Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Guð blessi þig að eilífu kæra vinkona. Aðstand- endum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Elín Gestsdóttir (Ella skólasystir). HINSTA KVEÐJA ✝ Guðfinna Ósk-arsdóttir fæddist á Siglufirði 18. desem- ber 1946. Hún lést 20. maí sl. Foreldrar hennar eru (Rósant) Óskar Sveinsson, sjó- maður og verkamaður á Siglufirði, f. 24. okt. 1903, d. 14. des. 1983, og Elín Jónasdóttir, húsmóðir á Siglufirði, f. 16. maí 1908. Lifir enn nú rúmlega 101 árs gömul á Heilbrigð- isstofnuninni á Siglu- firði. Alsystkin Guðfinnu eru: Trausti Haukur bólstrarameistari, f. á Siglufirði 12. jan. 1941, kvæntur Jónu Maggý Þórðardóttur frá Siglu- firði, f. 24. febr. 1947, og Guðlaug leikskólakennari, f. á Siglufirði 1. júní 1942, gift Sumarliða Karlssyni, f. 24. mars 1945, áður gift Jóhannesi Wilhelmus Hanssen, f. 27. okt. 1928, d. 5. apríl 1987. Auk þess átti Guð- finna fjögur hálfsystkini, samfeðra, þau eru Helgi, fyrrv. skipstjóri, býr í Noregi, f. 27. mars 1925, Kristján Hólm, fyrrv. skipstjóri, býr í Þýska- landi, f. 28. júní 1929 og Sigurjón verkun og síðan verslunar- og skrif- stofustörf á Siglufirði. Fór svo til Akureyrar og vann á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og lauk sjúkraliðaprófi þaðan vorið 1969. Eftir að hún lauk námi á Akureyri fluttist hún til Reykjavíkur og fór að vinna á Borgarspítalanum sem sjúkraliði. Í ágúst 1971 fór hún svo til Vestmannaeyja og réð sig sem sjúkraliða á Sjúkrahús Vest- mannaeyja. Þar kynntist hún eft- irlifandi manni sínum, Magnúsi Þór Jónassyni. Þau giftust 20. maí 1972. Guðfinna lést 20. maí 2009, þannig að þau voru búin að vera gift í ná- kvæmlega 37 ár þegar hún dó, á brúðkaupsdegi þeirra. Guðfinna og Magnús hófu búskap strax eftir giftingu, fyrst í Grænu- hlíð 9 í Eyjum, en það hús höfðu þau þá nýlega keypt. Bjuggu þar í sjö mánuði eða fram að gosi. Húsið fór undir hraun í gosinu. Þau flúðu til Reykjavíkur og bjuggu þar í rúmt ár, en fluttust aftur til Eyja og byggðu sér hús á Höfðavegi 28. Guð- finna vann lengst af á Sjúkrahúsinu í Eyjum, er sá tími nú mældur í tug- um. Hún var fyrst og fremst hús- móðir á sínu heimili, ól upp börnin sín þrjú. Guðfinna verður jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni í Vest- mannaeyjum í dag, 30. maí, kl. 14. Hólm, fyrrv. verka- maður, nú á dval- arheimilinu Fellsenda í Dalasýslu, f. 28. júní 1929, Kristján og Sig- urjón eru tvíburar. Guðmunda Sigríður nuddari, bjó á Dalvík, f. 11. júní 1938, d. 25. des. 2003. Guðfinna giftist 20. maí 1972 Magnúsi Þór Jónassyni frá Grund- arbrekku í Eyjum, f. 4. maí 1947. Börn Guð- finnu og Magnúsar eru Þórarinn, vélvirki á Bílaverkstæði Muggs í Eyjum, f. 18. maí 1974, Elín Ósk, vinnur við aðhlynningu á dval- arheimilinu Hraunbúðum í Eyjum, og Sævar Þór, lyftaramaður hjá Vinnslustöðinni, f. 31. júlí 1984. Guðfinna fæddist á Suðurgötu 68 á Siglufirði og átti heima þar allar götur þar til hún flutti að heiman. Hún gekk í Barnaskóla Siglufjarðar og síðar í Gagnfræðaskólann þar og lauk prófi sem gagnfræðingur vorið 1963. Var síðan á Húsmæðraskól- anum Ósk á Ísafirði veturinn 1964- 1965. Vann sem unglingur við fisk- Elsku mamma nú ert þú farin til himins og líður miklu betur af því þú varst orðin svo mikið veik – þjáðist svo mikið. Þú varst alltaf svo góð við mig, sama hvað á dundi eða hvað ég gerði af mér þá varst þú alltaf tilbúin að fyrirgefa mér. Ó, hvað það var nú alltaf gott að leita til þín með vandamálin – varst alltaf tilbúin að hlusta og hjálpa til við að leysa allt sem uppá kom. Sama hvað vandamálið var stórt, alltaf varst þú til staðar og hjálpaðir mér. Nú stöndum við eftir, ég, pabbi, El- ín Ósk systir og Sævar Þór, litli bróð- ir. Við munum alltaf minnast þín – við eigum svo góðar minningar um þig elsku mamma mín. Við reynum að gera eins og þú lagðir fyrir okkur, að styðja hvert annað í gegnum þessa erfiðu tíma sem nú eru. En allar góðu minningarnar um þig, elsku mamma mín, eru eftir hjá okkur. Þinn elskandi sonur, Þórarinn. Drottinn gaf og Drottinn tók, Lofað veri nafn Drottins. (Jobsbók 1:21) Elsku ástin mín – nú hefur Drott- inn okkar og frelsari tekið þig til sín. Þú ert komin til hans í dýrðina, þar sem engir sjúkdómar eru og engar kvalir. Bara eilífð dýrð. Þetta er huggun mín í sorginni – í öllum tómleikanum. Við sem elskuðum hvort annað svo heitt – en fáum ekki að njóta þess lengur. Það er svo sárt. Tómarúmið er svo stórt. En við hittumst aftur hjá Föður okkar á himnum. Ég og börnin okkar söknum þín svo sárt. Skarðið verður ekki fyllt. En minningarnar eru svo ljúfar, svo margar og miklar. Við þær yljum við okkur nú þegar þú ert farin. Allt var þetta svo snöggt – svo hart og erfitt, en ég fékk að vera hjá þér allt þar til þú sofnaðir – sofnaðir svo vært. Dagurinn sem þú kvaddir var okkur svo kær – 20. maí – giftingardagurinn okkar. Þessi stóri, mikli gleðidagur okkar fyrir 37 árum var okkur svo kær. Við héldum alltaf uppá hann sem einn besta dag í lífi okkar. Þá eldaðir þú góðan mat, við kveiktum á kertum í stofunni og áttum ljúfa kvöldstund. Allar þessar góðu minningar – góðu stundirnar – skemmtilegu ferðalögin og-og-og .. Ástin mín – ég kveð þig núna, en við hittumst aftur og þá verður gleði – gleði – gleði. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason.) Þinn heittelskandi eiginmaður, Magnús Jónasson. Elsku mamma mín. Nú eru kval- irnar þínar horfnar frá þér. Ég veit að þér líður vel hjá Frelsara okkar og að hann tók svo vel á móti þér. Þú varst mér svo góð í öllum mín- um veikindum og pabbi líka. Ég reyndi líka að vera þér góð dóttir og ég veit að þú elskaðir mig. Ég sakna þín svo mikið, allt svo miklu tómlegra. Engin mamma þegar ég kem heim og engin mamma til að minna mig á pillurnar mínar. Ég veit að nú reynir á mig, núna verð ég að taka við af þér og reyna að gera hlutina eins vel og þú gerðir. Allt sem þú gerðir var svo vel gert og gert af svo mikilli einlægni. Ég ætla að reyna að vera eins dug- leg og þú og standa mig eins og þú innprentaðir mér, að gera allt eins vel og ég gæti. Þá farnaðist mér vel. Elsku mamma, þú varst svo góð fyrirmynd. Takk fyrir elsku þína í gegnum ár- in. Takk fyrir allt – allt – allt. Þín einkadóttir, Elín Ósk. Guðfinna Óskarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- finnu Óskarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurður ReynirMagnússon frá Stakkahlíð fæddist á Seyðisfirði 26. ágúst 1952. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans 21. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Sigurðsson, f. 1917, d. 1983, og Sigríður Ásta Stef- ánsdóttir, f. 1927, d. 1998, bændur í Stakkahlíð í Loð- mundarfirði. Systkini Reynis eru: 1) Anna Kristín, f. 1949, maki Áskell Gunnar Ein- arsson., f. 1945, 2) Óla Björg, f. 1951, sambýlismaður Ólafur Vignir Sigurðsson, f. 1947, 3) Stefán Smári, f. 1960, maki Sigríður Þór- stína, f. 1965, og 4) Steindór Gunn- ar, f. 1962, maki Sigrún Brodda- dóttir, f. 1962. Reynir kvæntist árið 1978 Þrúði Þórhallsdóttur, f. 1957. Börn þeirra eru: 1) Eva Sædís, f. 29.10. 1976, maki Snorri Marteinsson, til Noregs og bjó þar í eitt ár, þar starfaði hann við ýmis tilfallandi störf en þó aðallega stálsmíði. Á sama tíma notaði hann tækifærið og jók á þekkingu sína í sínu fagi. Hann flutti heim til Íslands og bjó á Egilsstöðum þar sem hann starfaði við þær starfsgreinar sem hann hafði menntað sig til. Árið 1999 flutti hann til Danmerkur og lauk námi sem véliðnfræðingur og starf- aði hjá Sauer Danfoss eftir að hann lauk námi. Hann bjó í átta ár í Dan- mörku en árið 2007 flutti hann aft- ur til Egilsstaða þar sem hann bjó til dánardags. Reynir hafði alltaf sterk tengsl við æskuslóðirnar í Loðmundarfirði og fór þangað eins oft og hann gat, hann hafði mikinn áhuga á stangveiði og einnig átti hann trillu sem hann stundaði sjó- sókn á sér til ánægju. Reynir hafði einnig brennandi áhuga á brids og var virkur bridsspilari og má segja að spilamennskan hafi verið hans ástríða ásamt veiðinni. Reynir verður kvaddur í Egils- staðakirkju í dag, 30. maí, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar börn þeirra eru Júl- íus Patrik, f. 2005, og Hilmir Örn, f. 2007. 2) Davíð Sindri, f. 12.8. 1979, 3) Magn- ús, f. 4.2. 1989. Reyn- ir og Þrúður skildu árið 2003. Reynir ólst upp í Loðmundarfirði til 15 ára aldurs, hann var í barnaskóla sem starf- ræktur var á Sæv- arenda í Loðmund- arfirði en fór síðan í Alþýðuskólann á Eið- um og lauk þaðan landsprófi. Reynir fór ungur til sjós og vann við sjómennsku í nokkur ár áður en hann hóf nám við Iðnskóla Seyð- isfjarðar í vélvirkjun. Hann lauk síðan námi í vélvirkjun hjá Vél- smiðjunni Stál á Seyðisfirði. Eftir það lá leið hans til Akureyrar þar sem hann lauk námi í bifvélavirkj- un hjá Bifreiðastöð Akureyrar. Hann starfaði þó lengst af hjá Slippstöðinni á meðan hann bjó á Akureyri. Árið 1979 fluttist Reynir Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig í dag elsku pabbi minn. Ég trúi því ekki að þessi dagur sé kominn og það svona langt á undan áætlun. Þú barðist hetjulega gegn erfiðum, ósigr- andi sjúkdómi sem bugaði þig að lok- um. Það er svo margt sem við áttum eft- ir að gera saman. Við ætluðum að fara í Loðmundarfjörð og gista í Stakkahlíð í margar nætur, veiða fisk og tína ber. Við töluðum um að vera í eina til tvær vikur. Það var óskhyggja, en hún var okkar. Við náðum þó að fara síðasta sumar og gista tvær nætur, við reynd- um að veiða á öllum mögulegum stöð- um og misstum marga stóra. Það er ógleymanlegt þegar við mokuðum upp úr ósnum eitt kvöldið á flóði, þvílíkur hamagangur og æsingur. Við elduðum svo yndislega máltíð úr aflanum. Við reyndum að endurtaka leikinn næsta kvöld en vorum of sein og misstum af flóðinu. Mikið var bölvað og ragnað þá. Það var mikill söknuður þegar við keyrðum burtu úr firðinum okkar fal- lega. Já firðinum okkar, við vorum svo eigingjörn og fannst við ein í heiminum eiga rétt á því að vera þarna. Ég á mjög erfitt með að hugsa til þess að við förum aldrei aftur saman í fjörðinn okkar. Ég sakna þess mikið að tala ekki við þig á hverjum degi um allt og ekkert tímunum saman. Það kom fyrir að við þrættum vel og vandlega eða rökrædd- um eins og þú sagðir. Þú lagðir oft mikið uppúr því að æsa mig upp og gera mig illa en seinni árin var ég búin að læra inn á þig, og var það því oft til einskis. Þegar þér tókst ætlunarverkið hlakkaði í þér og þú hlóst púkalega að mér. Þá gat ég nú ekki verið reið lengi. Ég mun sakna skondnu athugasemdanna þinna eins og þegar þú komst heim til okkar í nýupp- gerðu, fallegu íbúðina okkar í Safamýri og ég spurði þig hvernig þér litist á. Þá svaraði þú: Þetta er bara eins og hver önnur blokkaríbúð. Ég mun sakna þess sárt að litlu drengirnir mínir, Júlíus Patrik og Hilm- ir Örn, munu ekki fá að kynnast þér bet- ur. Frá því við skírðum Júlíus Patrik kallaðir þú hann Júlla Patta sem ég var nú ekki alltaf sátt við en ég lét það oftast eftir þér. Hilmi Örn kallaðir þú Himma Hemmhemm en það var af því að drengurinn var ekkert farinn að tala og notaði bara hljóðin. Þú gast setið lengi við eldhúsborðið og grett þig framan í strákana mína, hnussað á þá og tekið skemmtilegar og skrítnar eftirhermur. Þá skríktu litlu barnabörnin þín mikið. Júlíus Patrik saknar afa Reynis og talar mikið um þig. Hann bendir á myndina af þér, talar um hvað hún sé falleg. Ég mun vera dugleg að tala um þig, segja þeim sögur og sýna þeim myndir af afa sínum. Þannig munu þeir fá að kynnast þér, muna þig og elska þig, elsku pabbi minn. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku pabbi minn. Ég vona að þér líði vel í nýju lífi, lítir til okkar annað slagið og vakir yfir okkur. Ég sakna þín ætíð og ég elska þig ei- líflega. Þín dóttir, Eva Sædís. Sigurður Reynir Magnússon Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför HJÁLMARS R. BÁRÐARSONAR skipaverkfræðings og fyrrv. siglingamálastjóra. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á gjörgæslu- deildum Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Bárðardóttir, Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir, Bárður Hafsteinsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir kveðjur og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, HELGA H. ÁRNASONAR verkfræðings, Laugarásvegi 63. Bryndís Þorsteinsdóttir, Dagný, Árni, Guðrún, Þorsteinn og fjölskyldur. Fanney Soffía Svanbergs- dóttir ✝ Fanney SoffíaSvanbergsdóttir fæddist í Lögmanns- hlíð ofan Akureyrar 6. janúar 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. maí síð- astliðinn. Útför Fann- eyjar fór fram í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.