Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Á ANNAN dag hvítasunnu verður Dalai Lama, andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta og friðarverð- launahafi, viðstaddur samkomu í Hallgríms- kirkju þar sem for- svarsmenn annarra trúarbragða á Íslandi halda sameiginlega friðar- og kyrrðar- stund. Þetta er mikill viðburður í trúarlífi Íslendinga og ástæða til að fagna því að forystumenn þjóðkirkj- unnar og helstu trúfélaga á Íslandi skuli með þessum hætti vilja leggja áherslu á frið, sátt og samlyndi hinna ýmsu trúarbragða mannkyns. Fyrr á þessu ári efndu friðar- og mannúðarsamtök búddista til um- ræðufundar í Ráðhúsinu um hvernig við öll í sameiningu getum gert heiminn að betri stað. Þar var rætt um hvernig skapa megi nýtt sam- félag sem byggist á virðingu fyrir öðrum, þjónustu við mannkynið, virðingu fyrir náttúrunni og um- hverfi mannsins, eflingu jafnréttis og almennra mannréttinda. Framlag okkar bahá‘ía til þessa fundar í Ráðhúsinu kristallaðist í eft- irfarandi tilvitnun: „Það sem Drottinn hefur ákvarðað sem æðsta læknisdóminn og máttug- asta meðalið til græðingar alls heimsins er eining allra þjóða hans í einum allsherjarmálstað, einni sam- eiginlegri trú.“ Þessi orð eru úr ritum bahá’í-trú- arinnar. Þetta eru orð Bahá’u’lláh sem við lítum á sem opinberanda Guðs fyrir okkar tíma. Mig langar til að deila skilningi mínum á þeim með lesendum Morgunblaðsins. Ég held að þau séu upphaf- ið á þeirri vegferð sem þessi heimur í upplausn á fyrir höndum. Ég tel að þau séu forsenda þess að hægt sé að bæta heiminn og gera hann að stað þar sem ríkir friður, réttlæti og gagnkvæmur skiln- ingur. Virðing fyrir menningarlegri fjölbreytni. Virðing fyrir móður jörð og gjöfum hennar. Það er ekki hægt að græða sár heimsins og gera hann að betri stað með því að einblína á velferð eins lands eða hamingju einnar þjóðar. Allt mannkynið er eins og einn lík- ami, ein lífheild. Ef sár opnast á ein- um stað líkamans þjáist allur lík- aminn. Að ímynda sér að við sem þjóð eða kynþáttur getum haft það gott meðan aðrir hafa það slæmt er mesta blekking tilverunnar. Það er líka orsök mestu meinsemdanna í heiminum: Fátæktar. Fordóma. Arð- ráns. Ofbeldis. Glæpa. Hver er lausnin? Mér virðist hún koma fram í fyrrnefndri tilvitnun: „… eining allra þjóða heimsins í einum allsherjar- málstað, einni sameiginlegri trú.“ Með sameiginlegri trú er ekki átt við „sameinuð trúarbrögð“ eins og skilja hefði mátt af fyrirsögnum dag- blaða. Með sameiginlegri trú er átt við að öll trúarbrögð mannkyns eigi sér sömu uppsprettu og þess vegna eigi allt mannkynið sér einn og sama málstað. Í þessum allsherjarmálstað við- urkenna menn að mannkynið er eitt og trú þess ein. Trúin er eins og regn sem fellur af himnum í ým- iskonar keröld. Eitt keraldið gæti hugsanlega heitið kristindómur. Annað islam. Þriðja gyðingdómur. Þessi keröld eru öll ólíkrar gerð- ar. Þau eru af ýmsum uppruna, úr mismunandi efni. En það er sama vatnið í þeim öllum. Hugsum okkur heim þar sem menn hafa gleymt sínum gömlu hleypidómum og hugarfóstrum. Þeir sjá andlega leiðtoga mannkyns- ins, Búdda, Móse, Jesú Krist, Mú- hameð sem ljós frá einni og sömu sól. Ljósið kann að skína inn um ýmiskonar glugga, en eiginleiki þess er að upplýsa, veita birtu, uppljóma umhverfi mannsins og manninn sjálfan. Hvað er að slíkri hugmynd? Hvað illt gæti hún haft í för með sér? Hvaða skaða gæti hún valdið? Myndi hún valda stríði í nafni trúar, hermdarverkum, hörmungum, sorg og dauða? Þvert á móti. Hún myndi opna augu mannanna fyrir því að þeir eru ein fjölskylda, ein og sama ættkvísl. Þeir myndu skilja að þeir bera ábyrgð hver á öðrum og öllu heims- samfélaginu með öllu sem því fylgir fyrir umhverfi okkar, menntun, jafnrétti, frelsi, einingu og frið. Dalai Lama og eining trúarbragða Eftir Dagbjart Ágúst Eðvarðsson Dagbjartur Ágúst Eðvarðsson »… máttugasta með- alið til græðingar alls heimsins er eining allra þjóða hans í einum allsherjarmálstað, einni sameiginlegri trú. Höfundur er nemi og er bahá’í. Fylgismenn aðildar að Evrópusambandinu hafa hrakist úr einu vígi í annað í rök- semdafærslum sínum tengdum landbúnaði síðustu vikur. Reykja- víkurbréf Morg- unblaðsins 24. maí sl. er gott dæmi um slíkt. Einnig stefnuræða for- sætisráðherra rík- isstjórnar Samfylk- ingar og Vinstri grænna þar sem blekkingunni um lægra matvælaverð við inngöngu í ESB var haldið á lofti. Ein helstu rök aðildarsinna fyrir inngöngu er lækkað matvælaverð og batnandi hagur neytenda. Hins veg- ar er þess í engu getið að verðlag matar er í takti við annað verðlag í landinu. Það er fráleitt að halda því fram að hér á landi getum við boðið upp á suður-evrópskt matvælaverð en haldið íslenskum launum. Betri mælikvarði er að miða við hversu háu hlutfalli ráðstöfunartekna Íslend- ingar verja í matvæli en þar erum við á svipuðu reki og nágrannaþjóðir okkar. Íbúar suðlægra þjóða í Evr- ópu greiða sumar hverjar mun hærra hlutfall launa sinna til mat- arkaupa en við Íslendingar – og eru þó í Evrópusambandinu! Þrátt fyrir aðild getur aldrei orðið sérstakt verð á landbúnaðarvörum úr takti við annað verðlag í landinu. Fullyrt er að við inngöngu í Evr- ópusambandið verði landbún- aðarkerfi okkar bylt til hagsbóta fyr- ir bændur og að tekinn verði upp óframleiðslutengdur stuðningur líkt og ESB hefur gert. Gjarnan er vitn- að til að vegna væntanlegra samn- inga Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, WTO, þá blasi slík breyting við íslenskum bændum. Um þessi rök má segja tvennt: Viðræðulota WTO hófst fyrir mörgum árum. Búið er að reikna með niðurstöðu hennar í langan tíma. M.a. hafa samningar um mjólkurframleiðslu frá árinu 2004 og sauðfjárrækt frá 2007 endurspeglað væntanlegar niðurstöður sem ekki eru enn komnar. Reyndar er ekki orðin sú niðurstaða sem ætluð var þegar árið 1990 um niðurfellingu á útflutningsbótum sem Ísland hefur fyrir löngu lagt af. Doha-viðræðulot- an hófst við allt aðrar aðstæður en eru í heiminum í dag. Þá var offram- leiðsla en nú stefnir hraðbyri í að vandi verði að fæða alla jarðarbúa. Við upphaf viðræðna voru t.d. Kína og Indland ekki talin stórir leikendur á sviðinu, en voru í aðalhlutverki þegar viðræðurnar strönduðu sl. sumar. Slík hafa hlutverkaskipti orð- ið. Baráttan innan WTO snýst um að ríki vilja verja rétt sinn til mat- vælaframleiðslu til eigin þarfa og vilja ekki eiga á hættu að kremjast undir stórveldi eins og Bandaríkjunum eða Evrópusambandinu. Indverjar eru einmitt í forystu þeirra ríkja sem vilja verja slík réttindi. Sú röksemd að breyta þurfi íslenskri landbún- aðarstefnu vegna vænt- anlegrar niðurstöðu WTO er villuljós og ekki gild rök fyrir aðild að ESB. Það er líkt og að það þurfi að rífa hús vegna þess að e.t.v. eigi einhvern tíman að breyta skipulag- inu. Þegar til breytinga kemur er farsælla að gera slíkt á íslenskum forsendum en forsendum ESB. Annað atriði sem þarf að huga að er landbúnaðarstefna ESB, CAP. Landbúnaðarstefna ESB hentar ekki íslenskum aðstæðum, einfald- lega vegna hnattlegu landsins. Mark- viss aftenging stuðnings frá fram- leiðslu hefur skapað nýja stétt innan ESB-ríkja, svokallaða „töskubænd- ur“. Það eru eins konar landgreifar sem ekkert þurfa að framleiða eða leggja af mörkum en ganga út með milljónir úr sjóðum ESB. Stórfyr- irtæki og alþjóðasamsteypur græða á tá og fingri með því að sölsa undir sig landbúnaðarstyrki ESB. Ef ís- lenskir „fiskikvótaeigendur“ eru sak- aðir um að arðræna almenning, hvað kallast þá landbúnaðarstefna ESB í sama ljósi? Vill einhver svara því? Reyndar má hugsa sér þá stöðu að örfáir núverandi íslenskir bændur, landeigendur fyrst og fremst, hefðu talsverðar tekjur af slíku kerfi með því leggja af búskap. Skýrir það kannski þann mikla áhuga á að „safna“ bújörðum undanfarin ár? Stórtækir jarðakaupendur seinni ára hljóta að hugsa sér gott til glóð- arinnar. En hverju hinar mörgþús- und fjölskyldur, sem í dag eru hluti af íslenskum landbúnaði og vinna þjónustu- og úrvinnslustörf, eiga að hafa lífsviðurværi sitt af hefur eng- inn viljað svara. Þá er það fagurgalinn um sér- stakan áhuga og stuðning ESB við norðlægan landbúnað. Hin gömlu að- ildarríki ESB halda á sinni hendi margföldum framlögum til sinna bænda, umfram nýju aðildarríkin. Þetta gera þau til að halda aftur af landbúnaði nýrra aðildarríkja og verja sinn eigin. En vegna góð- mennsku sinnar fá Svíar og Finnar að greiða „norðlægan“ stuðning til sinna bænda úr eigin vasa, í ofanálag við greiðslur þeirra til sameiginlegra sjóða ESB, eftir reglum sem ESB setur. Slík er góðmennska þeirra. Þrátt fyrir þetta standa bændur þeirra ekki jafnfætis við nágranna sína í gömlu ESB-ríkjunum, sína helstu keppinauta. Umræðan um stórkostlega mögu- leika íslenskra bænda innan ESB er tilraun til að setja upp leiktjöld. Leiktjöld sem eiga að gera lítið úr sjónarmiðum bænda í umræðu um hina nýju sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar. Sjónarmið bænda eru þó byggð á margra ára rannsóknum og þátttöku í evrópsku og norrænu samstarfi samtaka bænda. Þau eru ekki reist á vonum og væntingum eins og speglast vel í málflutningi sem vitnað er til í upphafi grein- arinnar. Eftir Harald Benediktsson Haraldur Benediktsson » Stórfyrirtæki og alþjóðasamsteypur græða á tá og fingri með því að sölsa undir sig landbúnaðarstyrki ESB. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Leiktjöld í ESB-umræðu um landbúnað LEIKSKÓLAR ogdagforeldrar í Reykjavík bjóða 7.400 börnum nám og umönnun á hverjum degi. Faglegt starf er með því besta sem gerist og foreldrar koma börnum sínum í leikskóla á öðru ald- ursári. Þjónusta við foreldra er fram- úrskarandi, foreldrar sýna í þjónustukönnunum að þeir eru afar ánægðir og yngstu Reyk- víkingarnir fá menntun og umönn- un sem þeir búa að til framtíðar. Vegna nýrrar stöðu í efnahags- lífinu lagði borgarstjórn strax áherslu á að verja grunnþjón- ustuna. Við afgreiðslu fjárhags- áætlunar í janúar sl. var því ein- sýnt að standa vörð um grunnþjónustu leikskóla og dagfor- eldra, átta stunda vistun, en draga frekar úr niðurgreiðslum fyrir þá viðbótarþjónustu sem veitt er. Þetta er sú tillaga sem talin er vera minnst íþyngjandi fyrir foreldra. Fyrsti hálftíminn hækkar minnst Gjaldskrá leikskóla Reykjavík- urborgar fyrir grunnþjónustu, átta stunda vistun, mun haldast óbreytt. Áfram verður veittur 100% systkinaafsláttur en Reykja- víkurborg er eina sveitarfélagið sem veitir þannig afslátt fyrir barnmargar fjölskyldur. Allir aðrir afslættir fyrir einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja haldast óbreyttir. Fæðisgjald er einnig óbreytt. Foreldrar í Reykjavík munu því áfram greiða lægstu leik- skólagjöld á Íslandi fyrir átta stunda dvöl eða skemmri í leik- skóla eða að meðaltali 5-13% af raunkostnaði. Líklegt er að ein- hverjir foreldrar þurfi að kaupa hálftíma um- fram átta stundir til að komast til og frá vinnu. Gjaldskráin endurspeglar það og hækkunin því minnst fyrir þennan hálftíma. Þannig hækkar gjald- skráin fyrir þessa for- eldra aðeins frá 1.077 kr. til 2.598 kr. eftir stöðu foreldra. Vakin er athygli á því að alls eru 7.400 börn í leik- skólum borgarinnar og þar af eru aðeins tæplega 200 börn, eða minna en 3%, í 9,5 stunda vistun. Dvelja rúmlega sjö tíma á dag Kannaður hefur verið raunveru- legur dvalartími barna í leikskólum til samanburðar við þann tíma sem foreldrar greiða fyrir. Foreldrar hafa alltaf keypt lengri vist- unartíma en þeir nýta í raun. Fram kom í könnun sem gerð var í febr- úar á þessu ári að þessi munur er að verða enn meiri. Foreldrar greiða nú að jafnaði fyrir klukku- stund lengur en börnin dvelja í leikskólanum, þ.e. þeir kaupa að meðaltali 8,4 klst. vistun fyrir börn sín en daglegur dvalartími þeirra er að meðaltali 7,14 klst. Foreldrar eru þannig að kaupa öryggisventil, tíma umfram það sem nýtt er, að- eins til öryggis. Mjög kostn- aðarsamt er fyrir sveitarfélagið að niðurgreiða þjónustu sem ekki er nýtt. Sum sveitarfélög hafa kosið að veita ekki þjónustu eftir að grunnþjónustu lýkur en borgin vill fremur bjóða viðbótarþjónustuna áfram, en hækka kostnaðarhlut- deild foreldra í staðinn. Tími ákvarðana Það standa allir frammi fyrir erf- iðum ákvörðunum, hvort sem þeir eru hjá hinu opinbera, í fyr- irtækjum eða á heimilum. Efna- hagsástandið þrengir að. Ein- hverjir hafa gagnrýnt, þó sérstaklega fulltrúar ríkisstjórn- arflokkanna í borgarstjórn, að þessi aðgerð bitni á þeim sem síst skyldi þrátt fyrir að átta tímarnir séu lægst verðlagðir á landinu. Leikskólarnir í Reykjavík taka til sín um níu milljarða af útsvar- stekjum Reykvíkinga eða nærri 20%. Til að tryggja að grunnþjón- usta sé varin verður að skoða allar mögulegar leiðir og stórir dýrir málaflokkar geta ekki verið und- anskildir. Án skýrrar forgangsröð- unar eða upplýsinga um heildar- hugsun byrjar ríkisstjórn Íslands hins vegar á því að leggja álögur á neyslu allra Íslendinga sem leggj- ast á barnafjölskyldur ekki síður en aðra. Álögur sem hafa tvöföld áhrif enda hækkar vísitalan mjög við þessar fyrstu skattahækkanir. Ríkisstjórnin velur að hækka gjöld og skatta, byrjar á að leggja álögur áður en skilgreint er hvort hægt sé að skera burt þjónustu eða umsvif hjá hinu opinbera. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er alls ekki í þágu þeirra sem minna mega sín. Eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir » Foreldrar í Reykja- vík munu áfram greiða lægstu leik- skólagjöld á Íslandi fyr- ir átta stunda dvöl eða skemmri í leikskóla eða að meðaltali 5-13% af kostnaði. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður leikskólaráðs. Grunnþjónustan varin @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.