Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21VIÐSKIPTI | ATVINNUMÁL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Þegar tíminn skiptir máli Eimskip býður hagkvæma, trausta og hraðvirka flugfraktþjónustu í samvinnu við DB Schenker. EIMSKIP FLUGFRAKT P IP A R • S ÍA • 9 0 2 9 6 Frekari upplýsingar veita viðskiptastjórar í síma 525-7260 og viðskiptaþjónusta í síma 525-7800, eða sendið fyrirspurnir á flugfrakt@eimskip.is FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ENDURFJÁRMÖGNUN bank- anna hefur dregist mjög á langinn, en hún er eitt þeirra atriða, sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) tel- ur mikilvægust fyrir endurreisn ís- lenska hagkerfisins. Hefur þessi dráttur, ásamt öðru, valdið því að lánagreiðslur, sem Ísland hefði átt að fá í febrúar og maí, hafa ekki enn verið afgreiddar. Í skýrslu IMF frá því á að- fangadag 2008 segir að endur- fjármögnunin sé langt á veg komin og að hægt ætti að vera að ljúka henni í febrúar eða mars. Þessari vinnu er hins vegar ekki enn lokið og samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er sjóðurinn orðinn óþol- inmóður í garð íslenskra stjórn- valda. Á fréttamannafundi í gær sagði Mark Flanagan, fulltrúi IMF, reyndar að tafirnar, sem orðið hafa á endurfjármögnuninni, væru að einhverju leyti skiljanlegar afleið- ingar þess að kosningar voru á árinu. „Tafirnar hafa að einhverju leyti verið óumflýjanlegar, enda voru kosningar á tímabilinu. Þá tef- ur það einnig ferlið, þegar haft er samráð við hagsmunaaðila, eins og íslensk stjórnvöld hafa gert.“ Á bak við tjöldin munu fulltrúar sjóðsins hins vegar hafa verið harðorðari í garð stjórnvalda. Í upphaflegu samkomulagi Ís- lands og IMF var gert ráð fyrir því að 830 milljóna greiðsla kæmi sam- stundis frá IMF inn á reikning ís- lenskra stjórnvalda. Afgangurinn af upphaflegu 2.100 milljóna dala lán- inu ætti að greiðast ársfjórðungs- lega inn á reikninginn. Ættu því tvær greiðslur upp á 150 milljónir dala hvor að vera komnar, en eru ekki. Fulltrúar sjóðsins voru hér á landi í vikunni til að ræða við stjórn- völd og aðra hagsmunaaðila, en fyrstu endurskoðun lánasamnings- ins við IMF er nú nær lokið. Átti henni upphaflega að ljúka í febrúar. Samfélagsleg sátt Annað mikilvægt málefni, sem rætt var á fundum IMF og stjórn- valda, var staða ríkissjóðs. Flanagan segir að halli á ríkissjóði sé nú mjög mikill og hafi það áhrif til mildunar á áhrifum kreppunnar. Ekki sé þó hægt að viðhalda svo mikilum halla- rekstri til lengri tíma og mikilvægt sé að jafna rekstur ríkissjóðs. Mik- ilvægt sé að samfélagsleg sátt náist um hvernig þessu markmiði verði náð. Segir hann að skuldabyrði hins opinbera sé vissulega mikil, en segir þó að mat sjóðsins sé að Ísland geti staðið undir skuldunum. Telur IMF að þróun efnahags- mála hér á landi sé í grófum drátt- um í takt við spá sjóðsins. Botninum ætti að vera náð á seinni hluta þessa árs og batinn ætti að hefjast árið 2010. Aðspurður sagði Franek Roswa- dowsky, fastafulltrúi IMF á Íslandi, að aðild að ESB yrði engin töfra- lausn á vanda Íslendinga. „Það er engin töfralausn til fyrir land, sem hefur gengið í gegnum þær hremm- ingar sem Ísland hefur gert. Ísland þarf að ganga í gegnum harkalega aðlögun,“ sagði hann. IMF orðinn óþolinmóður Morgunblaðið/Eggert Gengi Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum segja að hugsanlega verði hægt að slaka á gjaldeyrishöftum síðar á þessu ári. Það verði þó að gerast smám saman til að koma í veg fyrir hrun á krónu.  Endurfjármögnun bankanna átti að vera frágengin í mars, en er ekki enn lokið  Tafir skýrast að hluta vegna kosninga, en IMF er orðinn langþreyttur á biðinni Greiðslur frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum hafa dregist í tvígang vegna seinagangs hérlendis. Bæði hefur endurfjármögnun bankanna dregist sem og áætlun um jöfnun á halla ríkissjóðs. HORFA þarf vandlega á stöðu krónunnar og horfur í efnahags- málum áður en tekin er ákvörðun um lækkun stýrivaxta. Segir Mark Flanagan, fulltrúi Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, að við núverandi að- stæður, þegar gengi krónunnar er nærri sögulegu lágmarki, geti ver- ið varhugavert að lækka stýrivexti í júní. Segir hann þó, að ákvörðun um hugsanlega vaxtalækkun sé al- farið í höndum Seðlabankans. Er sjóðurinn enn á þeirri skoðun að gjaldeyrishöft séu nauðsynleg enn um sinn, en hugsanlega sé hægt að létta á þeim á seinni hluta þessa árs. Það verði hins vegar að gerast smám saman. Krónan sé ennþá viðkvæm og því sé þörf á styrkri peningastjórn. Varar við lækkun stýrivaxta í júní STYRMIR Þór Bragason, sem er að láta af starfi sem forstjóri MP banka, segist ekki geta neitað því að hafa fengið starfstilboð eftir að upplýst var um ráðningu Gunnars Karls Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, í hans stað í gær. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur. „Ég hef hugleitt það frá falli bankanna í haust að gera breyt- ingar á mínu starfi,“ segir Styrmir Þór, „og tók ákvörðun um að segja upp í ljósi þess að maður getur skil- ið við bankann jafn sterkan og raun ber vitni.“ Styrmir Þór tók við stjórnar- taumum fyrirtækisins fyrir þremur árum. Frá þeim tíma hefur fyr- irtækið vaxið í 75 starfsmenn úr 25 og breyst úr fjárfestingabanka í viðskiptabanka. Í ljósi breytinga á starfseminni var ágætt að söðla um, að hans sögn. Gunnar Karl, sem tekur við for- stjórastóli MP banka, hefur ekki reynslu af bankastarfsemi. Styrmir Þór bendir á að hann hafi þó reynslu af því að reka stór fyr- irtæki. Styrmi Þór sýnast miklar breyt- ingar vera framundan í atvinnulíf- inu. „Ég ætla bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hann um framhaldið. Gunnar Karl er stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins og Sam- tökum verslunar og þjónustu. helgivifill@mbl.is Fékk strax starfstilboð Miklar breytingar fram- undan í atvinnulífinu Morgunblaðið/Sverrir Nýtt starf Styrmir Þór Bragason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.