mánuði gaf dóms- og kirkjumálaráðherra út löggildingu fyrir nýtt ættleiðing- arfélag hér á landi, Alþjóðlega ætt- leiðingu, en það annast milligöngu um ættleiðingar frá Póllandi. Tvö ættleiðingarfélög á Íslandi FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA SÚRT BAKFLÆÐI?... ...Nú færðu Losec Mups* án lyfseðils í næsta apóteki! Nýtt! annt um líf og líðan Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töflur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfiðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafla ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfið eftir 14 daga stöðuga notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töflurnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töflurnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva (t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/ uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009. *Omeprazol

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.