Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is „STAFLARNIR hafa verið að hlaðast upp á síðustu árum,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Í fyrra bárust um 50.000 mál og nú bíða ríflega 100.000 mál afgreiðslu. Til saman- burðar bendir hann á að árið 2004, er hann hóf störf hjá Mannrétt- indadómstólnum, voru kærurnar sem þá lágu fyrir á milli 40.000- 50.000. Það þarf engan að undra að nær stöðug umræða um álagið eigi sér stað hjá dómurum og öðru starfs- fólki dómstólsins og hvort finna megi leiðir til að hraða afgreiðslu með breyttu vinnuferli. „Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt er að flýta málsmeðferðinni og ná fram mikilli hagræðingu inn- anhúss,“ segir Davíð Þór. 25% frá Rússlandi Ár hvert er dæmt í um 1.500 málum og tekin afstaða til 30.000 kæra. 57% þeirra kæra sem berast koma frá einungis fjórum ríkjum – stærsta ríkinu Rússlandi, þaðan berast 25% þeirra, og síðan Rúm- eníu, Úkraínu og Tyrklandi. „Þrjú þessara ríkja eru fyrrverandi sósíalistaríki í Austur-Evrópu og eru enn að glíma við sína sögulegu arfleifð.“ Langt sé í land með að réttarfar sé komið í gott lag í þessum ríkjum. Illa gangi t.a.m. að framfylgja dómum sem búið er að kveða upp í Rúmeníu og í Rúss- landi tengist vandinn oft réttarfari í sakamálum. „Menn eru þá of lengi í gæsluvarðhaldi, máls- meðferð tekur of langan tíma og lögreglan notar vafasamar aðferðir við rannsókn mála og réttindi sak- aðra manna oft fyrir borð borin.“ Mannréttindamál hafa einnig verið vanda bundin í Tyrklandi og lengi vel komu langflest málin þaðan. „Nú eru hins vegar ýmis merki um að starf dómstólsins og Evrópuráðsins í Tyrklandi sé að skila talsverðum árangri,“ segir Davíð Þór. „Málunum er að fækka, þau eru að breytast og eru í viss- um skilningi ekki jafn alvarleg og áður.“ Með því sé átt við að færri mál snúist nú um 2. og 3. grein mannréttindasáttmálans, þ.e. rétt- inn til lífs og um illa meðferð og pyntingar. 95% þeirra kæra sem Mannrétt- indadómstólnum berast er hins vegar á endanum vísað frá og eru ástæður þess margvíslegar. Mál eru t.a.m. ekki tekin fyrir hjá dómstólnum fyrr en búið er að láta reyna á allar réttarfarsleiðir í heimalandinu og eins verður kæra að berast innan sex mánaða frá því að lokadómur var kveðinn þar upp. Þá er í fjölda mála talið augljóst að ekki sé um brot að ræða. Of mikið um endurtekningar „Síðan eru önnur mál sem þurfa ítarlegri rökstuðning, jafnvel þótt þeim sé á endanum vísað frá. Ís- lensku þjóðlendumálin sem tekin voru fyrir fyrr á þessu ári eru gott dæmi um slíkt. Einu þeirra mála var til að mynda vísað frá eftir mjög rækilega athugun. Frávís- unarákvörðunin er löng og ítarlega rökstudd og var tekin í sjö manna dómi. Það getur því verið alveg jafnmikil vinna að vísa frá máli og að kveða upp dóm.“ Öllum sé hins vegar ljóst að þessi þróun, sem birtist í sívaxandi fjölda mála, gangi ekki til lengdar. Kallað hefur verið eftir breyt- ingum á sáttmálanum og gerðar tilraunir með svonefndan 14. við- auka sem á að auðvelda það að takast á við málafjöldann. Sam- kvæmt honum geti m.a. einn dóm- ari vísað máli frá í stað þriggja nú og þrír dómarar í stað sjö kveðið upp dóma í málum sem eiga sér mörg fordæmi í sögu dómstólsins. „Því miður er of mikið af slíkum málum,“ segir Davíð Þór. Illa hefur hins vegar gengið að fá viðaukann í gildi. Hann var full- giltur af öllum aðildarríkjum nema Rússlandi og verður lendingin væntanlega sú að viðaukinn taki gildi gagnvart þeim ríkjum sem honum eru samþykk. Leysir ekki vandann „Ég held að það séu samt allir sammála um að þetta muni ekki leysa vandann. Það þarf að endur- skoða þetta frá grunni og það er mjög erfitt mál og viðkvæmt.“ Davíð Þór bendir á, að ólíkt flestum ef ekki öllum alþjóðlegum dómstólum hafi einstaklingar bein- an aðgang að Mannréttinda- dómstólnum. „Talað hefur verið um að ein leiðin til að ná tökum á þessum vanda sé að setja þessum réttindum einstaklinga meiri skorður og sía mál þannig meira á öðrum stigum. Þetta er þó nokkuð sem menn eru tregir til að gera vegna þess að með því er verið að fórna þessu aðalsmerki dómstóls- ins sem skilað hefur honum þess- ari miklu velgengni. Það hefur oft verið orðað svo að dómstóllinn sé í raun fórnarlamb sinnar eigin velgengni. Fólk setur traust sitt á hann í sífellt meira mæli og sendir fleiri og fleiri mál. Eftir því sem vitundin um dóm- stólinn og þekking á Mannrétt- indasáttmála Evrópu vex fjölgar málum. Við höfum þó hvorki tæki né aðstæður til að takast á við öll þessi mál innan þess tíma sem æskilegt væri,“ segir Davíð Þór og bætir við að hann telji Mannrétt- indadómstólnum samt sem áður ekki berast nema lítið brot af þeim málum sem ef til vill væri ástæða til að skoða. Fórnarlamb eigin velgengni Morgunblaðið/RAX Davíð Þór Björgvinsson Telur að Mannréttindadómstólnum berist engu að síður ekki nema lítið brot af þeim málum sem ástæða væri til að skoða.  Um 100.000 mál bíða meðferðar hjá Mannréttindadómstólnum í Strassborg og hefur málafjöldinn tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum  Rúmur helmingur kæranna berst frá fjórum ríkjum. NORÐURLÖNDIN eru meðal þeirra landa sem senda fáar kærur til Mannréttindadómstólsins. Flest þeirra mála sem þaðan berast eru líka tæknilegs eðlis. „Þetta eru yfirleitt mál sem í hinu víðara sam- hengi teljast ekki mjög alvarleg, þó að þau séu vissulega mikilvæg fyrir kærandann,“ segir Davíð Þór. Vandinn sé því ekki mjög djúpstæður, ólíkt bæði Ítalíu og Frakklandi þar sem erfitt hefur reynst að ná tökum á sumum réttarfarsvandamálum. „Það má segja að þetta sé eins konar fínstilling réttarkerf- isins og hana þarf í öllum ríkjum, jafnvel þar sem réttarkerfið er talið til fyrirmyndar líkt og á Norð- urlöndunum.“ Frá Íslandi berast um 10 mál á ári og eru algeng- ustu málin hér, líkt og annars staðar, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar. Í 50 ára sögu dómstólsins hafa verið kveðnir upp átta dómar þar sem íslenska ríkið hefur verið talið brotlegt við sáttmálann. Eitt þeirra mála snýst um funda- og félagafrelsi sam- kvæmt 11. gr. sáttmálans. „Þetta er mál Sigurðar Sigurjónssonar gegn íslenska ríkinu en Sigurður taldi að það bryti gegn réttindum sínum samkvæmt sáttmálanum að skylda hann til að vera í Frama (fé- lagi leigubílstjóra) og binda starfsréttindi hans við það. Á þetta féllst Mannréttindadómstóllinn og er þetta líklega frægasta málið gegn Íslandi og mikið til þess vísað í síðari dómum sem og fræðiritum. Þessi dómur er stefnumarkandi um svokallað neikvætt fé- lagafrelsi. Í honum var, að ég hygg, í fyrsta skipti komist að þeirri niðurstöðu að sáttmálinn verndaði rétt manna til að standa utan við félög. Líklega er þó afdrifaríkast málið sem í raun fór aldrei fyrir dómstólinn, heldur aðeins Mannréttinda- nefnd Evrópu, sem þá var, en var sætt áður en það kom til kasta dómstólsins. Hér er átt við mál Jóns Kristinssonar en sá málatilbúnaður allur leiddi til stórfelldra breytinga á íslensku réttarfari í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þá eru ótalin hin víð- tæku áhrif sem sáttmálinn og dómar Mannréttinda- dómstóls Evrópu hafa haft fyrir skýringu og beitingu mannréttindarákvæða íslensku stjórnarskrárinnar.“ Fáar kærur berast frá Norðurlöndunum Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Salou frá kr. 69.990 Heimsferðir bjóða ótrúleg tilboð á ferðum til sumarleyfisperlunn- ar Salou, sunnan Barcelona, 12. júlí í tvær vikur og 19. júlí í eina eða tvær vikur. Í boði eru stökktu tilboð, með eða án fæðis, þar sem þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Þú velur hvort þú vilt gistingu án fæðis, með hálfu fæði eða öllu inniföldu. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í sumarfrí með Heimsferðum og njóttu lífsins á þessum einstaka sumarleyfis- stað á hreint ótrúlegum kjörum. Verð frá kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. Aukavika kr. 20.000. Stökktu tilboð 12. eða 19. júní. Verð frá kr. 84.990 - Með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku með hálfu fæði. Aukavika kr. 30.000. Stökktu tilboð 12. eða 19. júní. Verð frá kr. 94.990 - Með öllu inniföldu Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku með „öllu inniföldu“. Aukavika kr. 35.000. Stökktu tilboð 12. eða 19. júní. 12. eða 19. júní Stökktu til - með eða án fæðis Allra síðustu sætin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.