Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Í dag verður Sigríður tengdamóðir mín lögð til hinstu hvílu í Þingmúla- kirkju í Skriðdal. Á fögrum vor- morgni, við dögun, var baráttunni lokið. Sissa, eins og hún var jafnan kölluð, var góðum gáfum gædd. Hún var ætt- fróð og fylgdist vel með. Hún var einnig dugleg að sækja tónleika og listviðburði meðan heilsan leyfði. Hún hafði sterkar skoðanir á mörgum mál- efnum og fór ekki í grafgötur með þær. Gat hún oft verið mjög bein- skeytt svo mörgum þótti nóg um. Hún hafði gaman af því að rökræða við fólk um málefni líðandi stundar. Sissa átti töluvert af góðum bókum og var víðlesin. Hún var mikil áhuga- Sigríður Eymundsdóttir ✝ Sigríður Ey-mundsdóttir frá Flögu í Skriðdal, síð- ast til heimilis í Asp- arfelli 12 í Reykjavík, fæddist 1. maí 1930. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 14. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Seljakirkju 27. maí. Jarðsett verður frá Þingmúlakirkju í Skriðdal í dag, 30. maí, kl. 14. manneskja um íslenskt mál og málfar og var dugleg við að leiðrétta fólk ef svo bar undir. Átti hún það til að slá fólk út af laginu með snörpum ábendingum. En hún lét sér fátt um finnast og hélt sínu striki. Sissa hafði þörf fyrir að hafa huggulegt í kringum sig. Hún var myndarleg hannyrða- kona og átti marga vandaða hluti sem hún sjálf hafði búið til. Hún var mikill dýravinur og rann til rifja þegar fréttist af slæmri með- ferð á skepnum. Hún átti sér annan heim, en hann var austur á landi. Fyrir austan. Heim í Flögu fór hún á hverju sumri svo lengi sem kraftar leyfðu. Það kom yfir hana sérstakur svipur og annar tónn í rödd hennar þegar talið barst að hlutum fyrir austan. Hún var ákaf- lega stolt af uppruna sínum og gat gert mannamun á fólki allt eftir því hvaðan það kom. Greina mátti oft mikla eftirsjá hjá Sissu þegar rætt var um skólagöngu og greinilegt var að hugur hennar stóð til meiri mennta á yngri árum en aðstæður leyfðu. Minntist hún áranna á Stöðvarfirði og Eiðum með mikilli ánægju. Eftir að Sissa stofnaði heimili fór hún í sjúkra- liðanám. Varð það síðan hennar aðal- starf og þar naut hún sín afar vel. Tengdamóðir mín glímdi við illvíg- an sjúkdóm í marga áratugi og tók hún yfirleitt þá afstöðu að afneita honum. Sykursýkin varð oft hennar versti óvinur, sem hún þó talaði sjaldnast um. Hún lagði mikið upp úr því að vera sjálfstæð og sjálfbjarga enda af þeirri kynslóð sem kvartaði ekki og féll ekki verk úr hendi. Sissa hafði um margt sérstakan húmor og gat oft séð spaugilega hlið á málum sem aðrir sáu ekki. Hún átti það til að vera kaldhæðin svo að sumir skildu ekki. Hún átti oft erfitt með að tjá til- finningar sínar og má segja að lífið hafi reynst henni óblítt á köflum. Allt- af lifnaði þó yfir henni að fá barna- börnin í heimsókn og í erli nútímans urðu þær heimsóknir of fáar. Sissa átti það oft til að fá útrás fyrir ýmis- legt sem henni lá á hjarta í mörgum okkar samtölum. Við vorum nú ekki alltaf sammála en létum það ekki á okkur fá. Síðustu árin voru Sissu oft erfið og var hún allt annað en sátt við það hvernig komið var og minntist sund- ferða og bíltúra með trega. En húm- ornum hélt hún fram í andlátið. „Þessi er nú varla fermdur“ varð henni að orði í einni læknaheimsókninni undir það síðasta. Nú er Sissa í Flögu komin heim. Múlakollur drúpir höfði. Hafðu þökk fyrir samfylgd í 25 ár. Hvíl þú í friði. Anna Sólveig Árnadóttir. Í dag eru 100 ár síð- an faðir minn fæddist. Hann fæddist 30. maí 1909, fimmti í röð 16 systkina. Foreldrar hans voru hjónin Jó- fríður Ásmundsdóttir og Jón Þórólfur Jóns- son, Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum. Erfitt er fyrir okkur nútímafólk að ímynda okkur hvernig aðstæð- ur voru; torfbær, eng- in þægindi, lítið rými, ekkert prjál. Snemma fór pabbi að vinna, fyrst sumarlangt, svo um 10 ára alfarið, vann sér fyrir uppihaldi og skólavist sem var ca. þrír mánuðir þá á Hof- stöðum. Alltaf lét hann vel af sér, en erfitt þótti ömmu að geta ekki haft öll börnin hjá sér. Vinnusamur ung- ur maður, vann ýmis störf í sveitinni, lengst á Lundum og Síðumúla. Á sjónum var hann á línuveiðaranum Ólafi Bjarnasyni ásamt Oddi bróður sínum. Að Síðumúla réðst kaupa- kona úr Reykjavík, Sólveig Sumar- rós Þorfinnsdóttir, fædd 21. septem- ber 1912, dóttir Pálínu Þorfinns- dóttur og Þorfinns Júlíussonar. Tók- ust ástir með þeim og þau giftu sig 10. maí 1941. Eignuðust þau fjögur börn, Pálínu, Þráin, Ástu og Ásgeir. Kristinn Jónsson Voru fyrst í lausa- mennsku t.d. á Síðu- múla og Syðri-Brú í Grímsnesi, festu sér síðan hús á Óðinsgötu í Reykjavík. Árið 1951 keyptu þau jörðina Vatnskot í Þykkvabæ og voru þar með kart- öflur og hefðbundinn blandaðan búskap. Erfitt hefur verið fyrir pabba fyrst meðan við systkinin vorum svo ung og óneitanlega bitnaði erfiðisvinna á honum, en lundin var létt og smám saman fórum við að geta létt undir störfin. Pabbi var oft lasinn en samt alltaf hress í anda. Eftir 12 ár í Vatnskoti fluttu foreldrar mínir til Reykjavík- ur og fór pabbi þá að vinna á bens- ínstöð hjá Shell og vann þar allan sinn starfsaldur. Mamma dó 15. apríl 1974 og var það virkilega efiður tími hjá föður mínum að missa sinn lífs- förunaut, eins heilsteypt og góð og hún var og kletturinn í hans veik- indum. Pabbi kvaddi 16. júní 1994, þá nýorðinn 85 ára, en þá hélt hann okk- ur börnunum kveðjuhóf og var svo tilbúinn að fara. Minningarnar lifa. Pálína S. Kristinsdóttir. ALDARMINNING ✝ Sonja Guðlaugs-dóttir fæddist í Ólafsvík 10. desem- ber 1939, í húsi því sem nefnt var Betle- hem. Hún lést á heim- ili sínu aðfaranótt 24. maí sl. Hún var elst níu barna hjónanna Ingibjargar Stein- þórsdóttur, f. 1919, d. 1998, og Guðlaugs Guðmundssonar út- gerðarmanns, f. 1915, d. 1991. Ingibjörg var dóttir Þorbjargar Guðmundsdóttur ljósmóður og Steinþórs Bjarnasonar sjómanns en Guðlaugur var sonur Sólveigar Kristjánsdóttur og Guðmundar Björnssonar sjómanns. Systkini Sonju eru Óttar, f. 1943, Steinþór Víkingur, f. 1945, Guðmunda, f. 1946, Rafn, f. 1949, Magnús, f. 1952, d. 1998, Sólveig, f. 1953, Björg, f. 1956, og Guðlaug Sandra, f. 1961. Hinn 3. júní 1964 giftist Sonja Helga J. Kristjánssyni frá Ferju- bakka í Borgarfirði, f. 3. júní 1939. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Helgadóttir frá Þursstöðum og Kristján Ágúst Magnússon frá Hrútsholti. Börn þeirra Sonju og usti Ísafoldar Sigurður Hannesson, f. 1980. Sonja ólst upp í foreldrahúsum. Hún lauk skyldunámi og auk þess var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1956-1957. Sonja og Helgi bjuggu fyrst í íbúð sinni í Stekkjarholti 7 í Ólafsvík en árin 1967-1969 í Borgarnesi. Þá fluttu þau aftur til Ólafsvíkur og byggðu sér hús í Sandholti 7 og bjuggu þar síðan. Sonja starfaði um árabil sem talsímavörður en síðan við uppeldis- og húsmóðurstörf. Um árabil vann hún við verslunarstörf. Á síðari árum vann hún ýmis störf, svo sem við fiskvinnslu. Henni rann sjómannsblóð í æðum. Hún elskaði sjóinn. Sextán ára fór hún á síld- veiðar með föður sínum, sem þá var skipstjóri á Tý SH 33. Fyrir um það bil 15 árum gekk Sonja í Sjóstanga- veiðifélag Snæfellsness. Sjóstanga- veiðin var hennar líf og yndi og þar naut hún sín vel í hópi góðra félaga. Hún fór á sjóstangaveiðimót víða innanlands sem utan. Sonja vildi láta kalla sig veiðikonu. Áhugamál hennar númer eitt var hins vegar heimilið og velferð barna hennar og barnabarna. Góðir vinir áttu einnig hug hennar allan og hún lét sig varða hag þeirra sem minna máttu sín og hlúði að þeim. Sonja verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 30. maí, og hefst athöfnin kl. 14. Helga eru 1) Guð- laugur Gunnarsson, lögregluvarðstjóri og sjómaður í Ólafsvík, f. 19. ágúst 1958, kvæntur Önnu Maríu Guðnadóttur, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Davíð Jens, f. 1980, í sambúð með Elínu Heiði Gunnarsdóttur, f. 1980. Börn þeirra eru Guðlaugur Heið- ar, f. 2007, og Að- alheiður María, f. 2009, b) Óttar, f. 1985, í sambúð með Hallfríði G. Ragn- arsdóttur, f. 1986 og c) Sonja, f. 1988. 2) Sveinbarn, f. 13. september 1964, dáið sama dag. 3) Kristján Freyr, MA í sjávarútvegsfræðum, sérfræðingur í sjávarútvegsráðu- neytinu, f. 2. desember 1965, kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttur, f. 1968, dóttir þeirra er Margrét, f. 1992. 4) Sveinbarn, f. 21. febrúar 1967, d. 22. júní 1967. 5) Ingi Fróði, markaðsfulltrúi og leiðsögumaður laxveiðimanna, f. 13. júlí 1972, kvæntur Hörpu Helgadóttur, f. 1973. Börn þeirra eru Helgi Fróði, f. 2005, og Klara Ísafold, f. 2007. 6) Ísafold, læknir, f. 22. maí 1980, unn- Er þú fórst um veginn sungu í trjánum sólskríkjur og þrestir. Er þú fórst um veginn var sumar og angan í grænum lundi. Nú er orðið langt síðan og litlir fuglar hafa flogið út í bláinn. Blöð hafa fölnað fallið af trjánum fokið í vindinn. Dimm nótt og dapurleg drúpir nú yfir blaðlausum greinum skógarins. Klökkvi og söknuður, eins og í þessu ljóði Sigríðar Einars frá Mun- aðarnesi, fyllir huga minn er ég kveð þig, Sonja mín, eftir nær fimmtíu ára trygga samfylgd. Svo undarlegt er lífið, að þú, með ólgandi sjómanns- blóð í æðum og mikla þrá til sjáv- arins, gekkst þína lífsgöngu með manni sem meira hugsaði um kindur á fjalli en fisk í sjó. En þú kvartaðir aldrei. Þegar litlu drengirnir okkar dóu kúrðum við okkur saman eins og særðir fuglar. Þegar harðsótt var í lífsbaráttunni barðist þú með rauða lófana og oft þurftum við að lúta að litlu. En við fengum líka að reyna að það kemur skin eftir skúr. Þá skein sól í hlæjanda heiði og fuglar sungu í trjánum. Glaðværð þín og dreng- lyndi gaf okkur trausta vini og börn- in áttu alltaf hlýja faðminn þinn. Hlátur þinn mun hljóma mér meðan ég verð á dögum. Sonja mín. Svo oft hefur Guð bæn- heyrt okkur að ég veit að hann heyrir nú mína heitustu bæn, að hann faðmi þig, launi þér fyrir mig alla fórnfýs- ina og leiði þig í þann sess sem þér hæfir í fagnaði hans. Með þá vissu mun ég halda áfram göngunni um lauffallinn skóginn, rétt eins og allt sé óbreytt frá því sem var þegar þú fórst um veginn. Helgi. Elsku amma Sonja. Það er margt sem við minnumst, en enn fleira sem við eigum eftir að sakna. Það er svo ótalmargt sem við höfum gert saman í gegnum tíðina að það er ekki hægt að telja það upp, en það geymum við í hjörtum okkar. Elsku mamma, okkur skilur að um tíma dauðans hönd. Þó að hvíld sé þreyttum blessun, og þægur byr að ljóssins strönd. Þó er jafnan þungt að skilja. Þokast nær mörg fögur mynd, þegar hugur krýpur klökkur, kær við minninganna lind. Sérhvert barn á mætri móður margt að þakka, er samvist dvín. Yfir brautir æskubreka okkur leiddi höndin þín. Því við bindum þöglum huga, þýtt, með hlýrri vinamund þakkarkrans, sem tregatárin tállaus vökva á kveðjustund. Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiks yl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. (Höf. ók.) Elsku mamma, amma og lang- amma, við þökkum þér allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við kveðjum þig með söknuði og Guð veri með þér. Anna María, Guðlaugur og fjölskylda. Breiðafjarðarsólin er sest. Úti fyr- ir er björt vornóttin. Nokkrum tím- um síðar birtir til, sól rís úr sæ og gyllir sléttan hafflötinn. Lífsvilji Sonju var ríkur og baráttuþrekið alla tíð mikið. Hún er nú laus við þján- ingar. Langri baráttu við erfitt mein er lokið. Það var um áramót fyrir nærri tíu árum sem ég kom fyrst í Sandholtið til tengdaforeldra minna, þeirra Sonju og Helga. Eftir á að hyggja sagði sú heimsókn margt um Sonju. Við rennum í hlaðið í Sandholtinu. Þegar við stígum út úr bílnum finn- um við góðan ilm af kræsingunum sem húsmóðirin er að útbúa, enda var hún listakokkur og gerði vel við alla gesti. Hjónin Sonja og Helgi taka okkur fagnandi á tröppunum. Það var einmitt lýsandi fyrir Sonju hvað hún tók fólki vel og hve fólk var henni kært. Þegar inn var komið blasti við ógrynni verðlaunagripa sem Sonja hafði unnið á sjóstang- veiðimótum. Af miklum áhuga og verðskulduðu stolti sagði hún mér frá áhugamáli sínu, sýndi mér ljós- myndir og útbúnað, og sagði mér frá mótum sem hún hafði sótt. Síðar átti hún eftir að keppa í greininni á er- lendri grundu. Sonja var sérstaklega kappsöm og bjó yfir miklum krafti og eldmóði. Sonja var ákaflega stolt kona og vönd að virðingu sinni. Hún var ákveðin og kom meiningu sinni á framfæri ef svo bar undir en þó á yf- irvegaðan hátt. Það er ákveðin list sem ekki er öllum gefin. Sonja var mannvinur, henni þótti vænt um fólk og tók öllum fagnandi. Af henni geislaði hlýja. Hún sýndi væntumþykjuna oftar en ekki í verki. Þegar ég var við nám í Bretlandi sendi hún mér íslensk tímarit svo ég gæti fylgst með því sem væri að ger- ast í heimalandinu. Umslögin voru skreytt gylltum stjörnum og rauðum hjörtum og báru þannig með sér hve innileg hugsun og góður hugur lá að baki sendingunum. Væntumþykjan var svo sannarlega gagnkvæm. Ég þakka fyrir góð kynni við Sonju Guðlaugsdóttur og bið Guð að blessa minningu hennar. Sigurður Hannesson. Elsku amma. Takk fyrir allar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum saman. Þær eiga eftir að ylja mér um hjarta- rætur þangað til við hittumst á ný. Orð fá ekki lýst hve mikið ég sakna þín en ég veit að núna ertu á betri stað. Þegar ég kveð þig nú í hinsta sinn finnst mér bænin sem við fórum alltaf með saman vera við hæfi. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Lovjú amma mín. Þín Margrét. Sonja Guðlaugsdóttir, eða Sonja frænka, eins og ég kallaði hana alltaf, er nú horfin yfir á annað tilverustig. Hún yfirgaf þennan heim í friði og ró á heimili sínu, í faðmi sinna nánustu, um leið og sólin kom upp á fallegum sumardegi. Það er táknrænt því sólin hennar Sonju mun aldrei setjast í hjarta þeirra sem kynnust henni. Sonja var glæsileg kona sem skaraði fram úr á öllum sviðum, innan heim- ilis sem utan, kraftmikil og hjartahlý manneskja sem ekki mátti aumt sjá en vorkenndi sjálfri sér aldrei, tign- arleg ættmóðir sem samgladdist öðr- um heilshugar en bar harm sinn í hljóði. Hún er horfin en eftir lifir mynd af brosmildri konu með sterka rödd og tindrandi augu. Í huga mín- um ómar hláturinn bjarti sem ein- kenndi Sonju alla tíð, og ég finn ilm- inn í eldhúsinu hennar. Það er ilmur af nýbakaðri jólaköku með möndlu- dropum. Það er jólakaka eilífðarinn- ar. Stefán Máni Sigþórsson. Sonja Guðlaugsdóttir Yljar litlu hjarta svipurinn blíði og höndin hlýja hugprúða hetjan mín bjarta. Nóttin löng var liðin. Dögunin ljúfa og kyrrðin kæra kyssti og færði þér friðinn. Eilíf birta aldrei dvín í logninu væra, í heiðbláan himin hefur þú stigið, sólin mín. Þakklát, stolt og eilíft elskandi dóttir, Ísafold. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Sonju Guðlaugsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.