Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 22
GÖNGUFÓLK við listaverk/innsetningu sem tréskurð- armeistari hefur komið fyrir í skógi í grennd við borg- ina Freiburg í sunnanverðu Þýskalandi. Thomas Rees heitir listamaðurinn sem bjó til þessar goðsagna- kenndu verur en gönguleiðin er nefnd Skógar- mannastígur. Freiburg er við vesturjaðar Svarta- skógar og skammt frá landamærunum að Frakklandi og Sviss. Frægur háskóli og dómkirkja eru í borginni. SKÓGARMENN VIÐ FREIBURG AP Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BARACK Obama Bandaríkjaforseti er sannfærður um að Ísraelar muni á endanum samþykkja að það sé í þágu öryggis þeirra sjálfra að Pal- estínumenn fái sitt eigið ríki. Obama ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með Mahmoud Abbas, forseta Pal- estínumanna, og ítrekaði hvatningar sínar til Ísraelsstjórnar um að stækka ekki byggðir landtökumanna gyðinga á Vesturbakkanum. Stjórn Benjamins Netanyahus í Ísrael hefur vísað á bug óskum Bandaríkjastjórnar um að frysta frekari byggingaframkvæmdir. Obama heimsækir Mið-Austurlönd í næstu viku og er sagður vilja tjá Netanyahu fyrirfram og afdráttar- laust hvaða stefnu hann muni fylgja. Fram kemur í nýrri könnun Int- ernational Herald Tribune að um 80% aðspurðra í Frakklandi, Þýska- landi, á Ítalíu og Spáni hafa mikið álit á Obama, hlutfallið er um 70% í Bretlandi. Vitað er að meðal araba- þjóða, sem höfðu illan bifur á George W. Bush, nýtur Obama verulegs trausts þótt margir lýsi efasemdum um heilindi hans. Sannfærður um að Ísraelar skipti um skoðun Obama telur það auka öryggi Ísraela að Palestínumenn fái sitt eigið ríki Reuters Fundur Obama og Abbas ræðast við í Hvíta húsinu á fimmtudagskvöld. 22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn „Senda inn efni“ veljið „Senda inn minningargrein“ þar sem fram koma nánari leiðbeiningar. Skilafrestur Minningargrein sem á að birta á útfarardegi verður að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Birting getur dregist þó greinin berist innan skilafrests þar sem pláss er takmarkað. Sami skilafrestur er á greinum vegna útfarar í kyrr- þey. Allar greinar birtast jafnframt á vefnum www.mbl.is/minningar Lengd Hámark 3.000 slög. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, „Hinstu kveðju“, 5–15 línur. Formáli Nánustu aðstandendur skulu rita formála og senda inn, skv. leið- beiningum á mbl.is Undirskrift Minningargreinahöfundar noti skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar og skil Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skoðið leiðbeiningar á mbl.is BRESKA dagblaðið The Times sagði í gær að rannsókn sín hefði leitt í ljós að yfir 20.000 óbreyttir borgarar hefðu beðið bana síðustu vikurnar í átökunum á Srí Lanka, flestir þeirra hefðu fallið í sprengju- árásum stjórnarhersins. Stjórn Srí Lanka sagði að enginn fótur væri fyrir þessari ásökun blaðsins. Stjórnarherinn hefur alltaf neitað því að hann hafi gert sprengjuárásir á griðasvæði óbreyttra borgara síðustu vikurnar áður en því var lýst yfir 19. maí að 26 ára borgarastríði á Srí Lanka væri lokið. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segjast ekki geta staðfest tölu látinna í átökunum þar sem þeir hafi ekki fengið aðgang að átakasvæðinu og flóttamannabúðum í norðaustan- verðu landinu þar sem Tamíl-tígr- arnir svonefndu hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla. Embættis- menn Sameinuðu þjóðanna sögðu í skýrslu, sem ekki var gerð opinber, að um 6.500 óbreyttir borgarar hefðu legið í valnum í lok apríl, hálf- um mánuði áður en stríðinu lauk. Franska dagblaðið Le Monde hafði eftir heimildarmönnum hjá Samein- uðu þjóðunum í gær að samtökin hefðu ekki birt áætlaða tölu látinna til að komast hjá „diplómatísku fár- viðri“. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna neitaði því að samtökin hefðu reynt að hylma yfir blóðsúthellingar. „Sameinuðu þjóðirnar hafa alltaf sagt að mannfallið á Srí Lanka síð- ustu mánuði hafi verið mikið og óvið- unandi,“ sagði hann. bogi@mbl.is Segir 20.000 liggja í valnum  Stjórnvöld á Srí Lanka neita ásökunum um að herinn hafi orðið þúsundum óbreyttra borgara að bana  Embættismenn SÞ segja mannfallið óviðunandi Í HNOTSKURN » The Times birti myndirsem benda til þess að Tamíl-tígrarnir hafi komið upp víghreiðrum á griðasvæði óbreyttra borgara. » Myndirnar benda til þessað herinn hafi skotið sprengjum á griðasvæðin til að eyða víghreiðrunum. FORSETI Hvíta-Rússlands, Alex- ander Lúkasénkó, átti fund með Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, í fyrradag og er nú orð- inn mjög ósáttur við granna sína. Deilur hafa verið milli ríkjanna vegna skulda Hvít-Rússa við Rússa og jafnframt er Pútín ósáttur við að Lúkasénkó skuli hafa viðrað sig upp við Evrópusambandið. „Við þurfum ekki að beygja okk- ur og bugta, þurfum ekki að væla og skæla,“ sagði Lúkasénkó á fundi með ríkisstjórn sinni þar sem hann sagði samstarfið við Rússa ekki ganga lengur. „Frá þessum degi er ákveðnu skeiði lokið og nýtt tekur við.“ kjon@mbl.is Skammar Rússa BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, kvaðst í gær ætla að stofna sérstakt embætti sem ætti að stjórna aðgerðum til að vernda tölvukerfi landsins og stemma stigu við tölvuglæpum. Obama sagði að það væri eitt af forgangsverkefnum stjórnarinnar í þjóðaröryggismálum að vernda mikilvægustu tölvur landsins. Bandaríkin væru sérlega háð tölv- um og þeim stafaði því mikil hætta af tölvuglæpum. Hann benti á að hryðjuverkasamtök hafa hótað tölvuárásum á Bandaríkin. Nýja embættið á m.a. að tak- marka aðgang að tölvum stofnana og vernda mikilvæg tölvukerfi, m.a. tölvur flugumferðarstjóra, orku- vera og kauphalla. bogi@mbl.is Vill vernda tölvukerfi ÍRANAR sökuðu í gær Bandaríkja- menn um að hafa staðið á bak við mannskætt sprengjutilræði í sjíta- mosku í Zahedan í héraðinu Sistan- Balúkistan, sem liggur að Afganist- an og Pakistan, í gærmorgun. Tilræðið varð 25 manns að bana. „Þrír menn sem hafa verið viðriðn- ir hermdarverk voru handteknir,“ sagði Jalal Sayah, varalandstjóri í Sistan-Balúkistan. Sagði hann þá hafa verið leigða til verksins af Bandaríkjamönnum og Ísraelum. kjon@mbl.is Tugir féllu í tilræði í Íran VERÐUR hægt að kenna dýrum að tala mannamál? Fyrir rúmum ára- tug uppgötvuðu vísindamenn gen, FOXP2, sem gegnir lykilhlutverki í mönnum þegar kemur að tali en af- brigði af geninu, sem er í tveim ein- tökum í einstaklingnum, finnst einn- ig í ýmsum dýrum, segir í The New York Times. Liðsmenn Max Planck- stofnunarinnar í Leipzig í Þýska- landi hafa nú beitt erfðatækni til að framleiða mýs með afbrigðinu sem er í okkur. Talið er að mörg gen eigi þátt í því að tal verður kleift og niðurstaðan kom því á óvart. Nýja genaafbrigðið olli því að tístið, sem mýs nota til samskipta við aðrar mýs, breyttist. Tíðnin varð aðeins lægri en í öðrum músum og fleiri frávik mældust. Þegar fyrsta genabreytta músin varð til fyrir nokkrum árum var þekktur vís- indamaður, dr. Svante Paabo, djarfur í spádóm- um. „Við munum geta talað við músina,“ sagði hann. En nú velta menn fyrir sér í alvöru hvort stigið hafi verið örstutt skref í þessa átt. Ekki er talið hægt, m.a. af siðferð- islegum ástæðum, að stunda sams konar tilraunir með erfðamengi simpansa sem eru skyldari mönnum en nokkur önnur dýr. En þessar til- raunir með mýs gætu varpað ljósi á það hvað olli ólíkri þróun á gena- mengi manna og simpansa. kjon@mbl.is Lærir litla músin að tala mannamál? Mýs með gen úr manni tísta öðruvísi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.